Leikskólanefnd

162. fundur 11. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:15 í leikskólanum Furugrund
Fundinn sátu:
  • Hannes Þórður H. Þorvaldsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Evert Úlfsson, aðalmaður boðaði forföll og Arnar Þór Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar stjórnendum leikskólans Furugrundar fyrir góða kynningu á starfsemi leikskólans og góðar veitingar.

Almenn mál

1.2210796 - Skólatröð Vallaröð 12a nýr leikskóli hönnun framkvæmdir

Deildarstjóri fasteignadeildar kynnir fyrirhugaðar leikskólabyggingar.
Deildarstjóri eignadeildar Umhverfissviðs ásamt Guðrúnu Rögnu arkitekt hjá ASK kynntu nýjar leikskólabyggingar sem áætlað er að byggðar verði í Kópavogi á næstu árum.
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með fjölgun leikskólarýma og samstarf menntasviðs og umhverfissviðs við undirbúning og hönnun bygginganna.

Almenn mál

2.23121601 - Dvalarsamningur, reglur um innritun og forgang barna í leikskólum Kópavogs

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanenfnd samþykkir breytingar á dvalarsamningi og reglum um innritun og dvöl barna í leikskólum Kópavogs.

Almenn mál

3.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Farið yfir framkvæmd opnunar leikskóla í dymbilviku dagana 25, 26 og 27. mars sl.
Leikskólanefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar um framkvæmd opnunar í leikskólum í dymbilvikunni.

Fundi slitið - kl. 19:15.