Jafnréttis- og mannréttindaráð

101. fundur 20. september 2023 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2303498 - Tilnefningar til viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2023

Farið yfir auglýsingu vegna tilnefninga til viðurkenningar jafnréttis-og mannréttindaráðs.
Lagt fram.

Almenn mál

2.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Stefnuvinna.

Almenn mál

3.23092155 - Erindi ráðsmeðlims Pírata - aðgengi íbúa að gögnum

Erindi frá Indriða Inga Stefánssyni, ráðsmanni Pírata.

"Mig langar að leggja til að við tökum til umfjöllunar aðgengi íbúa að gögnum. Bæði það hversu erfitt er að finna efni með leitarvélinn hjá bænum og það að engin gögn eru að finna í opnu bókhaldi bæjarins."
Jafnréttis og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum um stöðu heimasíðu bæjarins, hvort til standi að fara í breytingar eða uppfærslur á vefnum til auka aðgengi bæjarbúa að upplýsingum og tryggja réttileika þeirra?

Almenn mál

4.23092178 - Fyrirspurn jafnréttis- og mannréttindaráðs til Umhverfissviðs

Í íbúakosningu Kópavogsbæjar árið 2022 var kosið að setja upp rólu með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í Linda- og Salahverfi og Smárahverfi.
Bókun:
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum um tillögu um leiktæki fyrir hreyfihamlaða sem samþykkt var í íbúakosningu árið 2022. Hvernig staðan er á því verkefni, eru leikvellir með aðgengi í sveitarfélaginu og hvort önnur sambærileg verkefni séu í farvatninu sem tryggi hreyfihömluðum aðgengi að leiksvæðum?

Almenn mál

5.23092179 - Kosning varaformanns Jafnréttis- og mannréttindaráðs

Kosning nýs varaformanns þar sem Sigrún Bjarnadóttir varaformaður er hætt.
Signý Sigurrós Skúladóttir einróma kosin varaformaður.

Fundi slitið - kl. 18:30.