Leikskólanefnd

159. fundur 12. desember 2023 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Hannes Þórður H. Þorvaldsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Þór Pétursson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Lögð fram til kynningar skýrsla innleiðingarteymis um Fléttuna - farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Kópavogi.
Innleiðingarteymi Kópavogs um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna kynntu skýrslu og stöðu innleiðingar. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju sinni með hversu vel innleiðing hefur gengið.

Gestir:
Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu leikskóla - mæting: 17:00
Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri farsældar - mæting: 17:00
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri á velferðarsviði - mæting: 17:00

Almenn mál

2.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram.
Leikskólanefnd þakkar greinargóðar upplýsingar um stöðuna á innleiðingu breytinga í leikskólamálum.

Almenn mál

3.23011495 - Leikskóladeild-skóladagatal leikskóla fyrir árið 2024 - 2025.

Lagt fram til samþykktar.
leikskólanefnd samþykkir skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025 með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

4.1910505 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum

Ytra eftirlit með leikskólanum Aðalþingi lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi.

Almenn mál

5.2204669 - Starfsáætlun leikskólans Efstihjalla 2023-2024.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2023-2024

Almenn mál

6.2205815 - Starfsáætlun leikskólans Grænatúns fyrir skólaárið 2023-2024.

Lagt fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Grænatúns fyrir skólaárið 2023-2024.

Almenn mál

7.220426616 - Starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar 2023-2024.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar fyrir skólaárið 2023-2024.

Fundi slitið - kl. 18:45.