Skipulagsnefnd

1163. fundur 21. apríl 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 28. júní 2006 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 1. ágúst 2006 var lögð fram tillaga KRark. að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Glaðheimasvæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er tillagan samþykkt ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 30. október 2006 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er fallið frá tillögunni vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 eru lögð fram til kynningar drög bæjarskipulags Kópavogs að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins, sem byggir á hugmyndum lóðarhafa norðursvæðis reitsins um útfærslur sem unnar hafa verið af teiknistofunni Arkís og lagðar eru til grundvallar skipulags norðursvæðisins. Deiliskipulagstillagan nær til suður- og norðursvæðisins.
Deiliskipulagssvæðið nær til 12,5 ha lands og afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind í norður, Bæjarlind 1-3 og athafnasvæði við Akra- og Askalind til austurs og fyrirhuguðum Arnarnesvegi til suðurs. Innan marka þess er nú athafnasvæði Hestamannafélagsins Gusts; hesthús og gerði, skeiðvöllur og reiðskemma. Samkvæmt fasteignamatsskrá eru á svæðinu um 12,500 m2 í sérhæfðu húsnæði. Í tillögunni felst að opið svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi) er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Aðkoma verður að svæðinu frá Bæjarlind, Lindarvegi og frá Arnarnesvegi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðasmára. Um svæðið liggur ný tengibraut frá Arnarnesvegi að Bæjarlind.
Áætlað er að á svæðinu verði byggðir um 100.000 m2 í húsnæði sem verður 2ja hæða og allt að 32 hæðir. Einnig er áætlað að byggðar verði um 245 íbúðir í austurhluta norðursvæðis. Áætluð nýting svæðisins er 1,25 en nýting einstakra reita eða lóða innan þess verður á bilinu 1,0 til 2,3. Áætlað er að á svæðinu verði um 4,200 bílastæði eða 1 stæði á hverja 35 m2 í húsnæði. Miðað er við að stór hluti bílastæða verði í bílgeymslum neðanjarðar.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 10 mars 2009.
Vísað er jafnframt í áfangaskýrslu um umferðarsköpun og áhrif á gatnakerfi dags. desember 2007 frá Almennu verkfræðistofunni, minnisblað um umferð dags. 6. október 2008 um deiliskipulag Reykjanesbrautar og greinargerð með breytingu á Svæðisskiplagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024.
Tillagan byggir á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 ? 2012 með síðari breytingum samþykkt í B ? deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009. Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis, sem verður að hluta háreist. Gert er ráð fyrir um 28.000 m2 í íbúðarhúsnæði eða um 245 íbúðum.
Tillagan er lögð fram og kynnt.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er málið lagt fram á ný. Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu dags. mars 2009 ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun." Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að ,,Matslýsingu vegna umhverfismats deiliskipulagstillögu Glaðheimasvæðis" dags. apríl 2009.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá verkfræðistofunni Eflu skýrði skýrsluna ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun."

Frestað.

2.903114 - Reykjanesbraut frá miðslægum gatnamótum við Arnarnesveg að Fífuhvammsvegi og Hæðarsmára 2, 4 og 6 ás

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram tillaga bæjarskipulags og Arkis dags. mars 2009, að deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg að Fífuhvammsvegi og breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjarlind 18 og Hæðarsmára 2, 4 og 6.
Gert er ráð fyrir breikkun Reykjanesbrautar í áföngum í samræmi við skýrslu Almennu verfræðistofunnar dags. í desember 2007 og minnisblað dags. 6. október 2008. Ekki eru ráðgerðar breytingar á húsnæði fyrir Bæjarlind 18 eða Hæðarsmára 2, 4 og 6 en lóðarmörk og hæðarmörk lóða geta breyst við breytta áfanga í deiliskipulagi Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðarsmára sem tengist nýrri safnbraut í suður og norður svæði Glaðheima. Tillagan tengist fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi Glaðheima og er í samræmi við gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2000 ? 2012 m.s.br samþykkt í B- deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009 >Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæði og 245 íbúðum.
Tillagan er lögð fram og kynnt.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er málið lagt fram að nýju.

Tillagan var til umræðu samhliða kynningu á skýrslu varðandi Glaðheimar deiliskipulag.

Frestað.

