Jafnréttis- og mannréttindaráð

105. fundur 29. febrúar 2024 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2208461 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - önnur mál

Kynning frá Halldóru Dýrleifar Gunnarsdóttur, sérfræðingi í jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg.
Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir - mæting: 17:00
  • Sigríður Finnbogadóttir - mæting: 17:00

Almenn mál

2.24021720 - Erindi ráðsmeðlims Pírata hvatningu til að auka kosningaþáttöku

Erindi frá Indriða I. Stefánssyni, nefndarmanni Pírata:

Að farið verði í verkefni til að upplýsa fólk sem nýlega hefur öðlast kosningarétt um hvað í því felst og hvernig það stendur að því að nýta kosningaréttinn.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá stjórnsýslusviði:
Stendur til að fara í aðgerðir til að vekja athygli á komandi kosningum hjá þeim hópi sem er hvað ólíklegastur til að nýta kosningarétt sinn? Ef svo er, með hvaða aðgerðum og að hvaða hópum beinast þær?

Almenn mál

3.24021719 - Erindi ráðsmeðlims Pírata um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.

Erindi frá Indriða I. Stefánssyni, nefndarmanni Pírata:

"Áskorun frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.



Ef atkvæðavægi kjördæmisins er borið saman við önnur kjördæmi sést eftirfarandi



Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021

eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann

eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í:

NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali)

NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali)

SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali)

SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali)

RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali)

RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali)



Ég vil að við sendum út áskorun á Rikisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi."

Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að taka sjálfsagðan og lýðræðislegan rétt íbúa til jöfnun atkvæðisréttar í alþingiskosningum upp á sínum vettvangi og ræða við Alþingi um nauðsynlegar breytingar á kosningalögum.
Er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Almenn mál

4.2401653 - Fyrirspurn Jafnréttis- og mannréttindaráðs til Menntasviðs

Mál frestað frá síðasta fundi:



Afslættir einstæðra, öryrkja og námsmanna vegna leikskólagjalda féllu niður um áramót

og tekjutengdur afsláttur tók við.



Formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs óskar eftir umræðum um málið.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá menntasviði:

Hefur breyting á afsláttakerfi leikskólagjalda haft áhrif á fjölda þeirra sem fær afslátt?
Eru þeir sem fengu afslátt fyrir breytingu ennþá að fá afslátt og hafa leikskólagjöldin sem þessi hópur greiðir hækkað við breytingarnar?
Hefur dvalartími þeirra barna sem áður höfðu afslátt af leikskólagjöldum styðst?

Fundi slitið - kl. 19:00.