Skipulagsnefnd

1194. fundur 20. september 2011 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1108010 - Bæjarráð - 2605

Bæjarráð 25. ágúst 2011.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið.

1106427 - Dimmuhvarf 11. Skipta lóð í tvær lóðir
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með þremur atkvæðum gegn einu og hafnar erindinu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1106206 - Kópavogsbraut 1D, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 23. ágúst 2011 ásamt framangreindri umsögn og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið.

1107110 - Almannakór 9, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið.

1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið.

0705208 - Vatnsendablettur 134, deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs
Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

2.1106231 - Hlíðarvegur 6, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofu Suðurnesja f.h. lóðarahafa um heimild til að byggja bílgeymslu austan við íbúðarhúsið að Hlíðarvegi 6. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. maí 2011. Enn fremur lagt fram samþykki lóðarhafa að Hlíðarvegi 8 dags. 14. júlí 2011. Tillagan var kynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 2, 3, 5, 5a og 8 og Hlíðarhvammi 12. Engar athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3.1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Erlings G. Pedersen, arkitekt f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við Grundarhvarf 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. júlí 2011 ásamt greinargerð og samþykki lóðarhafa Grundarhvarfs 7. Tillagan var kynnt í samræmi við 43.skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grundarhvarfs 1-3, 7, 9-11, 13-13a og við Brekkuhvarf 2-4, 6-8, 10-12 og 14-16. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1107107 - Laxalind 15, umsókn um byggingarleyfi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnheiðar Sveinsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhaf þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja yfir svalir. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. júlí 2011. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laxalind 4, 6, 8, 10, 12, 9-11, 17-19, Mánalind 10 og 12. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Harðarsyni og Guðfinnu Stefánsdóttur, Laxalind 11 sbr. bréf dags. 28. ágúst 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

5.1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 88 (100), 90 (102) og 92 (104). Í breytingunni felst m.a. að komið er fyrir stakstæðum bílageymslum í norðurhluta lóðanna. Lögun, stærð og hæðarlega lóða breytist sem og hæðarlega húsagötu innan lóða. Fyrirkomulag bílastæða og hæð byggingarreita breytist. Tillagan var kynnt á grundvelli 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahöfum Austurkórs nr. 86, 88, 90, 92, 149-157, 161, 163 og 165. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Einari Ólafssyni f.h. Eignarhaldsfélagsins Akralind ehf. sbr. bréf dags. 29. ágúst 2011.

Þá lagðir fram minnispunktar frá samráðsfundi sem haldinn var á Skipulags- og byggingardeild 14. september 2011 með lóðahöfum Austurkórs 163 og 165.

Enn fremur lagt fram erindi Einars Ólafssonar fh. Eignarhaldsfélags Akralindar ehf. dags. 14. september 2011.

Með tilvísan í lið 4 á fundi skipulagsnefndar þann 23. ágúst 2011 og lið 4 á fundi nefndarinnar 19. júlí 2011,mál 1103082 Austurkór 92, breytt deiliskipulag er lagður fram rökstuðningur skipulagsnefndar dags. 20. september 2011.

Með tilvísan í framlagða minnispunkta 14. september 2011 samþykkir skipulagsnefnd framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Austurkór 88, 90, 92 (verður 100, 102 og 104).

 

Vísað til bæjarráðs.

Jóhann Ísberg situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Lex lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindasmára 20 dags. 12. júlí 2011. Erindið varðar umsókn um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu. Erindinu fylgja ljósmyndir af umræddu íbúðarhúsi og næsta nágrenni; yfirlitsuppdráttur af íbúðarreitnum Lindasmára 2-54; grunnmynd af neðrihæð hússins þar sem sýnd er hársnyrtistofa inn af anddyri. Auk þess fylgdu erindinu ljósrit af lögum og reglugerðum er málið varðar. Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31. maí 2010 til byggingarfulltrúa Kópavogs þar sem óskað er eftir upplýsingum hvort umræddur rekstur sé í samræmi samþykkta notkun fasteingar. Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2011 til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem m.a. kemur fram að hársnyrtistofa samrýmist ekki skipulagi svæðisins.
Erindið var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á reitnum Lindasmári 2-54. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Unnsteini Jónssyni, f.h. lóðarhafa Lindasmára 22, dags. 2. september 2011. Einnig lagt fram erindi frá Gísla Rúnari Gíslasyni og Sylvíu Hlín Matthíasdóttur dags. 1. september 2011 og Finnboga Jóhannssyni og Hrönn Birgisdóttur, sbr. bréf dags. 1. september 2011.

