Skipulagsnefnd

1236. fundur 18. febrúar 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1401012 - Bæjarráð - 2716. Fundur haldinn 23. janúar 2014.

1401001F - Skipulagsnefnd, 21. janúar.
1235. fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram

1401072 - Almannakór 11. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1310436 - Hafraþing 2-4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1310437 - Hafraþing 6-8. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1210144 - Dalaþing 3 - Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401080 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd ítrekar bókun sína frá 5. nóvember 2013 um að hafna framlagðri breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Ennishvarfs 27 ásamt ofangreindri umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401362 - Taðþrær á Kjóavöllum.
Hafnað. Samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401691 - Kópavogsbraut - Borgarholtsbraut. Framkvæmdaleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1312115 - Áhaldahús. Ný lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1401015 - Bæjarstjórn - 1089. Fundur haldinn 28. janúar 2014.

1401012F - Bæjarráð, 23. janúar
2716. fundargerð í 39 liðum.
Lagt fram.

1401072 - Almannakór 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1310436 - Hafraþing 2-4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1310437 - Hafraþing 6-8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1210144 - Dalaþing 3 - Breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1401080 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með 11 atkvæðum.

1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1401362 - Taðþrær á Kjóavöllum.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1401691 - Kópavogsbraut - Borgarholtsbraut. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

1312115 - Áhaldahús. Ný lóð.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tillagan verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Halldórssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa. Óskað var eftir að byggja þakrými yfir bílskúr og tengibyggingu, ásamt breytingu útbyggingar á vesturhlið og þaki, úr tvíhalla þaki í einhalla þak sbr. uppdráttum dags. 1.11.2013 í mkv. 1:500. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Hávegar 13; Meltraðar 8 og 10 ásamt Álfhólsvegar 30, 30a og 32. Kynningu lauk 6. febrúar 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

4.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess. Heildarbyggingarmagn verður 420m2, grunnflötur parhússins verður 245m2 og nýtingarhlutfall verður 0,46 sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Umrædd breyting var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 24. september til 5. nóvember 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Hvað varðar fyrirhugaðar breytingar að Grænatúni 20 voru þær til umfjöllunar á síðasta ári. Þá var vísað til þess að verið væri að kynna breytingu á samþykktu deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem kveðið er á um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Umrædd breyting var kynnt með tilvísan í deiliskipulagsuppdrátt frá 1968: Ástúnsland og umhverfi. Í ljós hefur komið við lokaafgreiðslu málsins að umrætt deiliskipulag telst ekki vera í gildi þó svo að hús við Grænatún og Ástún hafi verið byggð samkvæmt því, nú síðast Ástún 6. Þá má jafnframt benda á að umrætt deiliskipulag er á skipulagssjá Skipulagsstofnunar auðkennt sem deiliskipulagt svæði þ.m.t. Grænatún 20. Sú villa hefur nú verið leiðrétt.

5.14011091 - Hlíðarhjalli 16. Sólskáli.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Random-ark ehf. dags. 23.1.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarhjalla 16. Í breytingunni felst að byggja 27m2 sólskála á suðurhlið hússins, svalir verða á þaki sólskálans. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 270,5m2 í 297,5m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,42 í 0,47 sbr. uppdráttum dags. 23.1.2014.

6.1402522 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ES Teiknistofu, dags. 3.2.2014, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Þrymsala 1. Í breytingunni felst að skipta þegar byggðu einbýlishúsi í tvö sérbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014.

7.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Valdimars Harðarsonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 7.1.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 1-3. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar á jarðhæð hússins, byggingarreitur stækkar á suðvestur hlið hússins og lítillega á norðaustur horni þess, heildarbyggingarmagn eykst úr 4405m2 í 4601m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 1,52 í 1,6. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 1,8. Bílastæði á lóð verða 46 sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 dags. 7.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var erindinu frestað.

8.1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014.

9.1402453 - Nýbýlavegur 26. Breytt í íbúð.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er er eftir að breyta vinnusal á austari helming 2. hæðar hússins í íbúð. Svalir verða á norðurhlið hússins, nýtingarhlutfall og heildarbyggingarmang helst óbreytt sbr. uppdrætti dags. 4.2.2014.

