Lista- og menningarráð

162. fundur 22. mars 2024 kl. 08:15 - 10:23 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Ingólfsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Dagskrá
Tillaga frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundar með afbrigðum skv. 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar: a) að brjóta upp lið 5 eftir fyrirspurnum undir málinu í sérstök mál b) taka inn á dagskrá fundar erindisbréf ráðsins c) að kostnaður vegna flutnings Héraðsskjalasafns verði tekin inn á dagskrá fundar.

a) Tillaga frá Jónasi Skúlasyni um að máli nr. 5 á dagskrá fundar verði frestað til næsta fundar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta lið 5 til næsta fundar.
b) Hafnað með tveimur atkvæðum og hjásetu Sigrúnar Ingólfsdóttur að taka erindisbréf ráðsins inn á fund. Elvar Bjarki Helgason og Ísabella Leifsdóttir greiddu atkvæði með.
c) Hafnað með þremur atkvæðum og hjásetu Elvars Bjarka Helgasonar að kostnaður Héraðsskjalasafns verði til umræðu. Ísabella Leifsdóttir greiddi atkvæði með.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.24032597 - Styrkir til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi

Fyrirkomulag vegna úthlutun styrkja til tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.24032595 - Staða menningarhúsa Kópavogs í kjölfar breytinga bæjarstjórnar

Lagt fram til kynningar yfirlit á stöðu mála í menningarhúsunum í kjölfar samþykktra breytinga bæjarstjórnar í apríl 2023.
Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi þess að nú hefur forstöðumaður Salarins látið af störfum vil ráðið hvetja til þess að starfshópur Salarins sé stofnaður sem fyrst. Jafnframt vill ráðið gjarnan sjá þar fulltrúa bæði úr meiri- og minnihluta Lista- og menningarráðs sem og fulltrúa frá Tónlistarskóla Kópavogs."

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.24031673 - Styrkbeiðni varðandi norræna menningarhátíð heyrnarlausra árið 2026 á Íslandi

Frá Félagi Heyrnarlausra, dags. 11.03.2024, lögð fram beiðni til bæjarráðs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300-500 þúsund til að halda Norrænt mót fyrir döff eldri borgara 2025 og Norrænt menningarmót heyrnarlausra 2026.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu lista- og menningarráðs.
Ráðið hafnar umsókninni með fimm atkvæðum og bendir umsækjanda á að sækja um með formlegum hætti þegar úthlutun úr sjóðnum verður auglýst næsta haust.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.24032170 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson óskar eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til að halda hverfishátíðina Kársneshátíð við Borgarholtsbraut 19 í sumar.
Ráðið hafnar umsókninni með fimm atkvæðum.
Fundarhlé kl. 10:12. Fundi fram haldið kl. 10:19.

Aðsend erindi

5.24021708 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna tilfærslu verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs

Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Tillaga frá Jónasi Skúlasyni um að málinu verði frestað til næsta fundar.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

Árni Pétur Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Áheyrnarfulltrúi Pírata harmar að meirihluti ráðsins hafi hafnað tillögu þess efnis að setja umræðu um kostnað við flutning safnkosts Héraðsskjalasafns á dagskrá. Áætlaðar breytingar á lögum um opinber skjalasöfn virðast munu auka kostnað bæjarins við flutning safnkosts mjög og erindi og umræður við gesti fundarins studdu þann grun. Enn hefur formleg kostnaðaráætlun fyrir flutningana ekki verið unnin og því telur undirritaður rétt að flutningi safnkostsins verði frestað þar til kostnaður hefur verið metinn og gengið úr skugga um að fjárheimildir séu til fyrir áætluðum útgjöldum. Einnig telur undirritaður rétt að setja stofnskrá safnsins aftur í gildi svo vafi sé tekin af um umboð starfsmanna safnsins til að sýsla með gögn þess."
Margrét Vilborg Tryggvadóttir og Ísabella Leifsdóttir taka undir bókunina.

Árni Pétur Árnason, Elvar Bjarki Helgason, Margrét Vilborg Tryggvadóttir og Ísabella Leifsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
"Við hörmum að meirihluti ráðsins hafi í krafti liðsmunar frestað svari fyrirspurna sem bárust með mánaðarfyrirvara. Í beiðninni var skýrt að beðið væri um skrifleg svör við skýrum fyrirspurnum er varða mikilvæg atriði fyrir flutning safnkostsins, svo sem kostnað og persónuvernd, en það mun nú frestast fram yfir áætlaðan upphafsdag skilaskyldra skila til Þjóðskjalasafns."

Meirihluti ráðsins leggur fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti lista- og menningarráðs ítrekar að ákvörðun um flutning Héraðsskjalasafnsins er á forræði bæjarstjórnar. Öllum fyrirspurnum hefur verið oft og ítarlega verið svarað af starfsmönnum bæjarins og lögð er áhersla á að staðið sér vel og faglega að verki á öllum stigum. Fjárhagsáætlun Héraðsskjasafnsins liggur fyrir fyrir árið 2024 og flutningar safnsins fellur þar undir. Tímasett áætlun um flutning hefur verið unnin og kynnt."

Gestir

  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:02
  • Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður - mæting: 09:02

Aðsend erindi

6.24032593 - Erindi Árna Péturs Árnasonar varðandi fundartíma lista- og menningarráðs

Erindi frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata um fundartíma lista- og menningarráðs.
Ráðið hefur fest fundi fram í maí og verður fundartími endurskoðaður fyrir haustið.

Árni Pétur Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Áheyrnarfulltrúi Pírata leggur áherslu á að breyta þurfi fundatíma og lengd til þess að létta á tímapressu sem hefur verið á fundum ráðsins. Núverandi fyrirkomulag morgunfunda sem hefjast skulu klukkan 8:15 og enda klukkan 10:00 veldur því að oft tekst ekki að ræða mál nógu vel og að fresta þarf liðum sem nauðsynlegt er að ræða."

Aðsend erindi

7.24032591 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi fundargerðir lista- og menningaráðs

Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi fundargerðir lista- og menningarráðs.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:23.