Lista- og menningarráð

161. fundur 06. mars 2024 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23052152 - Fyrirspurn Elvars Bjarka Helgasonar um stöðu menningarstofnanna

Bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarritari Pálmi Þór Másson og bæjarlögmaður Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, fara yfir stöðu og þróun á þeim breytingum sem gerðar hafa verið í menningarhúsunum í kjölfar samþykktra breytinga í apríl 2023. Gestir yfirgáfu fundinn 9:20.

Bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vina Kópavogs og Viðreisnar árétta að samkvæmt 9. gr. erindisbréfs ráðsins er það hlutverk þess að fara með og sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til bæjarráðs um þau mál og að lista- og menningarráð fer með málefni stofnana sem starfa að menningarmálum í Kópavogi. Í þessu ferli hefur ráðið síendurtekið verið sniðgengið í ákvörðunartöku sem er ótækt.

Margrét Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi samfylkingar
Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs
Árni Pétur Árnason, áheyrnarfulltrúi Pírata
Elvar Bjarki Helgason, fulltrúi Viðreisnar

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.2403084 - 17. júní 2024

Staðsetning 17. júní hátíðarhalda í Kópavogi árið 2024.
Lista- og menningarráð leggur til að hátíðarhöldin fari fram á þremur stöðum eins og á síðasta ári, á Rútstúni, við Versali og á útisvæðinu við menningarhúsin.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.2312630 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn frá Söngvinum í Kópavogi. Umsókn tekin fyrir að nýju eftir að frekari upplýsinga hefur verið aflað.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita kór eldri borgara styrk að upphæð kr. 200.000,-

Almenn mál

4.24021713 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2024

Auglýst eftir Bæjarlistamanni Kópavogs 2024.
Lista- og menningarráð samþykkir að auglýst verði eftir bæjarlistamanni Kópavogs 2024. Valið mun fara fram á fundi ráðsins 26. apríl.

Fundi slitið - kl. 10:15.