Leikskólanefnd

149. fundur 16. febrúar 2023 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir., aðalmaður boðaði forföll og Leó Snær Pétursson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Hugarflug um framtíð skipulags og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar sem María Kristín Gylfadóttir, verkefnastjóri og Vigdís Guðmundsdótt leikskólaráðgjafi stýra.
Leikskólanefnd tók þátt í hugarflugi og fagnar þeirri vinnu sem stendur yfir til umbóta í starfsumhverfi leikskólanna.

Almenn mál

2.2302701 - Leikskólinn Kópasteinn

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram

Almenn mál

3.2302702 - Leikskóladeild-gæsluvellir

Lagt fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar

Almenn mál

4.23011495 - Leikskólinn Fífusalir óskar eftir 6. skipulagsdeginum vegna námsferðar erlendis

Leikskólinn Fífusalir óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2022-2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Fífusala um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

5.2209392 - Erindi frá Samleik - fyrirkomulag samskipta við foreldra

SAMLEIK ítrekar beiðni um upplýsingar varðandi samskiptareglur félagsins við foreldra leikskólabarna.
Að beiðni menntasviðs er stjórnsýslusvið Kópavogsbæjar að vinna leiðbeiningar til stjórna foreldrafélaga, Samkóp og Samleik, varðandi samskiptaleiðir og upplýsingamiðlun til foreldra í leik- og grunnskólum. Menntasvið kynnir þau gögn á fundi leikskólanefndar um leið og þau liggja fyrir.

Almenn mál

6.2204075 - Umsókn um endurnýjun á leyfi.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Fundi slitið - kl. 19:00.