Skipulagsnefnd

1223. fundur 05. mars 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1302004 - Bæjarráð - 2673, fundur haldinn 7.2.2013

1301018F - Skipulagsnefnd, 5. febrúar
1222. fundur. Lagt fram.

1212232 - Austurkór 49 til 61, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1209390 - Boðaþing 11 - 13. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Boðaþing 11-13 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1212180 - Kópavogsbraut 41, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1212210 - Austurkór 84-86, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1212179 - Þorrasalir 27, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

2.1302007 - Bæjarstjórn - 1071, fundur haldinn 12.2.2013

1302004F - Bæjarráð, 7. febrúar
2673. fundur. Lagt fram.

1212232 - Austurkór 49 til 61, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísað tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum og samþykkir framlagða tillögu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1209390 - Boðaþing 11 - 13. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Boðaþing 11-13 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísað tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu.

1212180 - Kópavogsbraut 41, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu.

1212210 - Austurkór 84-86, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu.

1212179 - Þorrasalir 27, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu.

1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir með átta atkvæðum afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu.

1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði kynnt.

3.1301184 - Bergsmári 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Andrésar Narfa Andréssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er 25,2m2 viðbygging á suðurhlið hússins, 4,2m x 6m að stærð. Byggingarreitur færist um 0,8m til suðurs miðað við samþykkta skilmála sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 23.október 2012. Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Bergsmára 8 og 12 auk Bollasmára 5, 7 og 9. Kynningu lauk 15.2.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Árna Kjartanssonar, atkitekts Gláma-Kím, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja við húsið um 40 m að grunnfleti á tveimur hæðum og um 70 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,2 í 0,29. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 23.11.2012. Kynningu lauk 25.1.2013. Athugasemd barst frá Magnúsi Skúlasyni, Þinghólsbraut 20, dags. og mótt. 7.1.2013. Einnig lagt fram bréf frá Rósu Sveinsdóttur og Jóhannesi Tómasson, Mánabraut 16 dags. 15.1.2013 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Málinu var frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umögn um framkomna athugasemd.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.2.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1301310 - Austurkór 43-47. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag fyrir lóðir nr. 43-47 við Austurkór. Í breytingunni felst að reist verða þrjú hús í stað fjögurra áður. Þá breytist hámarksgrunnflötur í 160m2 frá 124m2/106m2 og verða öll hús jafnstór. Hús eru fyrirhuguð á einni hæð og hámarkshæð 4,8m. Gert er ráð fyrir innbyggðri bílgeymslu í hverju húsi. Lóðamörk breytast en fjöldi bílastæði verður sá sami eða tvö bílastæði á lóð sbr. uppdráttum dags. 7.1.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 35-41, 49-53; Arakórs 1 og 2; Almannakórs 1.
Þá lögð fram kynningargögn með áritun fyrrgreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu dags. 4.3.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1302745 - Brekkutún 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ASK arkitekta f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja 21,8m2 skála á vesturhlið íbúðarhússins. Einnig er stækkað við húsið á þremur öðrum stöðum og glerþak kemur ofan á viðbætur sem samtals eru 14,4m2. Heildarstækkun er því 36,1m2 og hækkar nýtingarhlutfall úr 0,52 í 0,6 sbr. uppdráttum dags 19.2.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Brekkutún 9, 11, 15, 17, 19, 21 og 23 ásamt Álfatún 37.

7.1302744 - Hófgerði 6. Umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hauks Viktorssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um leyfi til að byggja 58m2 bílskúr í norðvestur horni lóðarinnar og skýli yfir innkeyrslu lóðar. Skýlið er 2,6m á hæð, 12m langt og 3,6m á breidd sbr. uppdráttum dags. 7.2.2013.
Frestað.

8.1302683 - Gnitakór 5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga frá Teiknistofunni Óðinstorgi að breyttu deiliskipulagi fyrir Gnitakór 5. Í breytingunni felst að neðri hæð hússins verður breytt í sjálfstæða íbúð. Eitt bílastæði bætist við á lóðinni sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. í febúrar 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum

við Gnitakór 1, 1a, 2, 3, 4, 6 og 7 ásamt Fjallakór 4 og 6.

9.1211244 - Grænatún 20, umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Einars Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í tillögunni er fallið frá fyrri breytingartillögu sem var grenndarkynnt í desember 2012. Í stað þess er sótt um að rífa húsið sem stendur á lóðinni við Grænatún 20 og byggja parhús á tveimur hæðum sbr. teikningum dags. í mars. 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum

Grænatúns 16, 18, 22, 24, Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegar 100, 102 og 104.

10.1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi

Lagt fram erindi Argos arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja nýjan sólskála í stað þess sem brann. Nýi skálinn stækkar í grunnfleti um 5,7m2 og hækkar um 0.94m á suðurhlið og 1,69m á norðurhlið. Þá er sótt um að reisa 2m háa girðingu á lóðamörkum við Álfhólsveg 89 sbr. uppdráttum dags. 7.2.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum

við Selbrekku 6 og 10, ásamt Álfhólsveg 85, 87, 89, 91 og 93.

 

Hreggviður Norðdahl vék af fundi undir þessum lið.

