Skipulagsnefnd

1276. fundur 02. maí 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Jón Finnbogason sat fundinn í stað Guðmundar Gísla Geirdal.

1.1603020 - Bæjarráð - 2815. Fundur haldinn 31. mars 2016.

Skipulagsnefnd, dags. 21. mars 2016.
1274. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

0904223 - Skógarhjalli hraðahindranir/Dalvegur gangbraut.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefnar til úrvinnslu.

2.1604005 - Bæjarstjórn - 1135. Fundur haldinn 12. apríl 2016.

1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð, og samþykkir stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið.

1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.Guðmundur Gísli Geirdal vék af fundi undir þessum lið.

1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1604008 - Bæjarráð - 2817. Fundur haldinn 14. apríl 2016.

1603019F - Skipulagsnefnd, dags. 11. apríl 2016.
1275. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11. Kynningu lauk 14.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með tilvísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 og í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3 lagt fram að nýju og hafa eftirfarandi leiðréttingar verið gerðar á framlögðum gögnum; Skipulagsuppdrætti, greindargerð skipulagsskilmálum, skýringarhefti og umsögn.
1. Afmörkun deiliskipulags hefur verið samræmt afmörkun deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
2. Á skipulagsuppdrætti hafa verið teknar út fyrirhugaðar breytingar sbr. skipulagslýsingu þróunarsvæðis Auðbrekku.
3. Þau hús sem fyrirhugað er að fjarlægja eru auðkennd á skýringarmyndum.
4. Leiðbeinandi lína hæðarskila er auðkennd í skýringum en tákn um manir tekið út.
5. Texti í greinargerð og skilmálum um viðmið, skilti og gerð húsagatna, vistgötur, torg og þróunarsvæði hefur verið lagfærður.
Með breyttri tillögu Auðbrekku var einnig lagt fram á fundi skipulagsnefndar breytt mörk deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar samþykkt í bæjarstjórn 14. september 2004. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Hjalta Steinþórssonar hrl. dags. 18.3.2014, f.h. Konráðs Adolphssonar. Í erindi er óskað eftir heimild skipulagsnefndar til að leggja inn tillögu að deiliskipulagi Oddfellowbletts við Hólmsá. Í tillögu fælist að reisa íbúðarhús ásamt hesthúsi á lóðinni. Skipulagsnend hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag. Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

1604224 - Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með vísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku - Nýbýlavegar dags. 11.4.2016. Í tillögunni felst að mörkum deiliskipulagssvæðisins er breytt í samræmi við ný mörk deiliskipulags þróunarsvæðis Auðbrekku.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602444 - Hófgerði 2. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3. Kynningu lauk 31.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1604201 - Kambavegur / Turnahvarf / Tónahvarf. Spennistöðvar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs - athafnasvæði, svæði IV. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð fyrir dreifistöð OR á bæjarlandi. Tillagan er sett fram í deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 11.4.2016 í mkv. 1:1000. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1604013 - Bæjarráð - 2818. Fundur haldinn 20. apríl 2016.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 14. apríl sl.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1604019 - Bæjarstjórn - 1136. Fundur haldinn 26. apríl 2016.

1604013F - Bæjarráð, dags. 20. apríl 2016.

2818. fundur bæjarráðs í 16. liðum.
Lagt fram.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 14. apríl sl. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11. Kynningu lauk 14.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með tilvísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 og í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3 lagt fram að nýju og hafa eftirfarandi leiðréttingar verið gerðar á framlögðum gögnum; Skipulagsuppdrætti, greindargerð skipulagsskilmálum, skýringarhefti og umsögn.
1. Afmörkun deiliskipulags hefur verið samræmt afmörkun deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
2. Á skipulagsuppdrætti hafa verið teknar út fyrirhugaðar breytingar sbr. skipulagslýsingu þróunarsvæðis Auðbrekku.
3. Þau hús sem fyrirhugað er að fjarlægja eru auðkennd á skýringarmyndum.
4. Leiðbeinandi lína hæðarskila er auðkennd í skýringum en tákn um manir tekið út.
5. Texti í greinargerð og skilmálum um viðmið, skilti og gerð húsagatna, vistgötur, torg og þróunarsvæði hefur verið lagfærður.
Með breyttri tillögu Auðbrekku var einnig lagt fram á fundi skipulagsnefndar breytt mörk deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar samþykkt í bæjarstjórn 14. september 2004. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipula

