Skipulagsnefnd

1243. fundur 18. ágúst 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1408003 - Bæjarráð - 2739. Fundur haldinn 14. ágúst 2014.

1404593 - Þinghólsbraut 55. Viðbygging og stækkun bílskúrs.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

1407207 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

1405033 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum, dags. í júlí 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.
Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar undir þessum lið.

1312114 - Hlíðarvegur 43-45. Kynning á byggingarleyfi.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.
Að fenginni umsögn frá lögfræðideild Kópavogs samþykkir skipulagsnefnd framlagða breytingartillögu dags. 25. júlí 2014 þar sem komið er til móts við athugasemdir er varða hæðarkóta og byggingarreit Markavegar 2 sem bárust á kynningartíma. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.
Skipulagsnefnd staðfestir samþykkt nefndarinnar frá 20. maí 2014 þar sem framlögð tillaga dags. 30. júlí 2013 var samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

2.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Á fundi bæjarráðs 14. ágúst 2014 var kynnt tillaga að endurskoðun vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið. Var tillögunni vísað til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.

Lögð fram til kynningar tillaga stýrihóps um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Hrafnkell Proppé skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins gerir grein fyrir tillögunni.

3.1408265 - Hugmyndasmiðja

Kynning. Gestir fundarins verða Sigurrós og Diljá úr vinnuhópnum Bestival, http://bestival14.tumblr.com/.

4.1408127 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa dags. 15. júlí 2014 þar sem óskað ef eftir að hækka fyrirhugað hús og bílastæði við Austurkór 98 um 1,6 metra.
Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd bendir á að lóðarhafi óskaði í lok árs 2012 eftir breytingu á deiliskipulagi umræddrar lóðar sem m.a. fól í sér sambærilega lækkun á aðkomuhæð lóðarinnar til samræmis við Austurkór 94 og 96.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsnefndar.

5.1408128 - Austurkór 58. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagslagsnefndar til að byggja hluta þakkants á vesturhlið fyrirhugaðs húss að Austurkór 58 um 60 sm yfir hámarkshæð samkvæmt skipulagsskilmálum. Uppdrættir í mkv. 1:100 (A2)dags. 24. júlí 2014. Enn fremur lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa; sbr. erindi dags. 31. júlí 2014.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjenda og þeirra sem ljáð hafa breytingunni samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1405432 - Ísalind 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 19.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Ísalindar 5. Í breytingunni felst að reisa 18m2 geymsluhús á norðvestur hlið lóðarinnar, á lóðamörkum Ísalindar 7. Byggingarreitur geymsluhúss verður 3x6m að stærð og vegghæð 2,4m sbr. uppdrætti og erindi dags. 19.5.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 20. mái 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ísalind 7, Jöklalind 4, 6 og 8. Athugasemd barst á kynningartíma frá lóðarhafa Ísalindar 7. Þá er lagt fram lagt samþykki lóðarhafa Ísalindar 7 móttekið 31. júlí 2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 3, 7 og Auðnukórs 6, 8, 10.

8.1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 3, 5, 9 og Auðnukórs 6, 8, 10.

9.1408171 - Kársnesbraut 19. Nýbygging.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa dags. 15. júlí 2014. Í tillögunni fellst að einlyft einbýlishús 93,0 m2 að grunnfleti byggt árið 1946 úr timbri ásamt 25,4 m2 bílskúr byggður úr timbri eru rifin og byggt tveggja hæða fjórbýlishús með kjallara í þess stað samtals 550 m2 að samanlögðum gólffleti. Samkvæmt tillögunni breytist nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,13 í 0,6. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir 5 bílastæðum á lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd bendir lóðarhafa á að í nýstaðfestu aðalskipulagi bæjarins, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, koma fram leiðbeiningar um á hvern hátt leggja skuli fram í skipulagsnefnd erindi um breytingar í núverandi byggð, hvort sem hún er deiliskipulögð eða ekki. Þar segir m.a. á bls. 82 að vinna skuli greinargerð með skýringarmyndum þar sem ítarlega er greint frá mögulegum áhrifum breytingarinnar á þá byggð sem fyrir er. Einkum skal horft til hluta eins og hvernig breytingin fellur að aðliggjandi byggð og yfirbragði hverfisins hvað varðar stærð og hlutföll, umferð, bílastæðaþörf, útsýni og skuggamyndun.

10.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 20. maí 2014 að kynna tillöguna. Þá lögð fram greinargerð verkfræðistofunnar mannvits "Settjörn við Fornahvarf í Kópavogi" dags. 17. september 2014. Tillagan var kynnt frá og með 18. júní 2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 14. júní 2014; Lögbirtingablaðinu 18. júní 2014; á heimasíðu Kópavogsbæjar og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar. Enn fremur var sent út deifibréf til lóðarhafa Dimmuhvarfs 1-11, 14 og Vbl. 30, 31, 33, 34, 105 og 106. Frestur til athugasemda var til 5. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun sbr. erindi dags. 15. júlí 2014; Magnúsi Magnússyni, Fornahvarfi 1; Ellen H. K. Andersson og Torfa G. Guðmundssyni, Fornahvarfi 3 sbr. bréf dags. 3. ágúst 2014.

Lagt fram að nýju ásamt athugasemdum og ábendingum ofangreindra.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar við framkomnar athugasemdir og ábendingar.

