Leikskólanefnd

150. fundur 16. mars 2023 kl. 17:00 - 19:00 í leikskólanum Urðarhól
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland, aðalmaður boðaði forföll og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay, aðalmaður boðaði forföll og Erla Dóra Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá
Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri Urðarhóls kynnti starfsemi og áherslur í starfi leikskólans. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og veitingar á fundinum.

Almenn mál

1.2302701 - Leikskólinn Kópasteinn

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

Almenn mál

2.22033110 - Daggæsla-eftirlit 2021-2023

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

3.23031376 - Morgunverður í leikskólum Kópavogs

Lagt fram.
Fyrirspurn um morgunverð í leikskólum Kópavogsbæjar. Starfsmenn upplýstu um fyrirkomulag morgunverðar í öllum leikskólum Kópavogsbæjar.

Almenn mál

4.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Dalur óskar eftir 6. skipulagsdeginum vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Dals um viðbótar skipulangsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.
Lagt er til að menntasvið endurskoði reglur um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla með því markmiði að menntasvið fái umboð til að samþykkja 6. skipulagsdag leikskóla með ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Almenn mál

5.2302702 - Leikskóladeild-gæsluvellir

Lagat fram.
Starfsmönnum menntasviðs falið að móta tilllögu að breytingu á opnunartíma og uppfærslu gjaldskrár gæsluvalla.

Fundi slitið - kl. 19:00.