Lista- og menningarráð

368. fundur 10. janúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.1011281 - Fjárhagsáætlun 2011. Lista- og menningarráð.

Rætt um fjárhagsáætlun 2011. 

Í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu hefur lista- og menningarráð ákveðið að halda útgjöldum ráðsins í lágmarki á árinu 2011.  Ekki verður auglýst eftir styrkumsóknum á árinu 2011. 

2.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör 2011.

Dagskrá Ljóðstafs Jóns úr Vör 2011 kynnt. 

3.1101206 - Safnanótt 2011.

Safnanótt verður haldin föstudaginn 11. febrúar 2011 frá kl. 19-24.  Farið yfir dagskrá menningarstofnananna í Kópavogi.

4.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Bæjarráð óskaði eftir umsögn um Umhverfisstefnu Kópavogs.

 

Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju sinni með Umhverfisstefnu Kópavogs.

5.910185 - Böðvar Þórisson, umsókn um styrk frá Lista- og menningarráði, haust ""09, vegna verks í minningu um

Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.1010010 - Guðmundur Viðarsson, umsókn um styrk frá lista- og menningarráði vegna verkefnisins Kópavogur þá og

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 650.000, enda verði sýningin opnuð þann 17. júní 2011 og verkin verði eign bæjarins.

7.1010003 - Nína Margrét Grímsdóttir. Beiðni um styrk vegna píanóleiks í tengslum við opnun á sýningu á verkum S

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins allt að kr. 250.000 enda komi tekjur af tónleikunum til frádráttar heildarstyrkupphæð.

8.1010069 - Karlakórinn Þrestir, umsókn um styrk frá lista- og menningarráði vegna tónleikahalds vegna sýningar

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins allt að kr. 500.000 enda komi tekjur af tónleikunum til frádráttar heildarstyrkupphæð.

Fundi slitið - kl. 19:00.