Skipulagsráð

134. fundur 19. desember 2022 kl. 15:30 - 20:14 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2211029F - Bæjarráð - 3110. fundur frá 08.12.2022

22114320 - Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð visar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Bæjarráð visar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22115500 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð visar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2211017F - Bæjarstjórn - 1268. fundur frá 13.12.2022

2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2209780 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2109652 - Melgerði 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22114320 - Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22115500 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2212508 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2036. Landnotkun Rjúpnahæð, skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 12. desember 2022. Óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2036. Í breytingunni felst breytt landnotkun á óbyggðu svæði í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð sem liggur að sveitarfélagsmörkum Kópavogs.
Arinbjörn gerir grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 16:10

Almenn erindi

4.22114382 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting á vaxtarmörkum við Rjúpnahlíð. Skipulagslýsing.

Lagt fram að nýju erindi Jóns Kjartans Ágústssonar, svæðisskiplagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 9. nóvember 2022 um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á vaxtarmörkum við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar í Rjúpnahlíð/Rjúpnahæð. Óskað er eftir því að lýsingin verði tekin til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.22115327 - Útilistaverk í Kópavogi.

Lagt fram erindi Bjarka Bragasonar myndlistarmanns, dags 24. nóvember 2022, um staðsetningu útilistaverks í Kópavogi. Á fundi lista- og menningarráðs 12. mars 2020 kynnti Bjarki hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Ráðið leit jákvætt á erindið og óskaði eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið. Bjarki kynnti hugmyndina á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 15. október 2020, var því vísað til umsagnar umhverfissviðs.
Bjarki Bragason gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Bjarki Bragason - mæting: 15:45

Almenn erindi

6.2201242 - Leiðbeiningar fyrir deiliskipulag og breytingar á lóðum og húsnæði í Kópavogi

Lögð fram uppfærð tillaga að leiðbeiningum um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 19. desember 2022. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 kemur fram að á skipulagstímabilinu verði unnin greining á íbúðarhverfum Kópavogs og sett verði fram markmið og leiðbeiningar um fjölgun íbúða innan núverandi byggðar. Í aðgerðaráætlun Umhverfissviðs (stefnuáhersla 5-umhverfisvæn skipulagsheild) er verkefnið nánar útfært.
Á fundum skipulagsráðs 4. júlí, 29. ágúst og 17 október 2022 voru lögð fram og kynnt drög að ofangreindri tillögu.
Verkfærakistan og leiðbeiningar eru unnar af Alta í samvinnu við umhverfissvið. Þá lögð fram uppfærð tillaga dags. 19. desember 2022. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir málinu.
Fundarhlé kl. 17:47
Fundur hófst á ný kl. 17:50

Skipulagsráð samþykkir að framlagðar leiðbeiningar og gæðaviðmið dags. 19. desember 2022, ásamt þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum, verði hafðar að leiðarljósi við mat á umsóknum um breytingar á lóðum og húsnæði.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 16:55

Almenn erindi

7.2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.

Lög fram tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.
Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.
Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.
Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. desember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett.
Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02.
Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m².
Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað.
Nú lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2208096 - Kópavogsbraut 12. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa dags. 12. ágúst 2022 um breytt fyrirkomulag á lóðinni. Á lóðinni er í dag einbýlishús, kjallari, hæð og ris með stakstæðum bílskúr. Alls 257,4 m² að flatarmáli. Núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,18. Í breytingunni felst að á norðurhluta lóðarinnar verði reist nýbygging, staðsteypt einbýlishús á einni hæð auk kjallara með aðkomu frá Meðalbraut, um 295 m² að flatarmáli. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,18 í 0,38.
Ekki er gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt heldur verði núverandi hús og fyrirhuguð nýbygging á sameiginlegri lóð.
Uppdrættir ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 26. júlí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað var til yfirstandandi vinnu við þróun leiðbeininga og gæðaviðmiða fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.
Þá lagt fram uppfært erindi lóðarhafa dags. 14. desember 2022.
Skipulagráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við leiðbeiningar um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 19. desember 2022.

Almenn erindi

10.22033105 - Álfhólsvegur 62. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Indro Candi dags. 26. júlí 2022. Á lóðinni er 140 m² einbýlishús á tveimur hæðum auk 31.1 m² bílskúrs. Í erindinu er óskað eftir því að reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið núverandi íbúðarhúss alls um 179 m². Bílastæði verði þrjú í stað tveggja. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 171,1 m² í 350,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,17 og verður 0,35.
Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 26. júlí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað er til yfirstandandi vinnu við þróun leiðbeininga og gæðaviðmiða fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.
Skipulagráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við leiðbeiningar um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 19. desember 2022.

Almenn erindi

11.22115502 - Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Ellerts Más Jónssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
Á lóðinni er raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1966, alls 214,3 m² að flatarmáli. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni.
Í breytingunni felst að byggt verði við húsið skýli yfir hluta svala á eftir hæð, 24,8 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eykst úr 214,3 m² í 239,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,4.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 20. október 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 8. desember 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2211003 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, þar sem umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 446 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 3. október 2022. Skýringarmyndir 29. ágúst 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.
Kynnningartíma lauk 16. desember 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2212082 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki.
Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2212442 - Urðarhvarf 10, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð.
Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2212038 - Vallakór 4. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn Helga Más Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 2. desember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 4 við Vallakór. Í breytingunni felst að heimilað verði að bæta við 23 bílastæðum og grenndargerði á norðurhluta lóðarinnar.
Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 4. október 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samvinnu við umhverfissvið. Huga skal sérstaklega að staðsetningu og stærð grenndargerðis sem og aðkomu að lóðinni.

Almenn erindi

16.2212414 - Snókalönd við Bláfjallaveg, deiliskipulag.

Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar dags. 12. desember 2022 um tillögu að nýju deiliskipulagi við Snókalönd við Bláfjallaveg. Skipulagið afmarkast af gamalli hraunnámu, sem í dag er skilgreind sem afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir einni lóð þar sem gert er ráð fyrir aðkomu, bílastæðum og byggingarreit, þar sem gert er ráð fyrir byggingum tengdum norðurljósaskoðunum.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur dags. 30. nóvember 2022.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

17.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022. Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022, minnisblað um umhverfisáhrif frá Mannviti uppfært 1. desember 2022, áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022 og húsakönnun dags. 1. desember 2022 og uppfært 15. desember 2022.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022.
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé hófst kl. 19:40
Fundur hófst á ný kl. 19:44

Tillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að afgreiðslu málsins sé frestað var hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.

Fundarhlé hófst kl. 19:46
Fundur hófst á ný kl. 19:54

Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
"Fyrir liggja upplýsingar um að vænta megi svars fyrir jól frá Innviðaráðuneytinu um niðurstöðu vegna málskots íbúa á Kársnesi til Skipulagsstofnunar um lögmæti við gerð deiliskipulags fyrir reit 13. Undirritaðar töldu eðlilegt að fresta málinu þar til svar liggur fyrir en þykir miður að fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi hafnað tillögu um frestun."

Fundarhlé kl. 19:55
Fundur hófst á ný kl. 20:11

Bókun Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar:
"Öll vinna málsins hefur verið afar vönduð, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða. Skipulagsvinna á reit 13 á sér langan aðdraganda og ferill málsins liggur fyrir."

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 20:14.