3.701106 - Vatnsendablettur 241a, aðal- og deiliskipulag breyting

Á fundi skipulagsnefndar 7. febrúar 2006 var lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. dags. 6. janúar 2006 fh. landeiganda varðandi leyfi til að skipta lóðinni nr. 241a við Vatnsendablett upp í tvær lóðir.
Meðfylgjandi: Hnit settur uppdráttur dags. 5. apríl 2005.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
Á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 30. ágúst 2006. Þá lögð fram tillaga bæjarskipulags að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 241 a. Í tillögunni felst að íbúðarlóð sem skilgreind er innan leigulandsins er stækkuð úr 1,477 m2 í um 2,200 m2. Í tillögunni er enn fremur gert ráð fyrir að í stað einbýlishúss á einni hæð og risi verði byggt tveggja hæða einbýlishús með mögulegum kjallara. Hámarksgrunnflötur hússins er fyrirhugaður 250 m2 og hámarks gólfflötur allt að 750 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 4. ágúst 2006. Skipulagsnefnd samþykkti framlagað tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 7. september 2006 var erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. september 2006 var skipulagsstjóra falið að auglýsa tillögunar í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan var auglýst frá 19. september 2006 til 17. október 2006 með athugasemdafresti til fimmtudagsins 31. október 2006. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt áður nefndum athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 1. des. 2006. Hafnað á grundvelli umsagnar bæjarskipulags dags. 29. nóvember 2006 og innsendra athugasemda.
Á fundi skipulagsnefndar 16. janúar 2007 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að gera tillögu að aðalskipulagi að umræddri lóð. Tillagan verði í samræmi við yfirstandandi skipulagsvinnu um græn svæði við Elliðavatn.
Á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2007 er erindið lagt fram á ný.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju
þar sem fram kemur fjarlægð frá vatni að íbúðarlóð verður að jafnaði 50 m.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 27. janúar til 24. febrúar 2009, með athugasemdafresti til 10. mars 2009. Athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.

Sviðsstjóri vék sæti við umfjöllun um erindið.

Frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.

4.804133 - Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dags. 26. febrúar 2009. Kynning á skýrslunni fer fram 3. mars til 15. apríl 2009.
Lagt fram.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dags. 26. febrúar 2009.

5.903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lögð fram tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 40 við Sæbólsbraut dags. 30. mars 2009.
Um er að ræða tillögu að einnar hæðar einbýlishúsi, grunnflötur 240 m² með hámarkshæð um 5,0 m.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Lögð eru fram eftirfarandi gögn vegna Sæbóls: Ljósmyndir, uppmæling á húsi, lýsing á húsi og innra fyrirkomulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi leggi fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar.

6.902197 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi Arkidea arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 við Kópavogsbrún dags. 12. febrúar 2009. Erindið varðar
ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í tillögunni felst fjölgun íbúða úr 4 í 6, 3 á hvorri hæð hússins. Grunnflötur stækki úr 282 m² í um 320 m² og heildarbyggingarmagn stækki úr 564 m² í um 640 m². Byggingareitur stækki lítillega til austurs, suðurs og vesturs. Bílastæðum fjölgi úr 8 í 12. Bílakjallari stækki og fjölgar bílastæðum í kjallara og á lóð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500 dags. febrúar 2009 .
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. febrúar 2009 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 3. mars til 31. mars 2009 með athugasemdafresti til 21. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

7.812081 - Kársnesbraut 106, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 106 við Kársnesbraut dags. 28. nóvember 2008. Erindið varðar beiðni um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í 10 íbúðir. Fyrir liggur samþykki annarra eigenda á uppdrætti dags. 14. apríl 2008.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200, dags. 14. apr.´08 og 18. nóv.´08.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um stærðir og innra skipulag íbúða.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa 6. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð og geri húsakönnun í samræmi við 23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 enda liggi fyrir upplýsingar um fjölda bílastæða á lóð og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. febrúar 2009 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 3. mars til 31. mars 2009 með athugasemdafresti til 21. apríl 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