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Hjalta Steinþórssonar hrl. dags. 18.3.2014, f.h. Konráðs Adolphssonar. Í erindi er óskað eftir heimild skipulagsnefndar til að leggja inn tillögu að deiliskipulagi Oddfellowbletts við Hólmsá. Í tillögu fælist að reisa íbúðarhús ásamt hesthúsi á lóðinni. Skipulagsnend hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

1604224 - Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með vísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku - Nýbýlavegar dags. 11.4.2016. Í tillögunni felst að mörkum deiliskipulagssvæðisins er breytt í samræmi við ný mörk deiliskipulags þróunarsvæðis Auðbrekku. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602444 - Hófgerði 2. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3. Kynningu lauk 31.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

1604201 - Kambavegur / Turnahvarf / Tónahvarf. Spennistöðvar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs - athafnasvæði, svæði IV. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð fyrir dreifistöð OR á bæjarlandi. Tillagan er sett fram í deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 11.4.2016 í mkv. 1:1000. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

6.16041210 - Auðbrekka 28-30. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Kristjáns G. Leifssonar, dags. 29.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta 2. og 3. hæð Auðbrekku 28-30 úr iðnaðarhúsnæði í tvær íbúðir. Svölum er bætt við á suður- og norður gafl hússins á 3. hæð sbr. uppdráttum dags. 29.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 32; Löngubrekku 32, 41, 43, 45 og 47.

7.16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016.
Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.16041208 - Eskihvammur 2. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Benjamíns Magnússonar, dags. 31.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að breyta einbýlishúsi í tvíbýli. Ein íbúð verður á hvorri hæð, bílskúr verður hluti af íbúð á neðri hæð. Á lóð verða fjögur bílastæði sbr. uppdráttum dags. 31.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Eskihvamms 4; Víðihvamms 21, 23 og 25; Birkihvamms 21, 22; Reynihvamms 24 ásamt Orkuveitu Reykjavíkur.

9.16041207 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14 .

10.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2016 var lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Atvinnu- og íbúðarsvæði sunnan Fífuhvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs 15. janúar 1994 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 2000 ásamt matslýsingu og umhverfisskýrslu dags. 18. janúar 2016.

Tillagan gerir ráð fyrir að í stað opins bæjarlands þar sem fyrir er göngustígur, hljóðveggir og manir komi beygjuafrein 3,5 metrar á breidd við gatnamót Fífuhvammsvegar og Lindarvegar norðvestan lóðarinnar Fífulind 13 og 15 og að komið verði fyrir tvöföldum hjólastíg sem áætlaður er 3 m og göngustíg sem er 2 metrar að breidd meðfram Lindarvegi frá Fífuhvammsvegi að undirgöngum við Álalind. Einnig er gert ráð fyrir nýjum hjólaleið meðfram Lindarvegi með breikkun götunar um rúmlega 1 meter frá Fífuhvammsvegi að Álalind. Lega magna og hljóðveggja breytist. Hringtorg á gatnamótum Bæjarlindar og Lindarvegar færist til norðvestur miðað við legu hringtorgs á samþykktum deiliskipulagsuppdrætti Fífuhvammslands, vesturhluta frá 15. janúar 1995.
Skipulagsnefnd samþykkti ofangreinda matslýsingu og umhverfisskýrslu og samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Tillögunni var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 21. janúar 2016 var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar 26. janúar 2016 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.

Með tilvísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. mars 2016 sem og bréf dags. 18. maí 2010 hafa verið gerðar eftirtaldar lagfæringar á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu.

1.
Umhverfisskýrsla og greinargerð heita nú "tilkynning til ákvkörðunar um matsskyldu" þangað til að skipulagsstofnun hefur tekið fyrirhugaða framkvæmd til málsmeðferðar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.

2.
Í greinargerð hefur verið gerð ítarlegri framkvæmdalýsing og á því landi sem raskað verður.

