Skipulagsnefnd

1195. fundur 17. október 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1109016 - Bæjarráð - 2609

Bæjarráð 23. september 2011:
1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málins.

9. 1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10. 1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11. 1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.
Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var fyrr á fundinum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

22. 1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.
Frá bæjarstjóra, erindi sem var frestað fyrr á fundinum.
Bæjarráð samþykkir erindið. Einn fulltrúi sat hjá.

23. 1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag
Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var fyrr á fundinum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

24. 1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.
Frá bæjarstjóra, erindi sem var frestað fyrr á fundinum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

2.1107107 - Laxalind 13 og 15, umsókn um byggingarleyfi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnheiðar Sveinsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhaf þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja yfir svalir. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. júlí 2011. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laxalind 4, 6, 8, 10, 12, 9-11, 17-19, Mánalind 10 og 12. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Harðarsyni og Guðfinnu Stefánsdóttur, Laxalind 11 sbr. bréf dags. 28. ágúst 2011.

Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um innsendar athugasemdir. Er umsögnin dags. 17. október 2011.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Lex lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindasmára 20 dags. 12. júlí 2011. Erindið varðar umsókn um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu. Erindinu fylgja ljósmyndir af umræddu íbúðarhúsi og næsta nágrenni; yfirlitsuppdráttur af íbúðarreitnum Lindasmára 2-54; grunnmynd af neðrihæð hússins þar sem sýnd er hársnyrtistofa inn af anddyri. Auk þess fylgdu erindinu ljósrit af lögum og reglugerðum er málið varðar. Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31. maí 2010 til byggingarfulltrúa Kópavogs þar sem óskað er eftir upplýsingum hvort umræddur rekstur sé í samræmi samþykkta notkun fasteingar. Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2011 til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem m.a. kemur fram að hársnyrtistofa samrýmist ekki skipulagi svæðisins.
Erindið var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á reitnum Lindasmári 2-54. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Unnsteini Jónssyni, f.h. lóðarhafa Lindasmára 22, dags. 2. september 2011. Einnig lagt fram erindi frá Gísla Rúnari Gíslasyni og Sylvíu Hlín Matthíasdóttur dags. 1. september 2011 og Finnboga Jóhannssyni og Hrönn Birgisdóttur, sbr. bréf dags. 1. september 2011.

Þá lagt fram erindi Lilju Jónasdóttur hrl. Lex f.h. lóðarhafa dags. 19. september 2011: ""Frekari sjónarmið umsækjenda vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu - Lindasmára 20.""

Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um innsendar athugasemdir. Er umsögnin dags. 17. október 2011.

Frestað.

4.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

5.1109215 - Hófgerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Vektors, hönnunar og ráðgjafar f.h. lóðarhafa, að endurgera kvist á húsinu að norðanverðu að Hófgerði 11. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 24 maí 2007.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd endurgerð hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

6.1109242 - Gnitaheiði 3, umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Vektors hönnun og ráðgjöf f.h. lóðarhafa að byggingu sólskála við Gnitaheiði 3. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 16. september 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 4, 5, 6, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a og Digranesheiði 20 og  22.

7.912323 - Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Vektors hönnun og ráðgjöf f.h. lóðarhafa að byggingu bílskúrs við Litluvör 11 og gerð svala á suðurhlið hússins. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. september 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Litluvarar 9 og 13.

8.1011214 - Nýbýlavegur 28, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Óla G. H. Þórðarsonar arkitekts f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við 1 hæð hússins að Nýbýlavegi 28 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 6. október 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegi 26 og 30.

9.1110145 - Hlíðarhjalli 2a, breytt aðalskipulag

Lagt fram erindi eigenda Hlíðarhjalla 2a dags. 19. september 2011 þar sem óskað er eftir því að umrætt erfðafestuland verði skilgreint í aðalskipulagi bæjarins sem íbúðarsvæði en ekki óbyggt svæði eins og í gildandi skipulagi.

Frestað

10.810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. dags. 23. september 2011 þar sem óskað er eftir skýringum á því orðfæri sem notað var um samninga bæjarins við umbjóðanda hans á fundi skipulagsnefndar 23. ágúst 2011.

""Í framangreindu erindi er ekki að finna neina tilgreiningu á því hvaða orðfæri átt er við. Bókun undirritaðra um málefni Vatnsendabletts 134 á fundi skipulagsnefndar hinn 23. ágúst sl. talar að öllu leyti fyrir sig sjálf.""

11.1110148 - Byggingaráform fyrir 3-7 einingarhús úr stáli fyrir eldriborgara.

Lagt fram erindi Ásmundar Ásmundssonar, verkfræðings og Óla Jóhanns Ásmundssonar, arkitekts dags. 29. september 2011 þar sem kynnt er hugmynd að byggingu litilla tveggja hæða húsa á 250-300 m2 lóðum ætluð eldri borgurum. Í erindinu kemur jafnframt fram ósk um að nefndin sjái sér fært að unnið verði skipulag svo hugmyndin geti orðið að veruleika.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar.

