Lista- og menningarráð

157. fundur 04. október 2023 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23082767 - Staða sjóðs lista- og menningarráðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs
Lagt fram og kynnt.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Svar við fyrirspurn vegna kostnaðar við breytingar á starfsemi menningarhúsanna.
Málinu frestað til næsta fundar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.23083069 - Aðventan í Kópavogi 2023

Viðburðir í Kópavogi á aðventunni 2023.
Lista- og menningarráð fagnar fjölbreyttri og metnaðarfullri aðventudagskrá og leggur til að forstöðumaður menningarmála vinni áfram með þessar hugmyndir.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.23052152 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um stöðu menningarstofnanna

Farið yfir stöðu menningarhúsanna í kjölfar breytinga sl. vor.
Lagt fram til kynningar. Ráðið óskar eftir kynningu frá forstöðumanni bókasafnsins og forstöðumanni UT vegna forsögu um kaup á bókaboxi og kostnaði sem því fylgir.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.2210762 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Kynning á skýrslu Hamraborg Festival 2023
Lista- og menningargarráð þakkar stjórnendum Hamraborg Festival greinagóða kynningu og óskar þeim til hamingju með frábæra hátíð sem bæjarbúar geta verið stoltir af.

Gestir

  • Snæbjörn Brynjarsson - mæting: 08:50

Aðsend erindi

6.23091973 - Ályktun frá Félagi íslenskra tónlistarmanna varðandi málefni Salarins

Ályktun frá FÍT.
Lagt fram og rætt.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata taka undir ályktun FÍT - klassískrar deildar FÍH um þá hluti sem mikilvægt er að hafa í huga við skipun og vinnu starfshópsins en benda á að lista- og menningarráð kemur því miður ekki að skipun starfshópsins.

Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Elvar Bjarki Helgason, fulltrúi Viðreisnar
Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs
Margrét Ásta Arnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Pírata

Aðsend erindi

7.23091688 - Fyrirspurn frá safnaráði varðandi framtíð Náttúrufræðistofu Kópavogs

Fyrirspurn frá Safnaráði varðandi framtíð Náttúrufræðistofu.
Lagt fram og rætt.

Aðsend erindi

8.2310068 - Áskorun til bæjarstjórnar Kópaogsbæjar vegna stöðu Salarins

Ályktun frá Fagfélagi Klassískra söngvara á Íslandi
Lagt fram og rætt.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata taka undir þær áhyggjur sem koma fram í ályktun Klassís og sjónarmið þeirra.

Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Elvar Bjarki Helgason, fulltrúi Viðreisnar
Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs
Margrét Ásta Arnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Pírata

Með ráðningu nýs forstöðumanns og stofnunar starfshóps um hlutverk Salarins, verður ráðist í það verkefni að kortleggja hvernig unnt sé að efla enn frekar starfsemina þannig að fleira fólk njóti dagskrárinnar í Salnum, jafnt klassískra sem og annarra tónleika.
Kópavogsbær hyggst áfram leiða öflugt menningarstarf í menningarhúsunum og með endurskoðun á starfsemi húsanna verði menningar- og mannlífið enn öflugra en verið hefur og að bærinn standi sannarlega undir nafni sem MENNINGARBÆRINN KÓPAVOGUR.

Elísabet Sveinsdóttir, formaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Jónas Skúlasaon, fulltrú Framsóknarflokks
Helga Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks

Fundi slitið - kl. 10:00.