3.
Tilvísun í kafla 3.1 í umhverfisskýrslu leiðrétt.

4.
Gerð grein fyrir núverandi umferðarmagniog vetrar- og ársmeðaltali köfnunarefnisdíoxíðs á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði í kafla 3.2 í umferðarskýrslu.

5.
Misræmi í mynd 3 og texta greinargerðar leiðrétt. Mynd 3 sýndi reiknað ársmeðalt svifryks. Búið er að bæta við mynd sem sýnir sólarhringsmeðaltal svifryks. Einnig hefur verið bætt við mynd sem sýnir klukkustundarmeðaltal köfnuarefnisdíoxíðs.

6.
Ekkert veghelgunarsvæði tilheyrir Lindarvegi og hefur greinargerð og umhverfisskýrslu verið breytt í samræmi við það.

7.
Í töflu 2 í umhverfisskýrslu er nú vitnað í ný lög um náttúruvernd nr. 60/2013.

8.
Í greinargerð er fjallað um hvaða viðeigandi ráðstafanir verða gerðar náist ekki að lækka hljóðstigið og uppfylla kröfur á efti hæðum aðliggjandi húsa. Jafnframt er greint frá að ef hávaði frá umferð á efti hæðum nærliggjandi húsa verður eftir mótvægisaðgerðir það hár að lögboðið jafngildishljóðstig innanhúss með lokaða glugga fer yfir 30 dB(A) munu bæjaryfirvöld í samræmi við 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kosta lagfæringu á gluggum.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með ofangreindum breytingum.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags.

Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17.

Steingrímur Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

12.16041353 - Hafnarbraut 27. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Zeppelin arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 12.4.2016. þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 27. Í breytingunni felst að reisa 79 m2 viðbyggingu við norðurhlið hússins, reusa fjögur skýli á norður lóðamörkum og girða af vinnusvæði lóðar. Byggingarreitur viðbyggingar er 6 m x 13 m og hámarkshæð verður 4,3 m. Skýli við norður-lóðamörk verða 66,7 m2 að stærð hvert og hámarkshæð verður 5,2 m frá aðkomuhæð. Girðing umlykur vinnusvæði á norðurhluta lóðarinna og verður um 3,5 m á hæð sbr. updráttum dags. 12.4.2016.
Frestað.

13.16041354 - Hamraborg 1-3. Auglýsingaskilti

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi húsfélagsins í Hamraborg 1-3 þar óskað er eftir heimild til að hengja upp auglýsingaskilti á norður gafl hússins sbr. meðfylgjandi ljósmyndum.
Frestað.

14.1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32.

Lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016.
Frestað.

19.1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1602267 - Þverbrekka 8. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 10.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði við Þverbrekku 8. Í breytingingunni felst að bætt er við einni hæð ofan á húsið og því breytt í fjölbýli með 12 íbúðum. Í kjallara verða 7 bílastæði og á lóð verða 12 bílastæði eða 1,6 stæði pr. íbúð. Meðalstærð íbúða er 64 m2 og nýtingarhlutfall lóðar verður 0,87 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. 20.11.2015. Breytingin er í samræmi við staðfesta breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem tók gildi 15. október 2015. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þverbrekku 3 og 6; Fögrubrekku 23, 24, 25, 26, 27, 29, 31, 42 og 44. Kynningu lauk 20.4.2016. Athugasemdir bárust frá íbúum við Fögrubrekku 23, 25, 27, 29, 31, 42 og 44, dags. 13.4.2016; frá íbúum við Þverbrekku 6, dags. 17.4.2016; frá Kristínu Ólafsdóttur, Fögrubrekku 44, dags. 21.4.2016;
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

22.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög

Frá bæjarráði:
Lögð fram samningsdrög að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög um hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjali. Stjórn SSH samþykkti á fundi sínum þann 7. mars sl. að senda samningsdrögin til efnislegrar afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum. Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar og skipulagsnefndar til upplýsinga.
Kynnt.

23.1409469 - Markavegur 2, 3 og 4. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 18.4.2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarráðs Kópavogs frá 14.8.2014 um að samþykkja breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, fyrir lóðirnar nr. 2, 3 og 4 við Markaveg.
Kynnt.

Fundi slitið.