Skipulagsráð

52. fundur 20. maí 2019 kl. 16:30 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1905004F - Bæjarráð - 2957. fundur frá 09.05.2019

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1803757 - Hundagerði í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1905001F - Bæjarstjórn - 1196. fundur frá 14.05.2019

1904536 - Kársnesskóli, Skólagerði 8. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902262 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901510 - Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901909 - Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1904537 - Heimsendi 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1811312 - Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1803757 - Hundagerði í Kópavogi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulag.

Greint frá stöðu mála.
Hans Tryggvason, arkitekt, Pálmar Kristinsson, arkitekt, Elísabet Hugrún Georgsdóttir, arkitekt og Fernando De Mendosa, arkitekt, frá Pkdm; Svanhildur Jónsdóttir, umferðar- og samgönguverkfræðingur VSÓ ráðgjöf ásamt starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar gerðu grein fyrir stöðu málsins.

Gestir

  • Hans Tryggvason - mæting: 16:30
  • Pálmar Kristinsson - mæting: 16:30
  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 16:30
  • Elísabet Hugrún Georgsdóttir - mæting: 16:30
  • Fernando De Mendosa - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Greint frá stöðu mála.
Verkefnastjóri aðalskipulags gerði grein fyrir stöðu endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

Almenn erindi

5.1901656 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Framkvæmdir. Kröfur um verklag. Drög.

Lögð fram drög að greinargerð VSÓ ráðgjafar sem unnin er að beiðni Kópavogsbæjar þar sem fram koma kröfur um verklag til að fyrirbyggja óhöpp sem geta leitt til mengunar grunnvatns og vatnsbóla. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins (fjarsvæði) og því mikils um vert að vel sé staðið að öllum framkvæmdum innan þess. Í drögunum kemur m.a. fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu, helstu áhættuþætti og kröfur til verktaka við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma. Greinargerðin er dags. í maí 2019.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.1902721 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 22. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 142,2 m2 einbýlishús, byggt 1969, og byggja í stað þess 477 m2 fjórbýlishús á þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð óskar eftir því að haldinn verði samráðsfundur með aðilum málsins.

Almenn erindi

7.1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Archus arkitekta fh. lóðarhafa tillaga að breyttu deiliskipulagi Naustarvarar 13-66 (áður 13-84).
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13 og 15.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara á lóðinni Naustavör 13 með alls 12 íbúðum. Í deiliskipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir leikskóla á lóð Naustavarar 15.
Í breytingunni felst að lóðirnar Naustavör 13 og 15 eru sameinaðar og þar ráð gerður byggingarreitur fyrir fjögurra deilda leikskóla á 4.600 m2 lóð, en byggingarreitur fyrir fjölbýlishúsið að Naustavör 13 er felldur niður. Aðkoma, bílastæði og byggingarreitur breytist. Leikskólinn mun þjóna Bryggjuhverfi sem og vesturhluta Kársnes.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
Í breytingunni felst að aðkoma að Naustavör 52 til 58 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæði færast til vesturs og lóðarmörk breytast.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68 (áður 70-84).
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur 4 hæða fjölbýlishúsum auk kjallara á lóðinni Naustavör 60-66 (áður 76-84) með alls 33 íbúðum.
Í breytingunni felst að koma fyrir á lóðinni byggingarreit á 3 og 4 hæðum með kjallara. Gert er ráð fyrir 54 íbúðum. Lóðarmörk og aðkoma að Naustavör 60-66 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæðum á lóð og í kjallara fjölgar. Bílastæðakrafa helst óbreytt. Fallið er frá kennileyti á byggingarreit. Heildarbyggingarmagn eykst um 4.230 m2 og verður 7.020 m2 eftir breytingu.
Opið svæði.
Göngu og hjólaleið norðan Vesturvarar nr. 12-20 breytist sem og kvöð um skógrækt.
Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. maí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1903606 - Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8. Kynningartíma lauk 2. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var lagt fram breytt erindi dags. 13. maí 2019 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og hæð fyrirhugaðs húss er lækkuð um 61 cm. Þá lagðir fram tölvupóstar frá Guðmundi G. Haraldssyni dags. 16. maí; Halldóri Sveinssyni dags. 16. maí; Ragnhildi Geirsdóttur, dags. 14. maí og Maríu Valdimarsdóttur dags. 14. maí 2019 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytt erindi dags. 13. maí 2019 og lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1503575 - Smárinn austan Reykjanesbrautar. Glaðheimar, reitur 1 og 3. Deiliskipulag.

Lagðar fram hugmyndir skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi í Smáranum austan Reykjanesbrautar nánar tiltekið í Glaðheimum reitum 1. og 3. Farið verður yfir landnotkun á svæðinu, fyrirkomulag gatnakerfis, byggingarmagn, hæðir húsa, opin svæði, þjónustu og tengsl við aðliggjandi byggð.
Starfsmenn skipulags- og byggingardeildar gerðu grein fyrir málinu.

Almenn erindi

10.1905181 - Kársnesbraut 123. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 123 þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á norðvesturhluta lóðarinnar. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 8. maí 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.1905198 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Eiríks Vignis Pálsonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Melgerði 21, efri hæð, dags. 3. maí 2019. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að yfirbyggja 21,1 m2 svalir á norðurhlið hússins og bæta við 4,8 m2 svölum á suðurhlið auk þess að breyta innra skipulagi hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. maí 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 19, 23, Vallargerðis 20, 22 og 24.

Almenn erindi

12.1905371 - Heiðarhjalli 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðarhjalla 7. Í breytingunni felst að stækka herbergi á 1. hæð hússins um 23,4 m2 svo það nái yfir þak á bílgeymslu á jarðhæð. Húsið er skráð 268,3 m2 en eftir breytingu verður það 291,7 m2. Uppdráttur í mkv. 1:000 dags. 12. apríl 2019 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Heiðarhjalla 1, 2, 3, 4, 5 og 9.

Almenn erindi

13.1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 4. maí 2018, fh. lóðarhafa Dalaþings 13 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í núverandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breytingunni felst að á lóðinni verði komið fyrir tveimur einbýlishúsum á 2 hæðum ásamt parhúsi á 2 hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með nýjum akvegi þvert á lóðina. Parhús a) er 251,4 m2 á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og 2 bílastæðum á lóð, parhús b) er eins. Einbýlishús c) er 251,7 m2 á tveimur hæðum með innbyggðan bílskúr og 2 bílastæði á lóð. Einbýlishús d) er 282 m2 á tveimur hæðum og 3 bílastæði á lóð. Lóðin er 3351 m2 að stærð svo samtals nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu er 0,40. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag. Ósk um rökstuðning vegna synjunar á byggingarleyfi.

Lögð fram ósk lóðarhafa um rökstuðning á synjun og bréf frá lögfræðideild, dags. 9. maí 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1905127 - Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Korpulína. Verklýsing til kynningar.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 29. mars 2019 þar sem kynnt er breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með vísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006 og óskað eftir umsögn. Í breytingunni felst að færa Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu. Þá lögð fram verklýsing, dags. í apríl 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.1905274 - Kolefnissporin okkar.

Lögð fram tillaga starfsmanna skipulags- og byggingardeildar um að fulltrúar í skipulagsráði ásamt starfsmönnum gróðursetji trjáplöntur til að jafna út kolefnisspor sín fyrir árið 2019 m.t.t. aksturs einkabíls og flugferða.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.