8.902151 - Smiðjuvegur 68 - 72, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi Blesugróf ehf. lóðarhafa nr. 68 ? 72 við Smiðjuveg dags. 28. janúar 2009. Erindið varðar ósk um breytingu á deiliskipulagi tiltekinna eignarhluta. Eignarhlutarnir verði samþykktir sem gistiheimili/ hótel. Vísað er til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 8. janúar 2009 og bréfs skipulagsstjóra dags. 27. janúar 2009. Í bréfum þessum kemur fram að til þess að heimilt verði að gista/ búa á þessari lóð þurfi að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að skilmálar heimili rekstur gistiheimilis / hótels í stað starfsmannabúða. Skv. þessu er fallið frá fyrra erindi um starfsmannabúðir og lagt til að koma fyrir gistiheimili /hóteli á umræddri lóð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. í janúar 2009 .
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. febrúar 2009 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 3. mars til 31. mars 2009 með athugasemdafresti til 21. apríl 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

9.901090 - Þorrasalir 1- 15, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt er fram erindi K. R-ark fh. lóðarhafa nr. 1 - 15 við Þorrasali dags. 7. janúar 2009. Visað er í gildandi deiliskipulags fyrir Þorrasali 1-15 samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. febrúar 2008. Erindið varðar ósk um fjölgun íbúða á lóðunum Þorrasalir 5 ? 7 og 9 ? 11 úr 32 íbúðum í 35 íbúðir. Þorrasalir 13 ? 15 úr 32 íbúðum í 38 íbúðir. Byggingarreitir færast til suðurs og austurs og byggingarreitir niðurgrafinna bílageymslna stækka til norðurs. Hæð fjölbýlishúsa Þorrasala 5-7 og 9-11 hækkar um eina hæð í suðurhluta byggingarreits úr 15 metrum í 17. 8 metra. Húsin hækka ekki í landi. Hæð fjölbýlishússins að Þorrasölum 13-15 hækkar um 2 hæðir í suðurhluta byggingarreits úr 15 metrum í 20.5 metra. Húsið hækkar ekki í landi. Hámarks byggingarmagn að meðtöldum kjöllurum án bílageymslu eykst úr 3500 m2 í um 3900 m2 á lóð nr 1-3 úr 3500 m2 í um 4300 m2 á lóðunum nr. 5-7 og 9-11 og úr 3500 m2 í um 4500 m2 á lóð nr. 13-15. Bílastæðum fjölgar um 16.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 16. des. ´08.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. janúar 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 10. febrúar til 10. mars 2009 með athugasemdafresti til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram áð nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni ,,vegna stóraukins byggingarmagns, sem á engan hátt getur samræmst ákvæðum skipulagslaga um að breyting á nýsamþykktu skipulagi þurfi að styðjast við sterk skipulagsleg rök, svo réttlætanlegt sé að breyta skipulagi." 

10.711394 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2007 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 27. nóvember 2007 fh. lóðarhafa nr. 6 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer að verulegu leiti út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. nóvember 2007 .
Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju og samþykkt að senda það í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 14. janúar til 15. febrúar 2008.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Frestað og bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 4. mars 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að halda fund með aðilum málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 19. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.
Kynnig fór fram 23. febrúar til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda.

11.902149 - Langabrekka 5,kynning sbr.7.mgr. 43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. desember 2008 varðandi nr. 5 við Löngubrekku. Erindið varðar leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið húss. Stærð viðbyggingar er 19.4 m2 og Grunnflötur húss stækkar ekki. Nýtingarflutfall breytist úr 0.4 í 0.42
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í des. 2008.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 3 og 7 og Álfhólsvegi 59, 61 og 63.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað, bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

12.902148 - Langabrekka 5,stoðveggur kynning sbr.7 mgr. 43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram afrit bréfs byggingarfulltrúa dags. 20. janúar 2009. Bréfið er sent lóðarhafa Álfhólsvegi 61, í bréfinu er bent á úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2006, þar sem felld er úr gildi ákvörðun skipulagsnefndar frá 17. janúar 2006 um að veita leyfi fyrir byggingu stoðveggjar á lóðinni. Ástæða er að ekki var gætt réttrar málsmeðferðar. Í ljósi þessa úrskurðar vísar byggingarnefnd málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu á ný.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið aftur í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 1, 3 og 7 og Álfhólsvegi 59, 61 og 63.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað, bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

13.902153 - Hlíðarvegur 29, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 29 við Hlíðarveg dags. 16. desember 2008. Erindið varðar beiðni um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir. Samþykkir meðeigenda liggur fyrir dags. 2. desember 2008. Erindið er í samræmi við Aðalskipulags Kópavogs staðfest af umhverfisráðherra 23. apríl 2002
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 2. desember 2009 .
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlíðarvegar 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29a, 30, 31, 32, 33, 33a og 34. Hrauntungu 10 og 42. Grænatungu 8.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

