Hafnarstjórn

129. fundur 23. mars 2023 kl. 12:15 - 13:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Ásdís Kristjánsdóttir hafnarstjóri
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Steini Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson embættismaður
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson hafnarvörður
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir Starfsmaður hafnarstjórnar
Dagskrá

Almenn mál

1.2209827 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2023

Bæjarráð vísaði þann 20.10.2022 gjaldskrá Kópavogshafnar 2023 til nýrrar efnismeðferðar hafnarstjórnar. Þann 14.12.2022 vísar hafnarstjórn erindinu til frekari rýni sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarritara og varafomanns hafnarstjórnar. Nú lögð fram drög að nýrri gjaldskrá ásamt minnisblaði lögfræðideildar.
Hafnarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum framlögð drög að nýrri gjaldskrá Kópavogshafnar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson bæjarritari - mæting: 12:40

Almenn mál

2.2303647 - Stærð hafnarsvæðis Kópavogshafnar

Stærð hafnarsvæðis Kópavogshafnar.
Auður D. Kristinsdóttir kynnti.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsstjóri - mæting: 12:23

Almenn mál

3.2303657 - Fyrirspurn frá Andrési Péturssyni áheyrnarfulltrúa Viðreisnar um losun snjómoksturs

Frá Andrési Péturssyni áheyrnarfulltrúa Viðreisnar, lögð fram fyrirspurn varðandi losun snjómoksturs.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:15.