11.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli. Húsnæðismál.

Lagt fram erindi umhverfissviðs í febrúar 2013 um færanlegar kennslustofur á lóð Hörðuvallaskóla við Baugakór 38. Í erindinu er sótt um að fjölga færanlegum kennslustofum um fjórar á lóð skólans sbr. meðfylgjandi uppdrætti ALARK arkitekta dags. í febrúar 2013. Um er að ræða fjórar 60m2 kennslustofur úr timbri, 6,7 x 12,7 metrar að stærð auk tengibyggingar. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir nýjum bílastæðum til bráðabirgða við Rjúpnaveg í framtíðarvegstæði breikkaðrar götu og mun stígakerfi aðliggjandi svæðis tengjast þessum nýju bílastæðum. Gert er ráð fyrir "sleppistæði" nyrst á þessu svæði.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Baugakór 8, 10, 12, 14 og 16.

12.1011193 - Kópavogstún 10-12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að fara út fyrir byggingarreit á efstu hæð hússins. Um er að ræða svæði sem er 1 x 8,8m í báðum álmum hússins sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 28.2.2013.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Haralds Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að lóðinni við Ennishvarf 27 er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir. Lóð nr. 27a verður 844m2, lóð nr. 27b verður 792m2 og byggingarmagn á hvorri lóð fyrir sig verður 250m2 auk möguleika á 50m2 innbyggðri bílageymslu. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð sbr. uppdráttum dags. 4.3.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum

við Ennishvarf 14, 16, 18, 20, 21, 23, 25 og 29.

14.1301687 - Skilti, verklag

Lögð eru fram drög að verklagi fyrir skilti í bæjarfélaginu frá umhverfissviði dags. í febrúar 2013.

Lagt fram og kynnt.

15.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun aðalskipulagsins 2001-2024. Verkefnalýsing skipulags

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar dags. 28.2.2013. Þar kemur fram að með vísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, er verkefnislýsing endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur lögð fram að nýju til kynningar. Ekki er nauðsynlegt að gera nýja umsögn við verkefnislýsinguna þar sem engar breytingar hafa verið gerðar á henni.

Lagt fram.

16.810496 - Svæðisskipulag. Græni trefillinn.

Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 4.3.2013 varðandi ákvörðun setts umhverfisráðherra á staðfestingu breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, "Græni trefillinn." Þar kemur fram að settur umhverfisráðherra, Guðbjartur Hannesson, sér ekki tilefni til að hagga við þeirri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins frá 20.12.2002 sem umhverfisráðherra staðfesti 23.2.2010 skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga og auglýsing nr. 197/2010 var birt um í B-deild Stjórnartíðinda 10.3.2010.

Lagt fram.

17.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Lagt fram bréf frá Lex lögmannsstofu dags. 26.2.2013 f.h. Sigríðar Karlsdóttur og Ragnars B. Ingvarssonar. Þar kemur fram að rekstri hárgreiðslustofu í fasteigninni verði hætt frá og með 28. febrúar 2013. Á bréfi frá Lex er áritun nýrra kaupenda þar sem kemur fram að þeim hafi verið kynnt að rekstrarleyfi fylgi ekki eigninni að Lindasmára 20. Beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar er því afturkallað.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli ofangreindra gagna að afturkalla breytingu á deiliskipulagi Lindasmára 20, dags. 22. nóvember 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2011. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1109281 - Borgarholtsbraut 15. Aðkoma.

Lagt fram bréf frá Forum Lögmönnum dags. 12. febrúar 2013 er varðar dóm Hæstaréttir nr. 439/2012 frá 7.2.2013. Í dómnum er Kópavogsbær sýknaður af kröfum Sigurðar Jónssonar þar hann krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun um að hafna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Í bréfi er þess krafist að bærinn leggi fram tillögu að breyttu deiliskipulagi er varðar aðgengi að húsinu við Borgarholtsbraut 15.

Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

19.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalveg austan Fífuhvammsvegar að Nýbýlavegi. Í tillögunni felst að nýrri akrein og tveimur nýjum hringtorgum er komið fyrir, annars vegar á móts við Dalveg 14 og 16 og hins vegar Dalveg 24 og 26. Núverandi gatnamót og gata milli Dalvegar 18 og 24 er felld út. Ný gata (tengibraut ) tengir Dalveg og Reykjanesbraut milli Dalvegar 24 og 26. Fyrirhuguð breyting á Dalvegi breytir lóðafyrirkomulagi á Dalvegi nr. 2, 10-14, 16 og 18 þar sem lóðir minnka og aðkoma breytist. Á lóð nr. 20 við Dalveg er gert ráð fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum og inndreginni þakhæð. Aðkoma breytist og lóð minnkar. Á lóð nr. 22 er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn aukist um 2400 m2. Aðkoma breytist og lóð minnkar. Á lóðunum 24 og 26 við Dalveg er gert ráð fyrir að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og skrifstofuhúsnæði á fjórum hæðum auk inndregna þakhæða. Bílakjallarar verða á tveimur hæðum. Við Dalveg 28 verður heimilað að byggja eina hæð við núverandi húsnæði, auka byggingarmagn og koma fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 30 stæði sbr. teikningum í mvk. 1:2000 dags. 20. feb. 2013.