14.902150 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 161 við Austurkór dags. 20. janúar 2009. Erindið varðar tillögu um stækkun á byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að byggt sé út í ytri byggingarreit og auk þess 2 m út fyrir ytri byggingarreit á austurhlið og 3 m út fyrir ytri byggingarreit á 10 m kafla á suðurhlið húss. Grunnflötur íbúðar með bílgeymslu verði 409,7 m². Gert verði ráð fyrir kjallara með bílgeymslu, alls 115,8 m². Skipulagsskilmálar gera ráð fyrir allt að 250 m² á einni hæð og heimild til að hafa geymslur í kjallara undir hluta hússins. Hámarks flatarmál stækkar úr 250 m2 í 410 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0.29 í 0.49.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. í janúar 2009 .
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 86,88,90,92,149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa til úrskurðar Úrskurðarnefndar um að breyting á deiliskipulagi í nýjum hverfum verði að fylgja skipulagsleg rök.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi

innsendar athugasemdir.

15.701061 - Auðbrekka 14, kynning sbr.7. mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 6. nóvember 2007 er lagt fram erindi Odds Kr. Finnbjarnarsonar dags. 8. október 2007, varðandi stækkun á 2. og 3. hæð hússins. Tillagan gerir ráð fyrir að 2. hæð stækki um 118.3 m2 og 3. hæð um 120.0 m2 , jafnframt verði gert ráð fyrir flóttastiga utan á ætlaða stækkun.
Meðfylgjandi: Teikningar í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 8. október 2007.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Auðbrekku 8, 9, 10, 11, 12, 16, 17, 18, 19, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32. Löngubrekku 41, 43, 45 og 47. Álfhólsveg 19, 21, 23 og 25.
Kynning fór fram 11. mars til 9. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

16.904074 - Austurkór 5, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi E.S. Teiknistofan dags. 7. apríl 2009 f.h. lóðarhafa nr. 5 við Austurkór. Erindið varðar leyfi til breytinga á deiliskipulagi, að leyfðar verði 10 íbúðir í stað 7.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. apr.´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

17.904075 - Skemmuvegur 34a og 36, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings dags. 4. apríl 2009 f.h. lóðarhafa nr. 34a og 36 við Skemmuveg. Erindið varðar leyfi til að breyta deiliskipulagi lóðanna.
Viðbótarbyggingarmagn fyrir Skemmuveg 34a er áætlað alls 768 m², atvinnuhúsnæði 512 m² auk bílakjallara 256 m². Heildarflatarmál húss færi úr 1.000 m² í 1.768 m² og bílastæðum fjölgar úr 33 í 41.
Viðbótarbyggingarmagn fyrir Skemmuveg 36 er áætlað alls 762,4 m², atvinnuhúsnæði 441 m² og bílakjallari 321,4 m². Heildarflatarmál húss færi úr 918,3 m² í 1.680,7 m² og bílastæðum fjölgar úr 25 í 27.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 4. feb.´09.

Hafnað.

18.904076 - Vatnsendabl. 8, stígur.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 8 við Vatnsendablett. Erindið varðar tillögur að legu stígs um lóðina og meðfram Elliðavatni.

Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til skipulagsstjóra, sem leggi fram tillögu að legu stígs.

19.904078 - Deiliskipulag eldri hverfa.

Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er lagt fram undir liðnum ,,Önnur mál" erindi fulltrúa Samfylkingarinnar. Erindið varðar deiliskipulag eldri hverfa.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Sviðsstjóri gerir grein fyrir tillögu varðandi erindið.

20.904079 - Hæðarkerfi bæjar- og sveitarfélaga.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Landmælinga Íslands dags. 16. mars 2009. Í erindinu er óskað eftir upplýsingum varðandi hæðarkerfi Kópavogs.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu framkvæmda- og tæknisviðs.

21.904080 - Aspargrund 9 - 11, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Stefáns BJ. Gunnlaugssonar lögmanns móttekið 2. apríl 2009. Erindið varðar beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi við Aspargrund 9 - 11.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

22.904081 - Skemmuvegur 2a, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 11 við Hlíðarsmára. Erindið varðar ósk um að á lóðinni megi rísa sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíur.
Meðfylgjandi. Skýringaruppdrættir Teiknistofunnar Tröð ehf. dags. 20. mars 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi.

