Skipulagsnefnd

1188. fundur 15. mars 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1102011 - Bæjarráð - 2583

Fundur 17. febrúar 2011
1012092 - Tröllakór 13-15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
11011049 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
1102321 - Akurhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 1032.
Fundur 22. febrúar 2011.
11011049 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu.

2.1102328 - Kársnes. Samráð

Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi með stjórn BBK frá 17. febrúar 2011. Þá er lögð fram ritgerð Tinnu Haraldsdóttur um samráðsskipulag dags. febrúar 2011. Tinna Haraldsdóttir mun mæta á fundinn og gera stuttlega grein fyrir ritgerðinni.

Skipulagsnefnd þakkar Tinnu fyrir fróðlegt erindi og Sigríði Kristjánsdóttur, leiðbeinanda Tinnu fyrir komuna.

3.1103085 - Kársnes. Skipulag.

Farið yfir hugmyndir að skipulagi á Kársnesi. Einnig er lagt fram erindi Örnu Harðardóttur f.h. stjórnar Betri byggðar á Kársnesi dags. 22. febrúar 2011.

4.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011 varðandi stefnumörkun (framtíðarsýn og meginmarkmið), byggðaþróun, samráðsfundi og tímaáætlun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022.

5.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Skipulag- og byggingardeildar að breytingu á aðalskipulagi Rjúpnahæðar vestur, uppdráttur ásamt greinargerð dags. 19. október 2010. Í tillögunni felst að íbúðum er fjölgað á svæðinu úr 132 íbúðum í liðlega 162 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Þéttleiki byggðarinnar eykst úr 9 íbúðum á ha í ca 11. Íbúum fjölgar á svæðinu og verða á svæðinu fullbyggðu um 500 miðað við 3 í íbúð. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Bæjaryfirvöld Garðabæjar dags. 21. janúar 2011, Arnar Hallsson og Guðný Steinunn Jónsdóttir dags. 24. janúar 2011, lóðarhafar að Austurkór 99, ódags. en móttekið 25. janúar 2011.

Ennfremur lögð umsögn Skipulags- og byggingardeildar við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 15. mars 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindri umsögn og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breytingu á deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta. Uppdráttur í mkv. 1:2000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 19. október 2010. Í tillögunni felst að íbúðum fjölgar um 30 og verða eftir breytingu 162 innan deiliskipulagssvæðisins. Stærstur hluti fyrirhugaðrar byggðar verður í sérbýli. Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli, 22 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 11 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 30 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 8 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 44 áður Austkór 38 færist til austurs inná bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Bæjaryfirvöld Garðabæjar dags. 21. janúar 2011, Arnar Hallsson og Guðný Steinunn Jónsdóttir dags. 24. janúar 2011, lóðarhafar að Austurkór 99, ódags. en móttekið 25. janúar 2011. Anna Margrét Jakobsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson dags. 23. janúar 2011, Kristinn Helgason og Þórhildur R. Guðmundsdóttir dags. 23. janúar 2011, Sverrir Ármannsson dags. 9. janúar 2011.

Haldnir voru samráðsfundir með lóðarhöfum við Austurkór 22 og 24 8. og 9. mars 2011. Með tilvísan í fram komnar athugasemdir, ábendingar og ofangreinda samráðsfundi er lögð fram tillaga að breytingu á auglýstri tillögu. Er tillagan dags. 15. mars 2011.

1)Í stað parhúss að Austurkór 64-66 verður komið fyrir einbýlishúsi. Við það breytist heildarfjöldi íbúða úr 162 í 161. Húsanúrmer breytast við Austurkór 66 til 106 (jöfn númer).
2) Hámarkshæð byggingarreita einbýlishúsanna nr. 28, 60, 62 og 64 lækkar um 1,0 metra.
3) Leiksvæði norðan Austurkórs nr. 89 og 90 er áfram skilgreint sem boltavöllur.
4) Tilgreint er á deiliskipulagsuppdrætti að vegtenging frá deiliskipulagssvæði að opnu svæði í Garðabæ sé vinnuhugmynd Kópavogs.
5)Í greinargerð er tekið fram að Kópavogsbær muni standa straum af kostnaði vegna breytingu á húsanúmerum á þegar byggðum húsum í Rjúpnahæð vesturhluta.
6) Lagt er til að gerðar verði ráðstafanir til að minnka umferðarhraða á safngötu (Austurkór).

