Skipulagsráð

1. fundur 16. janúar 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir embættismaður
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1612005 - Bæjarráð - 2849 - 8. desember 2016

1509910- Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1612048- Hafnarbraut 6 og 8. Spennistöð.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611857- Hæðarendi 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1610283- Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1609770- Lækjarhjalli 36. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611944- Naustavör 11 og 13, 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611567- Nýbýlavegur 4-10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1612015 - Bæjarstjórn - 1148 - 13. desember 2016

1611489- Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1611458- Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1611463- Smáratorg 1-3. Breyting á fyrirkomulagi bílastæða á lóð.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1611585- Tónahvarf 9. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1611555- Ögurhvarf 4 C. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1611554- Ögurhvarf 4 D. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1701004 - Bæjarstjórn - 1149 - 10. janúar 2017

1611458- Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

4.1610429 - Smárinn, kæra vegna deiliskipulags. Úrskurður.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála mál nr. 29/2016 dags. 16. desember 2016 og varðar endurupptökubeiðni á máli nr. 29/2016 sem nefndin kvað upp 7. október 2016 en þar var hafnað kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 24. nóvember 2016 um að samþykkja breytt deiliskipulag fyrir Smárann, vestan Reykjanesbrautar. Beiðni um endurupptöku var hafnað.
Lagt fram.

5.1505435 - Austurkór 89, kæra vegna breytinga á deiliskipulagi. Úrskurður.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 34/2015 þar sem kærð var ákvöðrun bæjarstjórnar Kópavogs frá 24. mars 2015 að breyta deiliskipulagi fyrir Austurkór 89. Var kröfu kæranda hafnað.
Lagt fram.

6.1412061 - Þrymsalir 1, kæra vegna höfnunar á breyttu deiliskipulagi. Úrskurður.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 120/2014 þar sem kærð var ákvöðrun bæjarstjórnar Kópavogs frá 28. október 2014 að hafna beiðni um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrymsali 1. Var kröfu kæranda hafnað.
Lagt fram.

7.1611967 - Nónhæð deiliskipulagsbreyting, kæra. Úrskurður.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 154/2016 þar sem kærð var ákvöðrun skipulagsnefndar Kópavogs frá 21. nóvember 2016 að vinna deiliskipulag fyrir Nónhæð. Var kröfu kæranda vísað frá með tilvísan í 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þar kemur fram að ákvörðun sem ekki bindur enda á mál er ekki kæranleg fyrr en málið hefur verið til lykta leitt. Ljóst er að ákvörðun um að hefja megi vinnu við deiliskipulagsgerð markar upphaf máls en felur ekki í sér lokaákvörðun. Slík ákvörðun um málsmeðferð er ekki kæranleg til úrskurðarnefnarinnar.
Lagt fram.

8.16051144 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa um að reisa einbýlishús á einni hæð án kjallara á lóðinni Austurkór 177 auk þess að lækka botnplötu um 27 cm, samanlagt 205 m2 að grunnfletri. Uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 dags. 20 maí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Austurkór 157, 167, 169, 171, 173, 175, 179, 181, 183, 185. Kynningu lauk 23. desember 2016. Engar athugasemdir og ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1611459 - Álmakór 2. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga Luigi Bartolozzi, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Álmakór. Í breytingunni felst að hámarks vegghæð hækkar um 0,4 m. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 3 og 4. Kynningartíma lauk 30. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.16061213 - Fjallalind 94. Breyting á deiliskipulagi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts, dagsett 30. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að byggja sólpall, kalda geymslu og setlaug að Fjallalind 94. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 92, 96 og 98. Kynningu lauk 5. desember 2016. Engar athugasemdir og ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1610247 - Dalaþing 26. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Dalaþings 26 dags. 12. október 2016 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist ekki til, grunnflötur fyrirhugaðs húss er leyfilegur 260 m2 að grunnfleti með heildarbyggingarmagn að 400 m2. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 13, 15, 17, 19, 20, 21, 23, 24, 25, 27, 28, 30, 32, 34, 36. Kynningartíma lauk 19. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1611552 - Álmakór 6. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 6. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar úr 3,6 m í 4,1 m; hámarkshæð hússins lækkar úr 7,5 m í 6, 3 m; gert er ráð fyrir skyggni 1,2 m x 13,5 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og glerskála á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 28.október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 3, 4, 5 og 8. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með árituðu samþykki ofangreindra lóðarhafa við Álmakór.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1701368 - Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Gulaþing 19. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verður byggt einbýlishús á einni hæð liðlega 190 m2 að grunnfleti. Fyrirhuguð bygging mun jafnframt ná um 50 sm út úr innri byggingareit til vesturs, um 3 m út úr innri byggingarreit til suðurs og norðurs. Aðkomuhæðir breytast þannig að fyrir bílskúr er gólfkóti áætlaður 89,80; fyrir anddyri 90,65 og fyrir íbúð 91.84. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. í janúar 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1610185 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts, dags. 2.9.2016, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Í breytingunni felst að annari hæð hússins verði breytt í tvær íbúðir og settar verði svalir á norðurhlið hússins og pallur með skjólveggi á suðurhlið sbr. uppdrætti dags. 2.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32; Löngubrekku 45 og 47. Kynningu lauk 12. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Gunnari Árnasyni eiganda 2. hæðar í Auðbrekku 16 sbr. erindi dags. 12. nóvember 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