23.808125 - Ósk um staðsetningu biðstöðva fyrir sendibíla.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Nýju Sendibílastöðvarinnar hf. móttekið 23. mars 2009. Erindið er ítrekun á bréfi dags. 22. ágúst 2008, þar sem óskað er eftir að fá staðsett svæði fyrir biðstöðvar sendibíla í Kópavogi.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leggja fram umsögn, þar sem fram komi mögulegar staðsetning svæða.

24.904105 - Fossahvarf 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Jóns H. Hlöðverssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa nr. 1 - 11 við Fossahvarf dags. 14. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til þess að breyta deiliskipulagi. Heimilt verði að byggja sólskála á þaksvalir raðhúsanna. Stærð hvers skála allt að 28,0 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. feb.´08.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fossahvarfi 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14 og 16. Álfahvarfi 1, 3, 5 og 7.

25.802164 - Hrauntunga 51. Ólögmæt stækkun á húsnæði.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi eiganda Hrauntungu 51 dags. 8. apríl 2009. Erindið varðar deilur um notkun á lóð fyrir bílaumferð að lóð nr. 59. Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2008 og óskar bæjarráð eftir umsögn byggingarfulltrúi, sem er dags. 26. febrúar 2008. Í umsögninni segir að notkun lóðarhafa nr. 59 á innkeyrslu að húsum nr. 43 til 51 sé óheimil.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um erindið.

26.904123 - Iðalind 6, breytt deiliskipulag.

á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts fh. lóðarhafa nr. 6 við Iðalind dags. 16. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til að byggja tvær viðbyggingar aðra austan og hina sunnan við húsið, alls 94,4 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags.
17. mars ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Iðalind 1 til 8. Heimalind 18, 20 og22. 

27.810032 - Fjallalind 93, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur .
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.
Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.
Hafnað á grundvelli umsagnar.
á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram nýtt erindi.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111. 101, 103, 105, 107, 109, og 111.

28.904139 - Austurkór 163 - 165, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Arkitema arkitekta fh. lóðarhafa nr. 163 - 165 við Austurkór. Í erindi felst að leyfi sé veitt fyrir stækkun hvors byggingarhluta um 9,3 m² umfram byggingarmagn skv. skipulagsskilmálum. Stækkun er á vesturhlið nr. 163 og austuhlið nr. 165.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 17. apríl ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkór 88, 90, 92, 149, 151, 153, 155, 157, 159 og 161.

29.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 við Álaþing dags. 17. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til stækkunar lóðar til vesturs um 4 metra.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2009.

Skipulagsnefnd óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs og framkvæmda- og tæknisviðs.

30.904162 - Langabrekka 37, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til að byggja bílskúr 34,5 m² á austurhluta lóðarinnar við lóðarmörk nr. 35. Einnig verði byggð sólstofa 19,3 m² út frá suðurhlið hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. feb. ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 28, 30, 32, 35 og 39. Álfhósveg 33, 35 og 37. 

31.904118 - Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, framkvæmdaleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 14. apríl 2009. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 16. apríl 2009 , var þar samþykkt að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gefa út framkvæmdaleyfið.

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar sbr. samþykkt bæjarstjórnar um deiliskipulag dags. 24. febrúar 2009.

32.902160 - Reykjavíkurflugvöllur, skipulagsreglur.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi Flugstoða varðandi heimild til að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli, dags. 3. febrúar 2009. Í erindinu er kynnt áætlun samgönguráðherra um að setja skipulagsreglur um m.a. 1. Skipulag innan flugvallarsvæðis. 2. Starfsheimildir og starfsemi innan svæðisins. 3. Fyrirmæli um svæði utan flugvallar, er varðar m.a. hæð mannvirkja og fleira.
Nýtt erindi frá Flugstoðum ódagsett barst í mars 2009 og með því tillaga að skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar. Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 16. apríl 2009.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:25.000 dags. 3. mars 2009.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagsreglurnar og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd mælir þó með því að bæjarráð áskilji sér rétt til athugasemda síðar. Sviðsstjóra er falið að óska eftir kynningu á skipulagsbreytingunum og mögulegum áhrifum þeirra á núverandi og fyrirhugaða byggð í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 18:30.