Skipulagsráð

133. fundur 05. desember 2022 kl. 15:30 - 18:49 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2211022F - Bæjarráð - 3109. fundur frá 01.12.2022

2210266 - Urðarharf 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2209780 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2212054 - Reykjanesbraut í stokk.

Lögð fram verkefnatillaga dags. 25. nóvember 2022 fyrir stefnumótandi valkostagreiningu á tillögum að stokki yfir Reykjanesbraut í Kópavogi. Verkefnatillagan er unnin af VSB verkfræðistofu og Jacobs fyrir Kópavogsbæ.
Lilja G. Karlsdóttir sviðsstjóri Byggðatæknisviðs hjá VSB verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Lilja G. Karlsdóttir - mæting: 15:32

Almenn erindi

3.2206018 - Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022 var lögð fram tillaga Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. dags. 31. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Lundar. Í deiliskipulagi Lundar eru sýnd leiksvæði, körfuboltavellir og sparkvellir á opnum svæðum. Þrjú lítil leiksvæði hafa verið gerð en enginn boltavöllur. Í tillögunni er gert ráð fyrir að gert verði garðsvæði á opnu svæði norðan við Lund 90, sjá meðfylgjandi uppdrátt. Svæðið samanstendur af fjölbreyttara leiksvæði en þeim sem þegar eru komin í hverfinu, þrek- og útiæfingartækjum, púttvelli, lítilli sleðabrekku og dvalarsvæði umluktu gróðri. Gert er ráð fyrir að þetta svæði komi í stað fyrrnefndra boltavalla.
Áætlað er að Byggingarfélag Gunnars og Gylfa hf. geri svæðið nú síðar á árinu og það sé hluti af skilum fyrirtækisins á hverfinu til Kópavogsbæjar.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkti með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Lundi.
Kynningartíma lauk 6. júlí 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2022 ásamt breyttri tillögu dags. 25. nóvember 2022. Í breytingunni felst að gert verður stórt leik- og útivistarsvæði norðan Lundar 88-60 og vestan Lundar 30, 66 og 72. Á svæðinu verður komið fyrir púttvelli um 540 m2 að stærð, æfingarsvæði til líkamsræktar á gervigrasi, gróðurbeðum, niðurgröfnu trambólíni og leiktækjum fyrir börn. Fallið er frá að koma fyrir boltavelli sem ráðgert var að koma fyrir á svæðinu sem og að koma fyrir körfuboltavelli sem fyrirhugaður var austanvert við Lund 86.
Umrædd breyting á deiliskipulagi Lundar nær aðeins til grænna svæða, leiksvæða og göngustíga á öllu skipulagssvæðinu. Á deiliskipulagsuppdrátt hafa verið innfærðar þær deiliskipulagsbreytingar sem átt hafa sér stað frá 12. febrúar 2008. Að öðru leyti er vísað í deiliskipulag Lundar samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2004 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 17. mars 2005.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt að nýju með áorðnum breytingum dags. 25. nóvember 2022 fyrir lóðarhöfum í Lundi.

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
"Undirrituð telur ekki tímabært að kynna umrædda tillögu að leiksvæði. Ekki hefur verið haft samráð við börn við útfærslu svæðisins. Kópavogsbær er með viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag, en það felur í sér að nota barnasáttmálann sem viðmið í öllum störfum, og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins sem byggir meðal annars á því að börn eigi rétt á að fá að tjá skoðun sína, og hafa áhrif á, ákvarðanir sem varða þau.
Hér er verið að samþykkja að grenndarkynna tillögu sem fylgir afstöðumynd þar sem búið er að setja leiksvæðinu töluverðar skorður og þannig takmarka verulega þau áhrif sem þátttaka barna getur haft. Réttast væri að fresta grendarkynningu þar til samráð við börn hefur farið fram svo þátttaka þeirra hafi möguleika á að hafa raunveruleg áhrif, en sé ekki bara til málamynda og skrauts."

Fundarhlé kl. 17:20

Fundur hófst á ný kl. 17:24

Bókun frá Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni, Andra Steini Hilmarssyni og Gunnari Sæ Ragnarssyni:
"Á fundinum var skipulagsfulltrúa falið að leitast eftir viðbrögðum barna á kynningartímanum. Því er talið að umræddum markmiðum sé fullnægt."

Almenn erindi

4.22114320 - Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Páls Hjaltasonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9. nóvember 2022, um breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 28 við Huldubraut.
Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að setja nýjar tröppur á norðurhlið hússins til að tryggja aðra flóttaleið úr kjallaranum. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 463,6 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,67 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóv. 2022.
Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar 28. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.22115363 - Tillaga bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur.

Lagt fram erindi Helgu Jónsdóttur bæjarfulltrúa dags. 22. nóvember 2022 um að boðað verði til kynningarfundar um umferðarmál fyrir íbúa og hagsmunaaðila við Dalveg þar sem fyrirhugaðar umferðarlausnir fyrir austari hluta Dalvegar verði kynntar sérstaklega.
Fundarhlé kl. 17:05

Fundur hófst á ný kl. 17:15

Tillaga Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar:
"Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Farið verði yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verði lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu."
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Almenn erindi

6.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.
Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022 og skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var tillagan lögð fram og kynnt.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.22112244 - Digranesvegur 8-16A. Ósk um gerð deiliskipulags.

Lagt fram erindi Skala arkitekta f.h. lóðarhafa Digranesvegar 8, 10 og 12 dags. 19. október 2022 þar sem óskað er eftir samvinnu við skipulagsyfirvöld um gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 8, 10, 12, 14, 16 og 16a við Digranesveg í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir umrætt svæði og afmarki mörk svæðisins.
Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar.