15.1608168 - Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Þorsteini Péturssyni, Svanfríði H. Blöndal Kársnesbraut 21 b og Daníel Þorsteinssyni og Sigríði Örlygsdóttir, Kársnebraut 21c sbr. erindi dags. 9. desember 2016; frá Hrönn Bjarnadóttur og Sæþóri Fannberg Sæþórssyni Kársnesbraut 21 d sbr. erindi dags. 9. desember 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

16.1610189 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27.9.2016 þar sem óskað er eftir að byggja bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 2. janúar 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 sbr. erindi dags. 21. desember 2016 og frá Gunnari Haraldssyni, Löngubrekku 5 sbr. erindi dags. 7. desember 2016. Þá lagt fram erindi Kristjáns Kristjánssonar, Löngubrekku 5 dags. 2. janúar 2017.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

17.1610270 - Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Albínu Thordarson, arkitekts fh. lóðarhafa að 50,4 m2 viðbyggingu auk 26,8 m2 tengibyggingu við Grænutungu 3, samtals 77,2 m2 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 5. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænutunngu 1, 5, Digranesvegi 40, 42 og 44. Kynningartíma lauk 28. desember 2016. Athugasemd barst frá Baldvin Ó. Gunnarssyni, Grænutungu 1 sbr. erindi dags. 2. desember 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

18.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu fyrirkomulagi aðkomu og bílastæða við leikskólann við Fögrubrekku 26 ásamt útfærslu gönguleiða í næsta nágenni leikskólans. Uppdráttur Sveins Ívarssonar, arkitekts í mkv. 1:500 dags. í júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47 og Lundarbrekku 12, 14, 16. Kynningartíma lauk 23. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Írisi Bjargmundsdóttur, Fögrubrekku 36 ásamt undirskriftum íbúa við Fögrubrekku 32, 34, 36, 38, 42 og 44 sbr. erindi dags. 22. desember 2016 og Sigrúnu Jónsdóttur, Fögrubrekku 40 dags. 23. desember 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

19.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 13. júlí 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 412 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,53 í stað 0,17 sbr. uppdrætti dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66,68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Gunnari Guðlaugssyni og Ágústu Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Borgarholtsbraut 69 sbr. erindi dags. 26. nóvember 2016; frá Þóru Hlín Friðriksdóttur, sbr. erindi dags. 21. nóvember 2016; frá Magnúsi Guðbrandssyni, Borgarholtsbraut 65 sbr. erindi dags. 2. desember 2016; frá Vigni Hreinssyni og Ingibjörgu G. Brynleifsdóttur, Borgarholtsbraut 70 sbr. erindi dags. 5. desember 2016.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2016 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisdeildar dags. 13. janúar 2017.
Afgreiðslu frestað.

20.1605472 - Holtagerði 8. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Kvarða, dags. 7.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Holtagerði 8. Í breyingunni felst að nýta þak bílskúrs fyrir svalir og reisa skjólgirðingu kringum svalir, 1,5 - 1,8 metra á hæð sbr. uppdráttum dags. 7.4.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 5, 6, 7 og 10; Kársnesbrautar 57 og 59. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1701362 - Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björns Árdal, lóðarhafa Hólmaþingi 5 dags. 13. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að skipta 3.165 m2 lóð að Hólmaþingi 5 í tvær lóðið. Hólmaþing 5 verður eftir breytingu 2.020 m2 og lóðin að Hólmaþingi 5b verður 1.145 m2. Ný aðkoma er gerð að Hólmaþingi 5 sem færist frá Hólmaþingi að Gulaþingi. Á lóðinni að Hólmaþingi 5 verður byggingarréttur óbreyttur en á lóðinni Hólmaþingi 5b er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð auk kjallara. Grunnflötur er áætlaður 136 m2 og samanlagður gólfflötur 272 m2. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Aðkoma yrði óbreytt sbr. gildandi deiliskipulag þ.e. milli Hólmaþing 3 og 7. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. janúar 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1701532 - Hamraborg 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndals, arkiltekt fh. Sólkötlu ehf. dags. 12. janúar 2017 og varðar mögulegar breytingar á Hamraborg 9. Í erindinu felst að notkun húsnæðisins er breytt að hluta og það stækkað til austurs og ein hæða byggð ofan á núverandi hús þannig að það verður fjórar hæðir í stað þriggja hæða. Fyrsta hæð hússins er eftir sem áður fyrir atvinnuhúsnæði sem og stærstur hluti kjallari hússins en íbúðir á 2-4 hæð. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

