Lista- og menningarráð

40. fundur 24. mars 2015 kl. 17:00 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
  • Birtna Björnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Aino Freyja Järvelä
Dagskrá

1.1503520 - Umsókn um styrk til að halda útitónleika í Kópavogi. Erpur Eyvindsson.

Erpur Eyvindarson mætir á fundinn kl. 17:06 og reifar hugmynd sína að útitónleikum í Hamraborginni í ágúst á þessu ári. Hugmyndin er að leiða saman tónlistarmenn sem kenna sig við Kópavog og halda tónleika með mörgum stuttum atriðum frá kl. 13 til kl. 23 einn laugardag í ágúst.
Almenn ánægja hjá fundarmönnum með hugmyndina og var styrkveigingin samþykkt einróma.

2.1411081 - Umsókn um afnot af Salnum til að halda jólatónleika

Lögð fram umsókn Hönnu Guðnýjar Hallgrímsdóttur, dags. 2. nóvember 2014, um afnot af Salnum til að halda jólatónleika.
Forstöðumanni Salarins er falið að kanna nánar tilhögun jólatónleikanna, hvaða tónlistarmenn taka þátt, umfang og hvernig þeir geti þjónað minnihlutahópum án þess að vera í samkeppni við aðra tónleika í húsinu.

Fundi slitið.