11.1404352 - Vallakór 1-3 og 6-8 (áður nr. 10). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3. Tillagan sem er dagsett 18. mars 2014 var samþykkt í skipulagsnefnd 15.4.2014 til kynningar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í bæjarstjórn 22.4.2014. Tillagan var auglýst frá og með 14.5.2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingablaðinu 14.5.2014. Tillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins, í afgreiðslu Skipulags- og byggingardeildar. Jafnframt var sent dreifibréf á lóðarhafa aðliggjandi lóða þar sem vakin var athygli á því að kynningin stæði yfir og hvar hægt væri að nálgast upplýsingar um tillöguna. Jafnfram voru haldnir samráðsfundir með íbúum við Vallakór 1-3, 1.5.2014 og 6.5.2014. Frestur til athugasemda var til 30.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Handknattleiksfélagi Kópavogs sbr. erindi dags. 27. júní 2014; húsfélaginu Hörðukór 1, sbr. erindi dags. 30. júní 2014; Báru Björk Lárusdóttur og Stefáni Ólafssyni, Hörðukór 1 sbr. erindi móttekið 30. júní 2014, íbúum Hörðukór 5, sbr. Sigríði Þórðardóttur form. hússtjórnar Hörðukór 3 dags. 26. júní 2014.

Málið var lagt fram að nýju á fundi skipulagsnefndar 28. júlí 2014 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Var afgreiðslu frestað. Gísli Óskarsson, frá lögfræðideild Kópavogs, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn. Álögð lóðagjöld taka mið af breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigríður Ása Richardsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að teknar verði upp sem fyrst viðræður við lóðarhafa Vallakórs 6-8 um gerð samnýtanlegra bílastæða við Vallakór 8.

12.1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja íbúð. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Kynningartíma lauk 6. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ágústi Sverri Egilssyni og Soffíu G. Jónasdóttur, Akrakór 7 og Ármanni E. Lund og Sigríði Láru Guðmundsdóttur, Akrakór 14 sbr. bréf daga. 5. ágúst 2014; Óskari Þór Ólafssyni og Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, Almannakór 3 sbr. bréf dags. 29. júlí 2014; Örnu G. Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni, Almannakór 8 sbr. bréf dags. 30. júlí 2014; erindi frá íbúum Almannakór 3, 8, Aflakór 21, 23, Akrakór 7 sbr. bréf dag. 30. júlí 2014.
Með fyrirvara um lóðaúthlutun samþykkir skipulagsnefnd með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Almannakórs 1, 3, 5, 7, 8, 9 og 11; Akrakór 7 og 14 ásamt Aflakór 21 og 23.
Frestað.

13.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Einars. V. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa varðandi nýbyggingu við Grænatún 20. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram ný og breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014 þar sem dregið er úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við fyrri tillögu sbr. uppdráttum dags. 20.5.2014 í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014. Á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að boða til samráðsfundar fimmtudaginn 7. ágúst 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, með Lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24, Álfatúns 1 og 3.

Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi sem haldinn var 7. ágúst 2014. Í kjölfar athugasemda sem komu fram á samráðsfundinum er nú lögð fram breytt tillaga dags. 18. ágúst 2014 þar sem byggingarreitur er færður fjær götu sem nemur 1,6m, við það minnkar heildarbyggingarmagn um 24,3m2 og svalir á norðurhlið minnka um 4,1m2 og verða 6,9m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn verður því 345,4m2 og nýtingarhlutfall 0,38 í stað 369,7m2 og nýtingarhlutfall 0,40 sbr. í kynntri tillögu. Suðurhlið nýbyggingar er óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var á samráðsfundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 18. ágúst 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

14.1403302 - Furugrund 3. Breytt skipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Furugrund. Á lóðinni er verslunar- og þjónustuhúsnæði hæð og kjallari samtals um 1,030 m2 að flatarmáli byggt 1984. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að núverandi byggingu verði breytt þá þann hátt að risþak er fjarlægt og þess í stað verði byggð hæð ofan á núverandi hús með útbyggingum samtals um 1,700 m2 að samanlögðum gólffleti. Á fyrstu og annarri hæð verða samkvæmt tillögunni alls 14 íbúðir þ.e. 7 íbúðir á hvorri hæð. Í kjallara er gert ráð fyrir geymslum fyrir íbúðirnar svo rými fyrir verslun og þjónustu. Samkvæmt tillögunni yrði nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,66 í stað 0,41 eins og nú er. Fyrirkomulag bílastaða við húsið breytist. gert er ráð fyrir alls 20 bílastæðum á lóð.
Frestað.

15.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Lögð fram kynning skipulagsstjóra SSH frá 15. ágúst 2014, þar sem farið er yfir forsögu, vinnuferil, helstu nýjungar, efnisþætti og næstu skref við gerð nýs svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið.

Lagðar fram til kynningar greinargerðir Skipulagsstofnunar "Skipulagsmál á Íslandi 2014: Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir" dags. í ágúst 2014 og "Landsskipulagsstefna 2015-2026: Greining valkosta og umhverfisáhrifa" dags. í ágúst 2014.

http://www.landsskipulag.is/um-landsskipulagsstefnu/frettir/nr/1015
http://www.landsskipulag.is/um-landsskipulagsstefnu/frettir/nr/1018
Lagt fram til kynningar.

16.1408230 - Skipulagsdagurinn 2014

Lögð fram dagskrá Skipulagsdagsins 2014 sem haldinn verður 29. ágúst 2014 á Grand Hótel. Skipulagsdagurinn er samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.