Lista- og menningarráð

156. fundur 05. september 2023 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23082767 - Staða sjóðs lista- og menningarráðs

Kynning á stöðu sjóðs lista- og menningarráðs.
Lagt fram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Drög að þarfagreiningu.
Drög að þarfagreiningu miðbæjarsvæðis Kópavogs lagt fram til kynningar. Lista- og menningarráð óskar eftir samtali við umhverfis- og samgöngunefnd og skipulagsráð um tillögurnar.

Fyrirspurn:
Hver er kostnaður við þær breytingar á starfssemi menningarhúsanna sem í heild er orðinn núna, allt frá skýrslu KGMP? Kostnaður við uppsagnir starfsmanna einnig talinn með sem og vinna við nýtt skipulag.
Margrét Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í lista- og menningarráði.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.23082768 - Fundartímar lista- og menningarráðs

Fundartímar ráðsins.
Breytingar á fundartímum ráðsins kl. 8:15 nema annað sé tekið fram:
4. okt., 24. nóv. (langur fundur vegna styrkúthlutana), 7. desember kl. 16, 26. jan., 23. feb., 22. mars, 26. apríl og 24. maí.

Bókun:

Mikil óregla hefur verið á fundartímum Lista- og menningarráðs á þessu kjörtímabili.

Á fyrsta fundi ráðsins á nýju kjörtímabili voru fundartímar næstu þriggja funda ákveðnir og fyrirhugaðir fundartímar færðir til bókar í fundargerð ráðsins eins og aðrar ákvarðanir þess. Öllum þremur fundartímanum var breytt án nokkurs samráðs við ráðið.

Ráðið ákvað svo næstu fundartíma og fóru þrír næstu fundir fram á þeim tíma sem ráðið hafði ákveðið auk þess sem haldinn var einn aukafundur 24. október. Fyrsti fundur sem fyrirhugaður var á þessu ári átti að vera þann 18. janúar s.l. en var felldur niður eftir að í ljós kom að ráðið gat ekki orðið við ósk formanns um að færa fundinn. Næsti fundur þar á eftir var fyrirhugaður 15. febrúar færður til 27. febrúar að ósk eins ráðsmanns en nýr fundartími ekki borinn undir ráðsfólk og var það fyrsti fundur ársins. Næsta fund átti að halda 15. mars en þeirri dagsetningu var breytt í 22. mars á fundi nefndarinnar í lok febrúar auk þess sem ákveðið var að halda fundi þann 26. apríl og 24. maí. Þann 28. mars, 30. mars og 11. apríl voru svo haldnir aukafundir í ráðinu en fastsettar dagsetningar 26. apríl og 24. maí stóðust auk þess sem fundað var 7. júní.

Ákveðið var á fundi ráðsins þann 24. maí s.l. að festa fundartíma nefndarinnar þannig að fundir skyldu vera fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 8:15 og þann 30. maí s.l. voru send út fundarboð fyrir næstu 10 fundi ráðsins samkvæmt fastsettum tíma. Fyrsti fundur ráðsins var boðaður miðvikudaginn 6. september kl. 8:15 en þann 17. ágúst sendi starfsmaður ráðsins að beiðni formanns út breytt fundarboð og var fundartíminn færður fram um sólarhring að ráðinu forspurðu. Í dag 5. september fór formaður ráðsins fram á að færa alla fundi vetrarins yfir á aðrar dagsetningar og var það gjört.

Á þessu kjörtímabili hefur ráðið nú fundað 16 sinnum en einungis sex þeirra funda hafa farið fram á þeim tíma sem ráðið hefur ákveðið. Fjórir fundanna voru aukafundir, einn upphafsfundur en fimm sinnum hefur formaður ráðsins sniðgengið ákvörðun ráðsins um fundartíma og ákveðið nýjan tíma án alls samráðs við ráðið.

Sá ófyrirsjáanleiki sem hefur verið á fundartímum ráðsins er ekki góður en verri er þó sú lítilsvirðing sem formaður sýnir lýðræðislegum ákvörðunum ráðsins. Það er ótækt að ákvörðunum ráðsins sé breytt einhliða af formanni þess. Til þess hefur hann ekki vald.

Margrét Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í lista- og menningarráði.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.23083069 - Aðventan í Kópavogi 2023

Viðburðir á aðventunni í Kópavogi.
Lista- og menningarráð óskar eftir tillögum frá forstöðumanni menningarmála og starfsfólki menningarhúsanna að dagskrá fyrir aðventuna 2023 fyrir næsta fund. Einnig er samþykkt að halda áfram með jólakortið og val á jólahúsi Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.23081761 - Styrkir frá lista- og menningarráði árið 2024

Auglýsing fyrir styrki úr lista- og menningarsjóði.
Lista- og menningarráð samþykkir að auglýsingin verði með sama sniði og síðast.

Aðsend erindi

6.23052152 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um stöðu menningarstofnanna

Staða menningarhúsanna í kjölfar breytinga í apríl 2023.
Lista- og menningarráð þakkar fyrir samantektina og óskar eftir að skjalið verði notað áfram sem lifandi vinnuskjal og liggi fyrir á næstu fundum. Ráðið vill einnig minna á að í starfshópi um Salinn verði fulltrúar frá Tónlistarskóla Kópavogs og lista- og menningarráði og leggur áherslu á að starfshópurinn verði myndaður sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 10:15.