Einnig lagt fram bréf frá Skeljungi dags. 4.3.2013 þar sem tilkynnt er að Skeljungur muni setja fram athugasemdir vegna málsins.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 dags. 12. desember 2012, greinargerð, umhverfismat, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1.50.000.

Greint frá stöðu mála.

Eftirfarandi skjöl lögð fram:

1.
Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024: Verkefnislýsing dags. 25. febrúar 2013.

2.
Lagðar fram til kynningar breytingartillögur á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga dags. 20. febrúar 2013. Í greinargerð sem fylgir tillögunni koma m.a. fram leiðréttingar sem gera þarf á svæðisskipulaginu til samræmis við nýtt aðalskipulag Kópavogs.

3.
Samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir og umsagnir.

Athugasemdafrestur við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var lengdur til 28. febrúar 2013.
Frá síðasta fundi skipulagsnefndar sem haldinn var 5. febrúar 2013 bárust erindi frá:

1.
Skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss dags. 20.2.2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs.

2.
Umhverfisstofnun dags. 20.2.2013. Umsögnin skiptist í umhverfi, náttúruminjaskrá, hverfisvernd, samgöngur, fyrirhugaðar breytingar á Kársnesi, Fífuhvammur-Glaðheimar, settjarnir og umhverfisskýrslu (landfyllingar og Smárinn/Glaðheimar.

3.
Reykjavíkurborg dags. 11.2.2013. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 6.2.2013 var bókað að Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við aðalskipulagsstillöguna þegar hún verður augslýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

4.
Minjastofnun Íslands dags. 1.2.2013. Minjastofnun ítrekar nauðsyn þess að endurskoða fornleifaskráningu Kópavogs frá árinu 2000 auk þess sem nauðsynlegt er að skrá þau svæði innan sveitafélagsins sem ekki voru skráð árið 2000.

5.
Forsætisráðuneytinu dags. 7.2.2013. Eftir samráð við samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna gerir ráðuneyti ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

6.
Erindi frá Ásmundi Hilmarssyni, Eyktarsmára 1, dags. 20.2.2013, 25.2.2013 og 28.2.2013 vegna aðal- og deiliskipulags við Arnarsmára 36. Undirritaður leggst eindregið gegn því að aðal- og deiliskipulagi fyrir reitinn verði lagt fram.

7.
Erindi vegna fyrirhugaðrar bensínstöðvar eða bifreiðaþjónustu í landi Lundar við Nýbýlaveg í Kópavogi. Guðjón Magnússon, Lundi 1 og Jón Pétursson, Lundi 3 skiluðu inn þann 27.2.2013 og 28.2.2013, alls 17 undirskriftalistum með 142 nöfnum þar sem skipulagi á landi Lundar er mótmælt.

8.
Bréf frá Arinbirni Viljhálmssyni, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 28.2.2013 með athugasemdum Garðabæjar við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

9.
Erindi bárust frá eftirtöldum aðilum sem gera athugasemd við breytta landnotkun efst á Nónhæð:
9.1.
Kristbjörg Guðmundsdóttir, Bakkasmára 19, dags. 30.1.2013.
9.2.
Hallgrímur Sverrisson, Ekrusmára 6, dags. 30.1.2013.
9.3.
Erla Kjartansdóttir, Grófarsmára 27, dags. 3.2.2013.
9.4.
Sigrún Jónsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Fitjasmára 1, dags. 26.1.2013.
9.5.
Lilja Kristjánsdóttir, Arnarsmára 16, dags. 27.2.2013
9.6.
Kolbrún Sigfúsdóttir, Eyktarsmára 2, dags. 28.2.2013
9.7.
Guðmundur Árnason, Eyktarsmára 2, dags. 27.2.2013

Sú verkefnalýsing sem hér er lögð fram á ný sbr. lið 1 hér að ofan, er efnislega óbreytt frá þeirri verkefnalýsingu sem var kynnt í maí 2011 og stendur að öllu leyti fyrir sínu varðandi aðferðir og áherslur við endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Ástæða þess að verkefnalýsingin er kynnt á ný, er gildistaka nýrrar skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og ákvæði hennar um reglugerðarskil. Nýtt aðalskipulag hefur verið mótað og unnið frá byrjun í samráði við Skipulagsstofnun og í takt við það að ný skipulagsreglugerð væri væntanleg. Öll vinnan miðaðist ávallt við það að nýtt aðalskipulag væri sett fram samkvæmt nýrri skipulagsreglugerð. Reglugerðin tók gildi 16. janúar 2013 og minnt skal á að ný skipulagslög tóku gildi um áramótin 2010/2011. Til að gera það mögulegt þ.e. að nýtt aðalskipulag verði í samræmi við nýja skipulagsreglugerð  þarf að endurkynna lýsingu verkefnisins, sbr. ofangreind ákvæði um reglugerðarskil.

Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 32. mgr. 6. gr. laga nr 105/2006 og í samræmi við nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að kynna að nýju verkefnislýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 dags. 25. febrúar 2013. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.