Lista- og menningarráð

67. fundur 02. febrúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.17011183 - Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Forstöðumaður menningarmála leggur til að skipaður verði ráðgefandi hópur vegna komandi barnamenningarhátíðar, 25. til 30. apríl, með fulltrúum aðila sem hafi tengingar inn í barnastarf og fræðslu í Kópavogi.
Nefndin samþykkir að ráðgefandi hópur barnamenningarhátíðar verði með einum fulltrúa frá Tónlistarskóla Kópavogs, einum fulltrúa frá grunnskólum Kópavogs og tveimur fulltrúum frá fulltrúum nemenda í skólaráði grunnskólanna. Björg Baldursdóttir verður fulltrúi lista- og menningarráðs í hópnum.

2.1206421 - Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Nefndin heimsækir Náttúrufræðistofu Kópavogs og fær leiðsögn um safn og rannsóknarstofu. 5 starfsmenn starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Nefndin þakkar Finni Ingimarssyni fyrir leiðsögnina. Ákveðið að fara aftur yfir, síðar í febrúar, tillögur frá Gagarín um safnið og þær hugmyndir sem unnið hefur verið út frá, síðustu vikur.

3.1510254 - Menningarhús Kópavogs. Ímynd, umhverfi og markaðsmál

Öryggismál og lýsing á svæði Menningarhúsa Kópavogsbæjar
Rætt um nauðsyn þess að lýsa upp svæðið í takt við starfsemi svæðisins og útlit húsanna. Formanni nefndarinnar falið að hafa samband við sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 19:00.