Lista- og menningarráð

61. fundur 09. júní 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1505226 - Bæjarlistamaður Kópavogs.

Útnefndur bæjarlistamaður mætir fyrir ráðið.
Ráðið ákveður að formleg útnefning bæjarlistamanns og heiðurslistamanns fari fram 17. júní.

2.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Bæjarráð vísar framkvæmdaáætluninni til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Lista- og menningarráð fagnar framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum. Í framkvæmdaáætlun jafnréttis- og mannréttindaráðs er kafli sem snýr að menningu, þar stendur: "Verkefni: Menningarhús bæjarins kanni hvernig ólíkir hópar (kyn, aldur, o.fl.) nota þjónustu þeirra með það fyrir augum að hægt verði að gera sérstak átak komi í ljós að ákveðnir hópar nýta sér ekki þjónustuna. Könnun gerð á árinu 2017 í samstarfi við jafnréttis- og menningarráð."

Lista- og menningarráð vísar til nýlegrar samþykktrar Menningarstefnu sem ráðið og sviðið starfar í samræmi við. Ráðið telur verkefni eins og framkvæmdaáætlun kveður á um ekki tímabært að svo stöddu nema til komi viðbótarfjármagn.

3.1606651 - Óperudagar í Kópavogi 2016

Forstöðumaður menningarmála, Arna Schram, kynnir frumskýrslu vegna hátíðarinnar og listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Guja Sandholt, fer einnig yfir hvernig til tókst og svarar spurningum.
Lista og menningaráð lýsir yfir mikilli ánægju með aðsókn og upplifun á Óperudögum í Kópavogi. Ráðið færir starfsmönnum Kópavogs þakkir fyrir sitt framlag sem gerði veg þessarar hátíðar sem mestan. Listrænn stjórnandi var Guja Sandholt sem naut stuðnings Jóhönnu K. Jónsdóttur MA nema í menningarstjórnun á Bifröst.Framkvæmd hátíðar samræmist vel samþykktri menningarstefnu Kópavogs. Menningarhúsin á holtinu voru öll nýtt undir fjölbreytta viðburði ásamt því að sungið var undir berum himni, í sundi, í félagsmiðstöðvum aldraðra sem og í húsnæði Leikfélags Kópavogs.

Fundi slitið.