Skipulagsnefnd

1187. fundur 15. febrúar 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir ritari
Dagskrá

1.1101014 - Bæjarráð - 2578

Bæjarráð fundur 20. janúar 2011
1008115- Kastalagerði, göngustígur
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
101227 - Geirland, starfsleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgarði, breytt deiliskipulag.
1101122 - Þrúðsalir 5, deiliskipulag
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
1101191 - Vesturvör 24, stækkun lóðar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.1101015 - Bæjarstjórn - 1030

Bæjarstjórn fundur 25. janúar 2011
1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn fimm.
1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex samhljóða atkvæðum.
1101191 - Vesturvör 24, stækkun lóðar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn fimm.

3.1008156 - Kópavogsbraut 115, bensínstöð Atlantsolíu.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. september 2010. Erindið varðar rekstur bensínstöðvar Atlantsolíu á lóðinni nr. 115 við Kópavogsbraut.Sviðsstjóri fór yfir stöðu lóðar gagnvart skipulagi og greindi frá því að erindi hafi borist frá rekstraraðila dags. 14. september 2010, þar sem óskað er eftir því að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við starfsemi á lóðinni. Á gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir bensínstöð á lóðinni.Samþykkti nefndin að fela Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með hagsmunaaðilum í næsta nágrenni við Kópavogsbraut 115, til að kanna viðhorf þeirra til umræddrar breytinga á skipulagi lóðarinnar. Einnig verði Heilbrigðiseftirliti svæðisins gerð grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar.Á fundi nefndarinnar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný þar sem skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var 14. október 2010 með hagsmunaaðilum í nágrenni stöðvarinnar.Í samræmi við 139. gr. byggingar-reglugerðar nr. 441/1998 óskaði skipulagsnefnd eftir að lóðarhafi leggi fram áhættumat fyrir rekstur bensínstöðvar á umræddri lóð vegna nálægðar við íbúðabyggð. Á fundi nefndarinnar 13. desember 2010 var erindið Atlantsolíu tekið fyrir að nýju ásamt greinargerð um ""Sjálfsafgreiðslustöð Kópavogsbraut 115, Atlantsolía, áhættumat"" gert af verkfræðistofunni Mannvit dags. 7. desember 2010.
Bjarki Kristjánsson frá Mannvit og Albert Valur Albertsson frá Atlantsolía gerðu grein fyrir áhættumatinu.
Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu og áhættumati sem unnið var af verkfræðistofunni Mannviti greinargerð dags. 3. febrúar 2011.

Frestað.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

4.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Skipulag- og byggingardeildar að breytingu á aðalskipulagi Rjúpnahæðar vestur, uppdráttur ásamt greinargerð dags. 19. október 2010. Í tillögunni felst að íbúðum er fjölgað á svæðinu úr 132 íbúðum í liðlega 162 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Þéttleiki byggðarinnar eykst úr 9 íbúðum á ha í ca 11. Íbúum fjölgar á svæðinu og verða á svæðinu fullbyggðu um 500 miðað við 3 í íbúð. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Bæjaryfirvöld Garðabæjar dags. 21. janúar 2011, Arnar Hallsson og Guðný Steinunn Jónsdóttir dags. 24. janúar 2011, lóðarhafar að Austurkór 99, dags. xx, .

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað. 

5.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breytingu á deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta. Uppdráttur í mkv. 1:2000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 19. október 2010. Í tillögunni felst að íbúðum fjölgar um 30 og verða eftir breytingu 162 innan deiliskipulagssvæðisins. Stærstur hluti fyrirhugaðrar byggðar verður í sérbýli. Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli, 22 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 11 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 30 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 8 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 44 áður Austkór 38 færist til austurs inná bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Bæjaryfirvöld Garðabæjar dags. 21. janúar 2011, Arnar Hallsson og Guðný Steinunn Jónsdóttir dags. 24. janúar 2011, lóðarhafar að Austurkór 99, dags. xx, . Anna Margrét Jakobsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson dags. 23. janúar 2011, Kristinn Helgason og Þórhildur R. Guðmundsdóttir dags. 23. janúar 2011, Sverrir Ármannsson dags. 9. janúar 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað. 

6.1012092 - Tröllakór 13-15, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fam að nýju tillaga SH hönnun ehf. dags. 7. desember 2010 f.h. lóðarhafa Tröllakórs 13-15. Í tillögunni felst ósk um að fjölga íbúðum úr 21 í 25 íbúðir og fjölga bílastæðum á lóð um 8. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju erindi Jóhönnu Erlu Guðmundsdóttur fh. eiganda Ennishvarfs 9 dags. 17. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir heimild til að ofangreindri fasteign verði skipt í tvær íbúðir. Húsnæðið er alls 328 m² og lóð 867 m². Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Jóhanna Erla Guðmundsdóttir dags. 4. febrúar 2011,Hörður Albertsson og Ilona Karlashchuk dags. 6. febrúar 2011, Halldór Bárðarson og Sigríður Kristinsdóttir dags. 11. janúar 2011, Hulda Guðmundsdóttir dagas. 2. febrúar 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað. 

