Skipulagsnefnd

1191. fundur 14. júní 2011 kl. 15:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1106077 - Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsögn.

Lagt fram erindi frá Umhverfisráðuneyti dags. 3. júní 2011 þar sem óskað er eftir umsögn um vinnudrög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Skipulagsnefnd óska eftir umsögn Umhverfissvið.

2.1011238 - Skipulagsnefnd, drög að erindisbréfi.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 voru lögð fram drög að erindisbréfi að samþykkt skipulagsráðs Kópavogs.
Lagt fram að nýju.

Vísað til úrvinnslu bæjarritara.

3.1106206 - Kópavogsbraut 1D, breytt deiliskipulag

Lögð fram fyrirspurn Krark varðandi breytingar á gildandi deiliskipulagi Kópavogsbrautar 1D. Í breytingunni felst að fallið er frá að rífa núverandi hús að Kópavogsbraut 1d og í þess stað yrði það gert upp, heimilt yrði að hækka rishæð hússins, fella niður fyrirhugaða bílgeymslu við húsið og breyta lögun og stærð byggingarreitar. Í breytingunni felst jafnframt að miðað við gildandi deiliskipulag þá yrðu í húsinu 30 íbúðir í stað 45 og húsið yrði 4 hæðir í stað 6 hæða.

Málið kynnt. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á fyrirspurnina.

4.1106004 - Bæjarráð - 2598

Bæjarráð 19. maí 2011.
0905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging
Skipulagsnefnd hafnaði erindi lóðarhafa um viðbyggingu að Fífuhvammi 25.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.

1104026 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn 24. maí 2011.
1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn hafnaði erindinu með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkti einróma framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta, dags. 19. október 2010 og breytt 15. mars 2011 ásamt skilmálum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. mars 2011.
Deiliskipulagið tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 10. júní 2011.

0905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.
Bæjarstjórn hafnaði framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Borgarholtsbraut 15, dags. 15. febrúar 2011 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. maí 2011 með fimm atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.


Bæjarráð 9. júní 2011.
1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging
Skipulagsnefnd hafnaði erindi lóðarhafa um viðbyggingu að Fífuhvammi 25, en málinu var frestað í bæjarráði 19/5.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með þremur atkvæðum gegn tveimur.

5.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Greint frá stöðu mála.
Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2011 var samþykkt verkefnalýsing og matslýsing að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins. Lögð fram erindi dags. 2. maí 2011 til eftirfarandi lögðboðinna umsagnaraðila: Skipulagsstofnunnar, Umhverfisstofnunnar, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingarstofnunar, Vegagerðarinnar, Fornleifaverndar ríkisins, Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar,Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarneskaupstaðar,Sveitarfélagsins Álftaness og Sveitarfélagsins Ölfuss. Óskað var eftir umsögn ofangreindra aðila um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfislýsingu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir 7. júní 2011. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 19. maí 2011, Vegagerðinni sbr. bréf dags. 30. maí 2011, Fornleifavernd ríkisins sbr. bréf dags. 7. júní 2011, Siglingastofnun sbr. bréf dags. 1. júní 2011, Seltjarnarnesbæ sbr. bréf dags. 19. maí 2011, Sveitarfélaginu Ölfuss sbr. bréf dags. 20. maí og 30. maí 2011, Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 17. maí og 18. maí 2011, frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 6. júní 2011 og frá Hafnarfjarðarbæ sbr. bréf dags. 6. júní 2011.
Lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. júní 2011 þar sem fram koma athugasemdir og ábendingar ofangreindra umsagnaraðila.
Þá gerð grein fyrir og lagðar fram niðurstöður samráðfundum sem haldnir voru í Vatnsendaskóla 19. maí 2011 og í Salaskóla 26. maí 2011 með rýnihópum úr Hvörfum, Þingum, Kórum, Sölum og Lindum.

Greint frá stöðu mála.

6.1005063 - Þríhnúkagígur. Erindi Náttúruminjasafns Íslands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var samþykkt að óska eftir umsögn m.a. Náttúruminjasafns Íslands um ""náttúrufræðilegt gildi þríhnúkagígs og tengdra minja um eldvirkni"". Lagt fram erindi Náttúruminjasafns Íslands dags. 23. maí 2011.

Lagt fram.
Greint frá stöðu mála.

7.1103029 - Fangelsi við Tóna- og Turnahvarf.

Lagt fram erindi frá Þróun og ráðgjöf ehf. dags. 15.apríl 2011 þar sem kynntar eru hugmyndir félagsins að staðsetningu fangelsis við Tóna- og Turnahvarf í Kópavogi. Afstöðumynd í mkv. 1:2000.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsstjóri greindi frá stöðu mála.