10.1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 5000m2 í 5650m2, lega og stærð byggingarreits breytist og göngustígur sunnan við lóð mjókkar. Í stað leikskóla á einni hæð verður hann á einni hæð og kjallara. Lögun manar til vesturs breytist sem og lega göngustígs sbr. uppdrætti dags. 2.2.2014.

11.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu fyrirkomulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins. Hæsti punktur viðbyggingar er 3,2m og er hún 7 x 4,75m að grunnfleti sbr. uppdráttum dags. 25.11.2013. í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var afgreiðslu málsins frestað.

12.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Þak hússins er í dag 40cm hærra en skilmálar leyfa. Í breytingunni felst að þak lækkar um 20cm og fer því 20cm upp fyrir samþykktan byggingarreit sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014.

13.1402452 - Gunnarshólmi. Vistvænt kjúklingabú.

Lagt fram erindi Grænt ehf. dags. 6.2.2014 er varðar vistvænt kjúklingabú að Gunnarshólma fyrir allt að 4000 kjúklinga.

14.1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 28.11.2013, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni við Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum alls. Byggingarreitur minnkar úr 276m2 í 248m2. Gert er ráð fyrir breytilegri hæð á þaki. Hæð yfir aðkomuhæð er frá 5,45m til 6,50m. Þak er tvíhalla, mænisstefna samsíða Löngubrekku. Farið er lítillega út fyrir og upp fyrir samþykktan byggingarreit. Nýtingarhlutfall verður 0,68 með kjallara en gildandi skipulag gerði ráð fyrir 0,77 í nýtingarhlutfall með kjallara. Bílastæði á lóð verða 10 í heildina, fimm þeirra við Löngubrekku, fimm við Laufbrekku sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum við Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 24.1.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Þá lagt fram erindi frá Fagsmíði ehf dags. 24.10.2013

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.

15.1312013 - Álfhólsvegur 64. Nýbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Mansard teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 29.11.2013. Óskað er eftir að rífa einnar hæðar einbýlishús sem stendur á lóðinni og byggja í stað þess þriggja hæða íbúðarhús með fjórum íbúðum. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum í opinni óupphitaðri bílageymslu á jarðhæð í götukóta. Auk þess verða fjögur bílastæði á vesturhluta lóðarinnar. Húsinu verður skipt í tvo meginhluta með stigagangi á milli þeirra, heildarstærð byggingar er áætluð 510m2 og verður nýtingarhlutfall 0,59 með bílageymslu sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 73, 75, 77, 79a-d, 81 og 83. Kynningu lauk 31. janúar 2014. Athugasemdir bárust. Lagðar fram innsendar athugasemdir.

16.1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var erindi um breytingu að Álfhólsvegi 111 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram minnisblað dags. 5.2.2014 þar sem greint er frá samráðsfundi sem haldinn var með lóðarhöfum Álfhólsvegar 113 og hönnuði tillögunnar.

Þá lögð fram breytt tillaga að nýbyggingu við Álfhólsveg 113. Tillagan nú felst í því að færa nýbyggingu 1m til suðurs og 0,5m til vesturs. Að öðru leyti er ný tillaga óbreytt frá kynntri tillögu dags. 11.13.2013

17.1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags að Álmakór 19 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014 ásamt minnisblaði frá samráðsfundi sem haldinn var 4.2.2014.

18.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Heimalindar 24 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.

19.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Markarvegs 2-3 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.

20.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags Lundar 22 frestað. Skipulagsnefnd frestaði fól skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.

21.1402256 - Smiðjuhverfi, hagsmunasamtök

Lögð fram fundargerð frá stofnfundi Hagsmunasamtaka Smiðjuhverfis sem haldinn var 5.2.2014.

22.1402506 - Skipulagsskilmálar. Framsetning og framkvæmd.

Kynning á gerð skipulagsskilmála, framkvæmd þeirra og eftirfylgni.

23.1312123 - Hverfisskipulag

Vinna við hverfisskipulag Kópavogs kynnt og verklýsing lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.