8.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 15. við Borgarholtsbraut dags. 7. desember 2010. Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 var erindinu vísað til skipulagsnefndar til úrvinnslu. Í erindinu felst að óskað er eftir að fundin verði lausn á ítrekuðum beiðnum varðandi breytt aðgengi að lóðinni.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn Tæknideildar dags. 20. desember 2005 og því frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 15. febrúar 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt tölvupósti frá Halldóri Reyni Halldórssyni lögmanni hjá FORUM LÖGMENN dags. 4. febrúar 2011 þar sem fram kemur að lóðarhafi óskar grenndarkynningu á aðkomu fyrir gangandi og akandi umferð að íbúðarhúsi.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa að Borgarholtsbraut 13, 13a, 14, 16, 18, Urðarbraut 9 og Skjólbraut 16, 18, 20 og 22. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar.

9.1101720 - Kársnes, flug frá Reykjavíkurflugvelli.

Lagt fram erindi Isavia dags. 18. janúar 2011. Erindið varðar Reykjavíkurflugvöll og flug yfir Kársnes.

 Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.

10.11011049 - Austurkór 92, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 92 dags. 28. janúar 2011 er varðar breytingu á deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta. Í breytingunni felst snúningu og færsla á byggingarreit, breyting á landhæð á suðurhluta lóðar, stækkun lóðar til suðurs og vesturs breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð og gerð stakstæra bílgeymslna í suðurhluta lóðarinnar.

 Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Lagt fram erindi lóðarhafa iðnaðarhúsnæðis að Smiðjuvegi 48-50 dags. 1 febrúar 2011. Í erindinu er farið fram á stækkun lóðar til austurs samanber meðfylgjandi uppdrátt.

Frestað.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austan lóða við Smiðjuveg 48-66. Í tillögunni komi m.a. fram aðkoma, fyrirkomulag bílastæða, lóðamörk, stígar, lagnir og gróður.

12.1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6,breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2 og 4. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Í breytingunni felst að umrædd einbýlishús verði skilgreind sem einbýlishús á einni hæð með kjallara í stað einbýlishúsa án kjallara. Þá lagt fram samkomulag lóðarhafa Kópavogsbakka 4 og 6 dags. í febrúar 2011 um frágang lóða á milli Kópavogsbakka 4 og 6 og erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 2 dags. í febrúar 2011 og lóðarhafa Kópavogsbakka 4 dags. 11. febrúar 2011 um mögulega nýtingu á óútfylltu sökkulrými.

Þar sem fyrir liggur samkomulag samþykkir skipulagsnefnd að senda erindið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa að Kópavogsbakka 1, 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15.

13.1102324 - Kársnes, svar við fyrirspurn

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra vegna fyrirspurnar Helga Helgasonar, áheyrnafulltrúa í skipulagsnefnd 18. janúar 2011.

 Helgi Helgason þakkar fyrir greinagóð svör.

14.1102328 - Kársnes, samráðsfundur

Skipulagsstjóri kynnti fundarefni á fyrirhuguðum samráðsfundi skipulagsnefndar og stjórnar Betri byggðar á Kársnesi sem haldinn verður 17. febrúar 2011 kl. 16.00 í fundarsal bæjarstjórnar í Fannborg 2.

15.1102321 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa að Akurhvarfi 16 dags. 27. janúar 2011 þar sem óskað er eftir færslu á húsi um 50 cm.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd færsla hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

16.1102258 - Reykjavík. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Vísindagarðar, nemendaíbúðir

Lagt fram erindi Skipulags- og byggingarssviðs dags. 7. febrúar 2011 þar sem kynnt er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áform Reykjavíkurborgar um að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi. Í breytingunni felst að í töflu 1 og 2 í greinargerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 er bætt við nýju svæði ""Vatnsmýri - háskólasvæði"" sem heimilar byggingu allt að 300 nemendaíbúða.Uppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerð dag. 9. desember 2011.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkomin tillaga verði auglýst.

17.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landsspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. febrúar 2010 þar sem kynnt er í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áform Reykjavíkurborgar um að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi. Breytingin er tvíþætt, annars vegar að fella út áform um stofnbraut (Holtsgöng) sem ætlað var að tengja Sæbraut við Hringbraut og hins vegar að auka byggingarmagn á svæði Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkomin tillaga verði auglýst.

18.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs á dagskrá. Sviðsstjóri greindi stuttlega frá stöðu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Skipulagsnefnd samþykkir að á næsta fundi skipulagsnefndar verði ítarleg kynning á endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var málið á dagskrá á ný og greint frá stöðu þess.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir tímaáætlun vinnu við endurskoðun Aðalskipulagsins.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2010 var endurskoðun Aðalskipulags á dagskrá.
Frestað.

Skipulagsnefnd samþykkir að hafinn verði undirbúningur að samráðsfundi með íbúum, starfsmönnum og hagsmunaaðilum. Markmið fundarins verður að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið m.a. í menningarmálum, ferðamálum og í umhverfis- og skipulagsmálum.

Önnur mál:
Skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum um lausar lóðir tilbúnar til úthlutunar og staðsetningu þeirra.

Fundi slitið - kl. 18:30.