8.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Akralindar ehf. dags. 2. mars 2011 um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 92. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrirhugaðs fjölbýlishúss er snúið, afmörkun lóðarinnar er breytt og hún stækkar, auk þess sem 6 stakstæðir bílskúrar verði á lóðinni í stað 2ja innbyggðra bílskúra. Meðfylgjandi er erindi lóðarhafa, kynningaruppdráttur skipulags- og byggingardeildar. Athugasemdir og ábendingar bárust frá lóðarhöfum Austurkórs 163-165 Hirti Sigurjóni Bjarnasyni og Bjarna Hermanni Halldórssyni sbr. bréf dags. 13. maí 2011, lóðarhafa að Austurkór 90 Jóhannesi Ragnarssyni sbr. bréf dags. 16. maí 2011 og Ivon Stefáni Cilia f.h. lóðarhafa að Austurkór 161 sbr. bréf dags. 18. maí 2011.

Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 14. júní 2011.

Frestað.

9.1104206 - Hæðarendi 6-8, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. apríl 2011 var lagt fram erindi Sveinn Ívarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Hæðarenda 6-8 dags. 14. apríl 2011. Óskað er eftir hækkun á hámarkshæð mænis um 42 sentimetra og hækkun á vegghæð um 22 sentimetra. Uppdrættir í mkv. 1:100. Samþykki lóðarhafa við Hæðarenda 1-3,4,5,12 og Hlíðarenda 5, 9 og 11 liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Hæðarenda 1-3, 2-4, 5-7, 10-12, og Hlíðarenda 1-3, 5-7 og 9-11.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júní 2011 er erindið lagt fram að nýju.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1105633 - Þrúðsalir 7, deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa Þrúðsölum 7 dags. 31. maí 2011 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja einbýlishús á lóðinni án kjallara. Uppdrættir ES-teiknistofu ásamt skýringarmyndum.

Með tilvísan í 5. gr. skipulags- og byggingarskilmála fyrir Þrúðsali 1, 3, 5 og 7 samþykkir skipulagsnefnd að fyrirhugað einbýlishús að Þrúðsölum 7 verði byggt á einni hæð án kjallara.

Vísað til bæjarráðs.

11.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011. Í erindi felst að óskað er eftir því að lóðarmörk verði færð 0,42 m til norðausturs. Á lóðarmörkum er stoðveggur, sem aðhald vegna göngustígs meðfram lóðinni. Auk þessa óskar lóðarhafi eftir því að fá leyfi til að reisa bílskúr eða bílskýli á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2011.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var erindi frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júní 2011 er erindi lagt fram að nýju ásamt samantekt skipulagsstjóra.

Staða málsins kynnt.

 

Eftirfarandi fært til bókar:

Ljóst er að framkvæmd við byggingu hússins að Fjallalind 108 er í nokkrum veigamiklum atriðum í ósamræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar frá 25. júlí 1997. Nefna má eftirtalin atriði:

a) stoðveggur á norðvestur mörkum lóðarinnar nær út fyrir lóðarmörk við stíg.

b) steypt mannvirki, veggir og plata norðvestan við húsið bendir til þess að verið sé að byggja geymslu við þá hlið hússins (bílskúr) ,- framkvæmd sem ekki er heimild fyrir.

c) gluggar hafa verið gerðir á ""óútgrafið"" rými undir suðausturhluta hússins sem bendir til þess að rýmið eða hluti þess hafi verið tekið í notkun.

d) svalir eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar hvað varðar umfang og súlur.

e) skúr efst í lóðinni og ""framkvæmd"" við suðausturhorn hússins eru ekki á samþykktum teikningum.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að áður en málið verður tekið fyrir til afgreiðslu í nefndinni þá liggi fyrir úttekt byggingarfulltrúa m.a. á ofangreindum atriðum eða þar sem fram koma frávik hvað varðar framkvæmdir við Fjallalind 108 frá samþykktum  byggingarnefndarteikningum frá 25. júlí 1997, 13. janúar og 26. maí 1998. Enn fremur óskar nefndin eftir greinargerð lóðarhafa hússins um málið.

12.1106116 - Þinghólsbraut 76, viðbygging

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Baark - arkitekta að viðbyggingu við Þinghólsbraut 76. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum í málinu m.a. ljósmyndum af húsinu og næsta nágrenni og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar þ.e. Þinghólsbrautar 78.

13.1104044 - Skólagerði 3, deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa til að reisa 54 m2 viðbyggingu á einni hæð við suðurhlið hússins. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Skólagerði 1, 5 og 7 og Borgarholtsbraut 40 og 42. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun þeirra ofangreindra lóðarhafa sem ekki gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir við Skólagerði 3. Í erindi lóðarhafa Skólagerði 5 dags. 6. júní 2011 koma fram ábendingar um mikilvægi þess að snyrtilega verði gengið um byggingarsvæðið á framkvæmdatíma.

Samþykkt.

Skipulagsnefnd bendir á mikilvægi þess að snyrtilega verði gengið um byggingarsvæðið áframkvæmdatíma.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1106173 - Gjaldskrá skv. skipulagslögum

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 1. júní 2011 varðandi leiðbeinandi fyrirmyndir að gjaldskrá samkvæmt skipulagslögum 123/2010.

Lagt fram.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu frá skipulagsstjóra fyrir endurskoðun fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 18:30.