12.707101 - Borgarholtsbraut, hraðahindranir

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 26. júní 2011 var lagt fram erindi Kristínar Þórarinsdóttur og Tómasar Þorsteinsonar þar sem óskað er aðgerða til að draga úr umferðarhraða. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um að gera Borgarholtsbraut að vistgötu frá lóðarmörkum húss nr. 19 og 21 í austri vestur að gatnamótum við Kópavogsbrautar og Kársnesbrautar.

Hafnað. Skipulagsnefnd bendir á að ef Borgarholtsbraut yrði breytt í vistgötu með 15 km. hámarkshraða mun umferðin beinast í auknum mæli inn á aðrar götur á Kársnesi. Skipulagsnefnd álítur að það sé mikilvægt að endurskoða umferð og umferðaröryggi í eldri hverfum bæjarins. Vísað til vinnu við hverfaskipulag í endurskoðun aðalskipulags.

13.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.
Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags bæjarins minnir umhverfis- og samgöngunefnd á að reiðleiðum frá Glaðheimum um Linda- og Salahverfi verði breytt í hjóla- og/eða göngustíga.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

14.1110150 - Dalaþing 4, fyrirspurn um framkvæmdir og breytingar á fasteigninni.

Lagt fram erindi Björns Jóhannessonar hrl. Megin Lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Dalaþings 2, dags. 26. september 2011 varðandi stöðu framkvæmda við Dalaþing 4.

Vísað til afgreiðslu lögmanns Umhverfissviðs.

15.1110151 - Fróðaþing 30, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts f.h. lóðahafa að breyttu deiliskipulagi við Fróðaþing 30. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð án kjalla í stað einbýlishús á einni hæð með kjallara. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 20. september 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fróðaþingi 28 og 32.

16.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Smiðjuveg 48-66. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Smiðjuveg 44 - 66. Deiliskipulagssvæðið afmarkast að helgunarsvæði Reykjanesbrautar í austur, Skemmuvegi í suður, lóðamörkum Smiðjuvegar 44 - 66 í vestur og lóðamörkum Smiðjuvegar 42 og 44 í norður. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri húsagötu austan húsa við Smiðjuveg 44 - 66, nýrri aðkoma að húsunum, breytingu á lóðamörkum þar sem framangreindar lóðir stækka til austurs og fyrirkomulagi bílastæða er breytt.
Kynningartíma lauk 18. júlí 2001. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Sveinbjörn Árnason fh. Bílamarkaðarins, Smiðjuvegi 46 ódags. en móttekið 18. júlí 2011; Sigurður Jóhann Lövdal fh. Einkabíla ehf. Smiðjuvegi 46e dags. 15. júlí 2011.

Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um innsendar athugasemdir. Er umsögnin dags. 17. október 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.1110186 - Deiliskipulag Arnarness

Lagt fram erindi Garðabæjar dags. 10. október 2011 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

18.1110195 - Flugferlar yfir Kársnesi

Lagt fram erindiGarðars H. Guðjónssonar, Hlégerði 14 dags. 13. október 2011 varðandi Reykjavíkurflugvöll - áhrif á skipulag og umhverfi í Kópavogi.

Frestað. 

Skipulagsnefnd óskar umsagnar Skipulags- og byggingardeildar og að leitað verði leiða til að kalla hagsmunaaðila til samráðs með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á vandamálinu.

 

Skipulagsnefnd telur það varða hagsmuni og lífsgæði íbúanna á Kársnesi að lausn verði fundin á hljóðmengun sem hlýst að notkun norður/suðurbrautar Reykjavíkurflugvallar svo að nábýið við flugvöllinn verði ásættanlegt á meðan hann er enn í Vatnsmýrinni.

19.1110193 - Hagasmári 2, breytingar á húsnæði og útfærsla lóðar.

Lagt fram erindi Vilhjálms Einarssonar f.h. Bónax ehf. dags. 14. október 2011 varðandi fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Hagasmára 2 (Zinkstöðin) og fyrirkomulag lóðar.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á húsnæði Hagasmára 2 og útfærsla lóðar hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1011238 - Skipulagsnefnd, drög að erindisbréfi.

Lögð fram drög að erindisbréfi skipulagsnefndar dags. í september 2011.

Lagt fram.

21.811420 - Starfsáætlun skipulags- og byggingardeildar 2012.

Lögð fram drög skipulagsstjóra að starfsáætlun skipulags- og byggingardeildar fyrir árið 2012.

Í vinnslu.

22.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Greint frá stöðu mála.

23.1110220 - Skipulagsnefnd - Kynningargögn.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að senda bæjarfulltrúum kynningargögn skipulagsnefndar á tölvutækuformi í lok hvers fundar.

24.1110227 - Eignarland sunnan Smáralindar

Skipulagsnefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hvatt verði til þess að lóðarhafar á eignarlandi sunnan Smáralindar þrífi og uppgræði svæðið til að koma í veg fyrir landfok.

Fundi slitið - kl. 18:30.