Þá lagt fram erindi Lilju Jónasdóttur hrl. Lex f.h. lóðarhafa dags. 19. september 2011: ""Frekari sjónarmið umsækjenda vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu - Lindasmára 20.""

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

7.1108286 - Vesturvör 12, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð dags. 15. ágúst 2011. Í tillögunni flest að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir gufuketil og spennistöð á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringarmyndum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2011 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11a, 11b, 13 og 14 og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og OR.

8.1109119 - Jötunsalir 2, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Kristínar S. Jónsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhafa íbúðar 0101 að Jötunsölum 2 verði breytt í tvær íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2011 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Jötunsala 2.

9.1109078 - Fagraþing 12, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Egils Viðarssonar, byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Fagraþing. Í breytingunni felst að komið er fyrir 8x8 m bílgeymslu í norð vestur hluta lóðarinnar og sólstofu 4,3x5,6 m á suðvesturhlið hússins. Uppdrættir og skýringarmyndir 1:2000 og 1:1000 dags. 15. september 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 2, 2a, 5, 8, 10 og 14.

10.1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Árna Friðrikssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Engjaþings 5-23, dags. 8. september 2011. Í tillögunni felst að sótt er um að heildarbyggingarmagn hússins verði 310 m2 í stað 300 m2 sbr. samþykkta skipulagsskilmála.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Engjaþing 5-7 hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

Vísað til bæjarráðs.

11.1109132 - Akrakór 6, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Halldórs Jónssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa við Akrakór 6 dags. 13. september 2011 þar sem óskað er eftir að breyta einbýli í tvíbýli og fjölga bílastæðum á lóð um 1. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. í september 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Akrakór 1-3, 2-4, 5, 7, 8, 10, 12, 14 og við Aflakór 1-3 og 5-7.

12.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Tunguheiðar 8 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir þakhús á hluta húseignarinnar.
Meðfylgjandi: Uppdrætti ásamt skýringarmyndum GINGI Garðastræti 17 mkv. 1.100 og 1:500 dags. 9. júlí 2010.
Ennfremur lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 12. apríl 2011.

Þá lögð fram útærsla og málsetningar GINGI teiknistofu aðdags. 17. ágúst 2011 af fyrirhugaðu þakhýsi að Tunguheiði 8. Enn fremur lögð fram umsögn byggingarfulltrúa varðandi lofthæð og þakhalla fyrirhugaðs þakhýsis. Er umsögni dagsett 17. ágúst 2011.

Með tilvísan í framlögð gögn og framkomnar athugasemdir hafnar skipulagsnefnd lóðarhafa um leyfi fyrir þakhýsi á hluta húseignarinnar að Tunguheiði 8.

 

Vísað til bæjarráðs.

13.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Farið yfir stöðu mála.
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 20. september 2011 um næstu skref í endurskoðun aðalskipulagsins og Sd. 21. Farið yfir samráðsfundi með íbúum í hverfum bæjarins sem lokið var 14. september sl.; fyrirhugaða fundi með stjórnum íbúasamtaka; kynningarfundi hjá félagasamtökum í bænum.
Tinna Haraldsdóttir kom og kynnti niðurstöðu rýni funda með íbúum í hverfum Kópavogs.

14.1109215 - Hófgerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Vektors, hönnunar og ráðgjafar f.h. lóðarhafa, að bæta við kvisti á húsið að norðanverðu að Hófgerði 11. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 24 maí 2007.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hófgerði 7, 9, 12, 14, 13, 14 og 16.

15.802164 - Hrauntunga 51. Aðkoma.

Lagt er fram erindi lóðarhafa Hrauntungu 51 Óttars Ólafssonar dags. 16. september 2011 varðandi framkvæmdir og umferð um lóðina Hrauntungu 51.

Vísað til lögmanns Umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 19:00.