23.1701534 - Gunnarshólmi. Endurbætur og breytingar útihúsa.

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Dark studió dags. 24. nóvember 2016 fh. eiganda jarðarinnar Gunnarshólma. Í erindinu felst ósk um endurbætur og breytingar á hlöðu og útihúsum sem reist voru á jörðinni 1930 í veitingastað og tvær stúdóíbúðir. Uppdrættir og skýringarmyndir í mkv. 1:100 ásamt greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1701507 - Austurkór 50. Breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar, byggingartæknifræðings fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Austurkór 50. Í breytingunni felst að svalir fara út úr ytri byggingarreit til norðurs og vesturs sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:100. Þá lagður fram áritaður uppdráttur með framangreindri breytingu þar sem fram kemur samþykki lóðarhafa Austurkórs 42, 44, 48 og 52.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1701484 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi sviðsstjóra Umhverfissviðs dags. 30. maí 2017 varðandi viðbyggingu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg 102. Í erindinu er gert ráð fyrir að byggja við núverandi húsnæði til austurs og norðurs. Byggingarreitur fyrirhugaðrar viðbyggingar er um 30 m að lengd og 16 m á breidd. Vegg- og hámarkshæð viðbyggingar er áætlu 4.8 m til 7 m. Hámarks byggingarmagn viðbyggingar á áætlað um 990 m2. Aðkoma breytist og bílastæðum fjölgar um 45 stæði á norðausturhluta lóðarinnar sbr. teikningar Benjamíns Magnússonar í mkv. 1:100 dags. 29. maí 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 98, 104, 115, 117, 119, 121, 123, 125, 127, 129, 131, Álfheiðar 8, 10 og Skálaheiðar 7 og 9.

26.1701367 - Fossvogsdalur stígar. Breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. desember 2016 varðandi stíga í Fossvogsdal. Í erindinu felst að skipulagsmörk deiliskipulagsins er breytt í samræmi við mörk deiliskipulags Vigdísarlundar þannig að skipulagssvæðið minnkar og nær skipulagið ekki yfir Vígdísarlund. Legu stígs sem flokkast sem aðrir stígar og liggur upp á Fossvogsveg er breytt lítillega. Einnig er tekin út landnotkunin "Skipulagi frestað". Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. desember 2016 ásamt greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 18. nóvember 2016; frá Vegagerðinni sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016; frá Samgögnustofu sbr. bréf dags. 12. desember 2016; Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; frá Isavia dags. 28. nóvember 2016; frá Garðabæ sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016 og frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 16. desember 2016. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Kársnes. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags- og byggingardeild Umhverfissvið er deiliskipulagslýsing þróunarsvæðis Kársness var kynnt, dags. 16. janúar 2016.
4.
Tillaga að vinnuskjali með atriðalista yfir þá þætti sem hafa skal til hliðsjónar við gerð deiliskipulags innan þróunarsvæðisins og fram komu í athugasemdum og ábendingum er deiliskipulagslýsingin var kynnt.
Málið kynnt. Afgreiðslu frestað.

28.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðalskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að aðalskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 28. nóvember 2016; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 22. desember 2016; frá Náttúrufræðistofu Kópavogs bréf dags. 14. desember 2016; frá Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; og frá Umhverfisstofnun sbr. bréf dags. 9. desember 2016; Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Aðalskipulagslýsing fyrir Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags-og byggingardeild Umhverfissviðs er aðalskipulagslýsingin var kynnt.
Málið kynnt. Afgreiðslu frestað.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Engin þarfagreining hefur farið fram fyrir brú yfir Fossvog, eina augljósa styttingin sem brú myndi skila væri fyrir þá sem eru að fara á milli miðbæjar Reykavíkur og ysta hluta Kársness. Fyrir alla aðra er styttra að fara um botn Fossvogs. Mikilvægt er áður en lengra er haldið að fari fram þarfagreining og rannsókn á ferðavenjum fólks."

Fundi slitið - kl. 18:30.