Bókun frá Hákoni Gunnarssyni og Helgu Jónsdóttur:
"Lög leyfa ekki að verða við ósk Skala arkitekta um að hefja deiliskipulagsgerð á Digranesvegi 8 - 16 A. Samkvæmt skipulagslögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Þó er heimilt að veita landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Það má því aðeins leyfa að landeigandi eða framkvæmdaraðili hafi svæðið sem deiliskipuleggja allt á forræði sínu. Því er ekki til að dreifa.
Tekið er undir það sem fram kemur í umsögn skipulagsdeildar. Kópavogsbær á að gegna skipulagshlutverki sínu á þessu mikilvæga svæði, og hafa sterka framtíðarsýn og frumkvæði að leiðarljósi í þeirri vinnu. Við hvetjum til að Kópavogsbær hefji sem allra fyrst vinnu við samráð um þróun byggðar og mannlífs í miðbæ Kópavogs."

Hákon Gunnarsson vék af fundi kl. 18:10

Almenn erindi

8.22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.

Lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 og breytt 29. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt með tilvísun 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði auglýst og var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var samþykkt að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 29. september 2022 þar sem fermetrafjöldi verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð er aukinn í 970 m² í samræmi við markmið gildandi deiliskipulags.
Á fundi skipulagsráðs 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kynningartíma lauk kl. 13:00, 2. desember 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Uppfærð byggingaráform skulu lögð fyrir skipulagsráð til samþykktar áður en sótt er um byggingarleyfi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2208168 - Kársnesbraut 96A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 96a við Kársnesbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðinni verði nýtt sem íbúðarhúsnæði.
Lóðin er á íbúðarsvæði ÍB-1 ár Kársnesi og innan þróunarsvæðis ÞR-1. Flatarmál lóðar er 1.529 m². Núverandi byggingarmagn á lóðinni er 1.086,9 m² og nýtingarhlutfall 0,7.
Gert er ráð fyrir að í núverandi húsnæði á lóðinni verði efri hæð hússins innréttuð sem 18-24 einstaklings- og 2. herbergja íbúðir, 30-50 m² að flatarmáli. Í kjallara er gert ráð fyrir rými fyrir hjól og vagna og geymslur. Svalir og/eða sérafnotareitur fylgi hverri íbúð auk sameiginlegs dvalarsvæðis á suðurhluta lóðarinnar. Byggingarmagn á lóð og nýtingarhlutfall helst óbreytt. Bílastæði verði alls 22 á norður- og vesturhluta lóðarinnar.
Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 1. desember 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

10.2208037 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.

Lögð fram umsókn KR arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut. Í breytingunni felst að tvennum svölum á þriðju hæð hússins verði lokað að hluta til, með kaldri svalalokun. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Byggingarmagn er 699,4 m², verður 768,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,7, verður 0,78.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og deiliskipulagsuppdráttur dags. desember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 72, 73, 74, 76, 77, 78 og 79, Þinghólsbrautar 38, 40, 42 og 44.

Almenn erindi

11.22114856 - Digranesvegur 72A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 11. nóvember 2022, þar sem umsókn Huldu Jónsdóttur arktekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að kjallari verði stækkaður um 43 m². Núverandi byggingarmagn á lóðinni er 179,4 m² og verður 222,4 m² eftir breytingu. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,29 í 0,36.
Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 70 og 72, Hrauntungu 133.

Almenn erindi

12.22114970 - Gulaþing 25. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 23. nóvember 2022 um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum á lóðinni ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagns er 250 m2 og nýtingarhlutfall 0,14.
Í breytingunni felst að bílskúr norvesturhluta lóðarinnar verði nýttur sem vinnustofa og að fyrirhugað opið bílskýli verði lokaður bílskúr sambyggður íbúðarhúsinu.
Byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar er felldur niður.
Núverandi byggingarmagn á lóðinni er 207,2 m², gert er ráð fyrir að það aukist í 258,4 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,11 í 0,14.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. nóvember 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

13.22115500 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Áætlað er að gera upp núverandi bílskúr á lóðinni. Byggingarmagn á lóðinni yrði eftir breytingu 584 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,13, í 0,52.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. júní 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 1. desember 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.22115501 - Grenigrund 8, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022, vegna umsóknar K.R. arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi.
Á lóðinni er fjölbýlishús á þremur hæðum byggt árið 1958. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið hússins, 8,3 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eyskt úr 386 m² í 394,3 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,38 í 0,39. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Grenigrundar 2A, 2B, 4, 6 og 10.

Almenn erindi

15.22115502 - Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Ellerts Más Jónssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
Á lóðinni er raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1966, alls 214,3 m² að flatarmáli. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni.
Í breytingunni felst að byggt verði við húsið skýli yfir hluta svala á eftir hæð, 24,8 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eykst úr 214,3 m² í 239,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,4.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 20. október 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.22115334 - Tillaga bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur

Lagt fram að nýju erindi Helgu Jónsdóttur bæjarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 um að aflað verði umsagnar frá sviðsstjóra menntasviðs um kosti þess og galla að sameina fyrirhugaða skólabyggingu leikskóla við Skólatröð og Kópavogsskóla.
Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember var samþykkt að óska eftir umsögn sviðsstjóra menntasviðs.
Þá lögð fram umsögn sviðsstjóra menntasviðs dags. 2. desember 2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:49.