Hafnarstjórn

133. fundur 14. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Pálmi Þór Másson embættismaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein varaformaður
  • Steini Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson embættismaður
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson hafnarvörður
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.2309577 - Fjárhagsáætlun 2024

Ingólfur Arnason gerir grein fyrir áætluninni.
Kynnt.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 12:05

Almenn mál

2.2311751 - Skipulag hafnarsvæðis

Frá formanni og varaformanni hafnarstjórnar, dags.09.11.2023, lagðar fram eftirfarandi tillögur um breytingar á skipulagi hafnarinnar:



1. Suður/vestur kantur hafnarinnar, grjótgarðurinn, verði færður til vesturs og

suðurs um það bil 50 gráður (samkv.hjálagðri teikningu).

2. Austur og norðurkantur hafnarinnar þ.e. frá bátasvæðinu að legubakka verði

allur skilgreindur sem hluti hafnarsvæðisins, en góður kafli þessa svæðis heyrir

ekki undir höfnina í dag.

3. Steypt renna, sem er við hlið bryggjunnar sem afmarkar bátahöfnina frá annarri

starfsemi hafnarinnar, verði færð og komið fyrir á vesturkanti hafnarinnar.

4. Vesturhluti hafnarinnar sem er merktur VÞ21 á samþykktu skipulagi í dag og

er það svæði skilgreint fyrir verslun og þjónustu, verði endurskipulagt og verði

hluti af hafnarsvæðinu og sérstaklega skilgreint sem svæði fyrir fyrirtæki og

einstaklinga sem tengjast hafnarstarfsemi og tengdri þjónustustarfsemi.

Að öðru leyti er ekki lagðar til frekari breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi

hafnarinnar eins og það er skilgreint í aðalskipulagi Kópavogs 2019 til 2040
Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunum til skipulagsráðs.

Fulltrúi Vina Kópavogs í hafnarstjórn lagði fram bókun:

"Hafnarstjórn hefur það hlutverk að gæta hagsmuna hafnarinnar og sjá til þess að sérstaða hennar nýtist bæði atvinnulífi og mannlífi. Vinir Kópavogs hafa varað við því að rýra land hafnarinnar og takmarka svigrúm til athafna. Bæjarstjórn hefur samþykkt að vinna hverfisáætlun fyrir Kársnesið með sérstakri áherslu á hafnarsvæðið. Undirritaður telur mikilvægt að hafnarsvæðið sé stækkað á ný en skipulag þess á að vera hluti af heildarsýn fyrir Kársnesið."


Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 12:20

Almenn mál

3.23062006 - Ferðaþjónusta við Kópavogshöfn

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23.10.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðstöðu fyrir RIB adventures við Kópavogshöfn.
Hafnarstjórn felur umhverfissviði að vinna að útfærslu á áframhaldandi aðstöðu fyrir RIB adventures við Kópavogshöfn.

Fundi slitið - kl. 13:05.