Ennfremur lögð umsögn Skipulags- og byggingardeildar við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 15. mars 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta með áorðnum breytingu þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt ofangreinda umsögn Skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.

Tillögunni ásamt umsögn vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju erindi Jóhönnu Erlu Guðmundsdóttur fh. eiganda Ennishvarfs 9 dags. 17. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir heimild til að ofangreindri fasteign verði skipt í tvær íbúðir. Húsnæðið er alls 328 m² og lóð 867 m². Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Jóhanna Erla Guðmundsdóttir dags. 4. febrúar 2011, Hörður Albertsson og Ilona Karlashchuk dags. 6. febrúar 2011, Halldór Bárðarson og Sigríður Kristinsdóttir dags. 11. janúar 2011, Hulda Guðmundsdóttir dagas. 2. febrúar 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Skipulagsnefnd vísar erindinu frá.

8.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga eignarhaldsfélagsins Akralindar ehf. dags. 2. mars 2011 um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 92 við Austurkór. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrirhugaðs fjölbýlishúss er snúið, afmörkun lóðarinnar er breytt og hún stækkar, auk þess sem 6 stakstæðir bílskúrar verði á lóðinni í stað 3 innbyggðra bílskúra. Meðfylgjandi greinargerð og uppdráttur í mkv.1:500 ásamt ljósmynd.

Skipulagsnefnd samþykkir  að senda erindið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Austurkór 159, 161, 163 og 165.

9.1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi ákvörðun um grenndarkynningu breyttra aðalteikninga að Fífuhvammi 25. Í breytingunni felst heimild til að byggja viðbyggingu ofan á bílskúr. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir dags. 10. febrúar 2011 og mkv. 1:100 og 1:500 gögn unnin af Verkfræðistofunnar Hamraborg.

Skipulagsnefnd samþykkir  að senda erindið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Fífuhvamm 23, 27, Víðihvamm 16, 18 og 20.

10.1103084 - Lundur 86-92. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars dags. 1. mars 2011 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að fjölga íbúðum í Lundi 86-92 úr 50 í 52. Ekki eru gerðar breytingar á byggingarmagni, ytra formi eða útliti húsa á reitnum en bílastæðum er fjölgað til samræmis fyrirhugaðri fjölgun íbúða. Uppdrættir archus ehf/rýma arkt í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 1. mars 2011.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Lund 86-92 hafi ekki grenndaráhrif og smþykkir því erindið.

 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1103092 - Nónhæð. Erindi stjórnar Betri Nónhæðar

Lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur f.h. stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 1. mars 2011.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og byggingardeild að boða til samráðsfundar með skipulagsnefnd og stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð.

12.1012211 - Hrauntunga 40, sólskáli

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hrauntungu 40 um að byggja 14 m² sólskála vestan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 2. des.´10 í mkv. 1:100. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Tunguheiðar 8 þar að óskað er eftir leyfi fyrir þakhús á hluta húseignarinnar.
Meðfylgjandi: Uppdrætti ásamt skýringarmyndum GINGI Garðastræti 17 mkv. 1.100 og 1:500 dags. 9. júlí 2010.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Halldór Jónson, Skálaheiði 7, 200 Kópavogi dags. 10. febrúar 2010, Páll Kristjánsson, Tunguheiði 12, 200 Kópavogi dags. 24. janúar 2010,Deborah Anne Ólafsson, Skálaheiði 5, 200 Kópavogi ódags. en móttekið 28. janúar 2010.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

14.1103144 - Vallartröð 12, deiliskipulag

Lagt er fram erindi Byggingafulltrúa varðandi ákvörðun um grenndarkynningu vegna breyttra aðalteikninga að Vallartröð 12. Í breytingunni felst heimild til að fá samþykkta kjallaraíbúð í húsinum sbr. uppdrættir Benjamíns Magnússonar, arkitekts dags. 11. mars 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum við Vallartröð 2, 4, 6, 8 og 10.

Fundi slitið - kl. 18:30.