Skipulagsnefnd

1172. fundur 03. nóvember 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt frá erindi bæjarritara dags. 16. september 2009. Erindið varðar tillögu að breyttu nafni sviðsins í Umhverfissvið. Á fundi bæjarráðs 17. september 2009 er tillögunni vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarnefndar dags. 21. október 2009.

 Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindi um heiti sviðsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.907162 - Þinghólsbraut 12, kynning 7.mgr.43.gr.laga 73/97

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram bréf byggingarfulltrúa varðandi nr. 12 við Þinghólsbraut dags. 21. júlí 2009. Erindið varðar leyfi til breytinga á þakhæð hússins, aukið íbúðarými með því að settir verði kvistir.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 10. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þinghólsbrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6 ,7, 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Kópavogsbraut 45, 47, 49, 51, 53 og 55.
Kynning fór fram 25. september til 28. október 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

3.907163 - Nýbýlavegur 22, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram bréf byggingarfylltrúa dags. 21. júlí 2009. Erindið varðar leyfi til viðbyggingar nr. 22 við Nýbýlaveg. Byggt verði nýtt anddyri á jarðhæð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 10. júní ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Nýbýlavegs 14, 16, 18, 20, 24, 26, 28, 30 og 32 og Laufbrekku 14, 16, 18 og 20.
Kynning fór fram 1. október til 2. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

4.909190 - Sunnubraut 34, kynning sbr. 7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2009 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 34 við Sunnubraut. Í erindi lóðarhafa felst að óskað er eftir leyfi til að byggja 15 m² sólstofu sunnan hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:20 dags. 3. sept. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Sunnubraut 30,31, 32, 33, 35, 36, 37 og 38 og Þinghólsbraut 27, 29 og 31.
Kynning fór fram 1. október til 2. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

5.908083 - Digranesheiði 39, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 18. ágúst 2009. Erindið er skv. bréfi Einars V. Tryggvasonar arkitekts fh. lóðarhafa nr. 39 við Digranesheiði dags. 21. júlí 2009. Í erindinu felst að húsið verði endurbyggt að hluta, stöllun í þrepum breytt í eina hæð og stofa og anddyri stækkuð um 36 m². Þaki verði breytt úr risþaki í flatt þak og lækkar því um 1,4 m². Skipulagi lóðar verði breytt til samræmis. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,305 í 0,359.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. júlí ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Digranesheiði 24, 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35, 37, 41 og 43. Lyngheiði 14, 16, 18, 20 og 22.
Kynning fór fram 1. október til 2. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

6.907165 - Hlégerði 19, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 19 við Hlégerði dags. 21. júlí 2009. Í erindi felst ósk um leyfi til viðbyggingar 10 m² anddyri á jarðhæð með svölum á efri hæð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. júní ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlégerði 8, 10, 12, 14, 15, 16, 17, 21, 23 og 25.
Kynning fór fram 29. september til 2. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt frá að nýju.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

7.910065 - Boðaþing 1-3,10-12,14-17, 18-20, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi THG arkitekta dags. 10. október 2009 fh. lóðarhafa nr. 1-3, 10-12, 14-16 og 18-20. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi (7. ágúst 2009). Í Boðaþingi 1-3, 14-16 og 18-20 verði íbúðum fjölgað um 6 í hverju húsi, úr 28 í 34 í hverju húsi, alls 18 íbúðir. Byggingarmagn verður óbreytt. 18 íbúðir stærri en 80 m² og 16 íbúðir minni en 80 m². Bílastæðum fjölgi um alls 12, úr 48 í 60.
Í Boðaþingi 10-12 verði íbúðum fjölgað um 6, úr 28 í 34. Byggingarmagn verður óbreytt. 28 íbúðir stærri en 80 m² og 6 íbúðir minni en 80 m². Bílastæðum fjölgi um 14, úr 48 í 62.
Samtals fjölgar íbúðum í húsunum fjórum um 24 og bílastæðum fjölgi við húsin fjögur um 26.
Alls eru á deiliskipulagi þessara lóða 112 íbúðir, en verða 136 skv. tillögunni.
Alls eru á deiliskipulagi þessara lóða 192 bílastæði, en verða 218 skv. tillögunni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. okt. ´09 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela lóðarhafa að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi og leggja fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

8.910469 - Vatnsendi-Þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. nóvember 2009. Erindið varðar breytingu á Aðalskipulagi Vatnsenda-þing, suðursvæði, sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. apríl 2005.
Breytingin varðar fjölda íbúða í Boðaþingi. Í gildandi Aðalskipulagi er gert ráð fyrir m.a. 140 íbúðum í tengslum við þjónustu aldraðra. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í um 164 íbúðir. Aðalskipulagsbreyting þessi er unnin í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi, sjá mál 0910065-Boðaþing 1-3,10-12,14-17, 18-20.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/97 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, breyting.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breytingu á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan nær til svæðisins sunnan Vatnsvíkur sbr. uppdrátt 1:50.000 og greinargerð dags. í október 2009.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn aðliggjandi sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

GÓJ vék af fundi eftir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.