Skipulagsnefnd

1174. fundur 19. janúar 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá

1.910065 - Boðaþing 1 - 3, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi THG arkitekta dags. 10. október 2009 fh. lóðarhafa nr. 1-3, 10-12, 14-16 og 18-20. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi (7. ágúst 2009). Í Boðaþingi 1-3, 14-16 og 18-20 verði íbúðum fjölgað um 6 í hverju húsi, úr 28 í 34 í hverju húsi, alls 18 íbúðir. Byggingarmagn verður óbreytt. 18 íbúðir stærri en 80 m² og 16 íbúðir minni en 80 m². Bílastæðum fjölgi um alls 12, úr 48 í 60.
Í Boðaþingi 10-12 verði íbúðum fjölgað um 6, úr 28 í 34. Byggingarmagn verður óbreytt. 28 íbúðir stærri en 80 m² og 6 íbúðir minni en 80 m². Bílastæðum fjölgi um 14, úr 48 í 62.
Samtals fjölgar íbúðum í húsunum fjórum um 24 og bílastæðum fjölgi við húsin fjögur um 26.
Alls eru á deiliskipulagi þessara lóða 112 íbúðir, en verða 136 skv. tillögunni.
Alls eru á deiliskipulagi þessara lóða 192 bílastæði, en verða 218 skv. tillögunni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. okt. ´09 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela lóðarhafa að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi og leggja fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarstjórnar 10. nóvember 2009 er tillagan samþykkt og skipulagsstjóra falið að auglýsa hana sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst 27. nóvember til 28. desember 2009, með athugasemdafresti til 12. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

2.910488 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag 2. mgr. 26. gr. laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lagt fram erindi Jónasar Þórðarsonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa nr. 161 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á norður- vestur og suðurhlið verði byggt út fyrir ytri byggingarreit, sem nemur frá 0,5 til 1,5 metrum. Kóti bílageymslu verði 0,15 m lægri en kóti húss. Mænishæð húss fari 0,11 m upp fyrir byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að heildarstærð húss verði 261,8 m² en skilmálar gera ráð fyrir 250 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. okt. ´09 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Austurkór 149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165. Mænishæð fari ekki upp fyrir hámarkshæð skv. skipulagsskilmálum.
Kynning fór fram 17. nóvember til 22. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

3.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 12. janúar 2010. Erindið varðar gerð hávaðakorts og skráningu yfir stóra vegi, sbr. reglugerð nr. 1000/2005.

Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að gera umsögn um erindið fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

4.1001054 - Efstihjalli 3, athugasemd vegna breytinga.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2009 er lagt fram erindi íbúa Efstahjalla 3, þar sem kvartað er vegna breytinga á húsnæði. Í húsinu eru skv. samþykktri byggingarnefndarteikningu 6 íbúðir, geymslur, barnavagna- og reiðhjólageymsa, þvottahús, þurrkherbergi og gufubað. Geymslu í kjallara hefur verið breytt í íbúðarrými. Í erindinu er óskað aðstoðar bæjarfélagsins.

Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn byggingarfulltrúa fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.