Leikskólanefnd

48. fundur 06. maí 2014 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður fræðslusviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1308573 - Hvernig er hægt að laða inn fleiri leikskólakennara í leikskóla Kópavogs

Leikskólafulltrúi kynnir tillögur vinnuhóps um leiðir til að fjölga leikskólakennurm í leikskólum Kópavogs. Tillögurnar ræddar. Leikskólanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og mælir með þeim við bæjarráð.

2.1404573 - Beiðni um framlengingu á leikskólagöngu

 Í ljósi sérstöðu þessa máls og meðmæla þeirra aðila sem um fjalla, samþykkir leikskólanefnd erindið.

3.1404576 - Ósk um breytingu á skipulagsdögum

Leikskólanefnd samþykkir erindi um tilfærslu á skipulagsdegi vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna.  

4.1404108 - Beiðni um breytingu á skipulagsdegi í Núpi

Leikskólanefnd samþykkir erindi um tilfærslu á skipulagsdegi vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

5.1404194 - Ósk um breytingu á skipulagsdögum

Á fundi bæjarstjórnar 12. febrúar 2013 var samþykkt tillaga þess efnis að samræma skuli skipulagsdaga í leik- og grunnskólum Kópavogs.

Á 45. fundi leikskólanefndar 18. febrúar 2014 var samþykkt skóladagatal 2014 -2015 með samræmdum skipulagsdögum fyrir leik- og grunnskóla í samræmi við ofangreinda tillögu.

Leikskólanefnd vísar erindi um tilfærslu skipulagsdags í janúar, til bæjarráðs á grundvelli þess að 2. janúar hentar foreldrum væntanlega betur þar sem hvorki grunnskólar né dægradvöl starfa 2. janúar en dægradvöl starfar 26. janúar.

Leikskólanefnd samþykkir seinni hluta erindis Grænatúns um tilfærslu á skipulagsdegi vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna.  

 

6.1309043 - Fundir leikskólastjóra 2013-2014

Lagðar fram fundargerðir 6. 7. og 8. fundar leikskólastjóra.

7.1403629 - Skólar og menntun í fremstu röð - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Kynntar niðurstöður sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu; Skólar og menntun í fremstu röð.

Fundi slitið - kl. 18:30.