Lista- og menningarráð

155. fundur 07. júní 2023 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá
Helga Hauksdóttir var formaður ráðsins á fundinum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23051649 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Margrétar Tryggvadóttur og Ísabellu Leifsdóttur um stöðu menningarstofnanna

Fyrirspurn bæjarfulltrúa Margrétar Tryggvadóttur og Ísabellu Leifsdóttur um stöðu menningarstofnanna. Málinu var vísað til umsagnar bæjarritara.
Lagt fram og rætt.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Pírata ítreka þá fyrirspurn sem lýtur að stöðu ráðsins við stjórn stofnanna. Það er ótækt að ekki liggi fyrir hver stjórnsýsluleg staða ráðsins sé núna. Samkvæmt bæjarmálasamþykkt og erindisbréfi ráðsins fer ráðið með stjórn menningarhúsanna og það gengur ekki að staða þeirra sé óljós.
Margrét Tryggvadóttir
Elvar Bjarki Helgason
Kolbeinn Reginsson
Margrét Ásta Arnarsdóttir

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

2.23031449 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Aðsend erindi

3.23052159 - Erindi frá fulltrúum Vina Kópavogs, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata varðandi hvenær gögn til umræðu á fundum berast

Erindi frá fulltrúum Vina Kópavogs, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata varðandi hvenær á að senda fundarboð og gögn til fundarfólks.
Stefnt er að birtingu gagna fyrir kl. 14 á mánudögum fyrir fundi ráðsins.

Aðsend erindi

4.23052152 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um stöðu menningarstofnanna

Fyrri fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar, um stöðu Náttúrufræðistofu í kjölfar uppsagna starfsfólks.
Lagt fram og rætt.

Bókun:
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Vina Kópavogs og Pírata harma að ráðið hafi ekki verið upplýst um fyrirhugaðar uppsagnir starfsfólks á sama tíma og fyrirhugað er að ráða aðra náttúrufræðinga til stofunnar þegar hlutverk hennar og starfsemi er óljós. Ljóst er að mikil þekking mun glatast við þessar hrókeringar.
Margrét Tryggvadóttir
Elvar Bjarki Helgason
Kolbeinn Reginsson
Margrét Ásta Arnarsdóttir

Aðsend erindi

5.23052153 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um áhrif breytinga á menningarstofnunum bæjarins á Öndvegisstyrk frá Safnasjóði

Síðari fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar, um áhrif breytinga á menningarstofnunum bæjarins á Öndvegisstyrk til Náttúrufræðistofu og Gerðarsafns frá Safnasjóði.
Lagt fram og rætt.

Bókun:
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Vina Kópavogs og Pírata ítreka áhyggjur sínar og minna á erindi frá Safnaráði frá 21. apríl s.l. þar sem fjallað er um hlutverk og skyldur viðurkenndra safna. Hætta er á að Náttúrufræðistofa Kópavogs missi stöðu sína sem viðurkennt safn og þar með styrki sem því hafa fylgt.
Margrét Tryggvadóttir
Elvar Bjarki Helgason
Kolbeinn Reginsson
Margrét Ásta Arnarsdóttir

Aðsend erindi

6.23052142 - Tilkynning um skemmdir á listaverkinu Kópur við Þinghól vegna veðurs

Aðsend erindi

7.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Umsögn um Jafnréttis- og mannréttindastefnu.
Lista- og menningarráð leggur til að umfjöllun um aðgengi verði víkkuð út þannig að hún nái ekki eingöngu til opinberra stofnana heldur líka til annarrar þjónustu í bæjarfélaginu. Einnig að í umfjöllun um fræðslu um fjölbreytileika verði nefnd dæmi um hvers konar fræðslu, t.d. hinsegin fræðslu. Þá er lagt til að undir liðnum menntun, tómstundir og atvinna verði fjallað um mikilvægi að jöfnu aðgengi að menningarstarfsemi bæjarins.

Fundi slitið - kl. 10:00.