Skipulagsráð

145. fundur 03. júlí 2023 kl. 15:30 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2306004F - Bæjarstjórn - 1281. fundur frá 27.06.2023

2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23052122 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2305488 - Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



1908534 - Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2306007F - Bæjarráð - 3134. fundur frá 22.06.2023

2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23052122 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um byggingarleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.



23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2305488 - Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



1908534 - Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2306009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 165. fundur frá 20.06.2023

23051922 - Rekstur á biðskýlum strætisvagna í Kópavogi.

Umræður. Vísað til umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.



23051341 - Hjólabrettaskál í Kópavogsdal.

Umhverfis- og samgöngunefnd horfir jákvætt á staðsetningu hjólabrettaskálarinnar í Kópavogsdal við Smárahvammsvöll og hvetur til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og unnt er. Vísað til bæjarráðs til samþykkis.



2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026.

Lagt fram og kynnt.



23061091 - Umhverfisviðurkenningar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillagt fyrirkomulag umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2023.



23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnisblaði skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við tillögu Garðabæjar að breytingu á aðalskipulagi.



23052121 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar.

Umræður.



2306997 - Menningarmiðja Kópavogs.

Lagt fram og kynnt.



23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gera ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023.

Almenn erindi

4.2201624 - Arnarland í Garðabæ.

Kynning á mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ sem unnið er á vegum landeigenda í samráði við Garðabæ.

Nýtt deiliskipulag í Arnarlandi gerir ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu sem m.a. styður við forsendur Borgarlínu og markmið og leiðarljós svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi íbúðareininga á svæðinu er áætlaður um 500 íbúðir í uppbrotinni fjölbýlishúsabyggð sem felld er að landi. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 38.000 m2 undir verslun, skirfstofur og þjónustu með áherslu á heilsutengda starfsemi í heilsuklasa. Almennt er gert ráð fyrir að hæðir húsa verði á bilinu 3-6 hæðir og kennileitisbygging heilsuklasa næst Hafnarfjarðarvegi allt að 9 hæðir.

Áhersla er á byggð og umhverfi sem styður við virkan lífsstíl og fjölbreytt dvalar-, leik- og hreyfisvæði. Sérstök áhersla er á fjölbreytta samgöngumáta og góðar tengingar við nærliggjandi stígakerfi og opin svæði. Skipulagið gerir ráð fyrir að lega Borgarlínu geti orðið um miðju Arnarlands eða meðfram Hafnarfjarðarvegi en endanleg lega hennar ákvarðast við frekari hönnun Borgarlínu. Stefnt er að því að skipulagsáæltunin hljóti vistvottun Breeam vottunarkerfisins.

Samhliða deiliskipulagi er gerð breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, landnotkunarreit 3.37, þar sem sem landnotkun verður breytt úr verslun og þjónusta (Vþ) í miðsvæði (M) til þess að rúma blandaða byggð íbuða, atvinnu, skrifstofa, verslunar og þjónustu. Þá verður ákvæðum um hámarkshæð bygginga breytt úr 8 hæðir í 3-6 hæðir en kennileitisbygging heilsuklasa allt að 9 hæðir.

Jóhanna Helgadóttir, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Mikilvægt er að svæðið allt verði heildstæð byggð og þjóni hagsmunum beggja sveitarfélaga. Áður en lengra er haldið þurfa að fara fram viðræður um sveitarfélagamörk milli Kópavogs og Garðabæjar.

Gestir

  • Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf - mæting: 15:35
  • Hrönn Hafliðadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála hjá Garðabæ - mæting: 15:35
  • Jóhanna Helgadóttir, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic - mæting: 15:35
  • Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu - mæting: 15:35

Almenn erindi

5.23061846 - Umhverfissvið, aðgerðaáætlun, stefnumörkun.

Kynning á stöðu aðgerða tengdum skipulagsmálum í aðgerðaáætlun 2023 til uppfyllingar stefnu umhverfissviðs. Yfirlit yfir aðgerðir og framgang er aðgengilegt í Nightingale.

Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.23061532 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 28. júní 2023 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7. við Smiðjuveg. Óskað er eftir að fá að nýta neðri

hæð viðbyggingar á norðurhlið hússins og koma fyrir tveimur hurðum. Samhliða eru lagt til að leiðrétt verði fermetra fjöldi núverandi húsnæðis og öll A og B rými verða talin með í heildarbyggingarmagni. Í breytingunni felst að heildar byggingarmagn eykst úr 3.044 m² í 3.554 m² sem er aukning um 510 m². Nýtingarhlutfall eykst því úr 0,44 í 0,50.

Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 17. apríl 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg.

Almenn erindi

7.23051641 - Víðigrund 23, 25 og 29. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 23, 25 og 29 við Víðigrund um breytingu á deiliskipulagi. Vestan við lóð nr. 25 við Víðigrund eru tvær bílskúrslóðir sem tilheyra lóðarhöfum nr. 23 og 29 við Víðigrund. Í breytingunni fellst að lóð nr. 25 við Víðigrund og bílskúrslóðirnar tvær verði stækkaðar um u.þ.b 63 cm hver til vesturs svo að bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 23 fari úr 70 m² í 81,5 m², bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 29 fari úr 68 m² í 79,5 m² og lóð nr. 25 fari úr 453 m² í 470,4 m². Bílskúrar verði því stærri en deiliskipulag gerir ráð fyrir, lengdir úr 6,7m í 8,7m til norðurs og breikkaðir úr 3,7m í 4,33m til vesturs. Komið verður fyrir þremur litlum gluggum á vesturhlið bílskúrs nr. 29. Komið verður fyrir hurð og gluggum á austurhlið bílskúrs nr. 25 þar sem bílskúrinn stendur innan lóðarmarka viðkomandi húss. Hæð skúranna verður 3,25m. Stærð bílskúra í deiliskipulagi er 24,8m² fyrir bílskúr og verður 37,6m² eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á bílskúrslóðum nr. 23 og 29 er 0,36 og verður 0,47 eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á lóð við nr. 25 er 0,34 og verður 0,36.

Uppdrættir í mkv 1:100 og 1:500 dags 28. júní 2023 og erindi dags. 29. júní 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9, 11, 27 og 31 við Víðigrund og nr. 23, 25, 27 og 29 við Reynigrund.

Almenn erindi

8.23061946 - Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 23. júní 2023 þar sem umsókn Pálmars Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Borgarholtsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, stækka kvisti á suður- og norðurhlið hússins ásamt breytingum á innra skipulagi og brunavörnum. Við breytinguna stækkar húsið um 2,7 m².

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 15. ágúst 2022 og skráningartafla dags. 9. júní 2022.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 32, 33, 25 og 36 við Borgarholtsbraut og nr. 18 og 18A við Hófgerði.

Almenn erindi

9.23052131 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Sótt er um að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð.

Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021.

Á fundi skipulagsráðs þann 5. júní 2023 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar ásamt fylgiskjölum, dags. 30. júní 2023.
Fundarhlé hófst kl. 17:25. Fundur hófst að nýju kl. 17:35.

Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar og með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-16 við Hraunbraut og nr. 21B, 21D, 23 og 25 við Kársnesbraut.

Bókun:
Þess er óskað að í öllum málum sem kalla á ákvörðun skipulagsráðs liggi fyrir umsögn skipulagsdeildar þar sem m.a. er gerð grein fyrir forsögu og undirbúningi máls, yfirferð á þeim lagaákvæðum sem á reynir við afgreiðsluna s.s. í skipulagslögum, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum, samningum sem bærinn kann að vera bundinn af varðandi svæðið og skírskotun málsins í aðalskipulag, deiliskipulag, svæðisskipulag og verklagsreglur samþykktar af skipulagsráði. Þannig fær skipulagsráð nægjanlegar upplýsingar til að undirbúa ákvarðanir sínar vel með skýrum rökstuðningi hverju sinni.
Helga Jónsdóttir
Gunnar Sær Ragnarsson
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Almenn erindi

10.23032121 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar dags. 26. janúar 2023 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 17,2 m² útigeymslu á suðausturhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,28 við breytinguna.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. janúar 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 3. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 15. maí 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 5. júní 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. júní 2023.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 30. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2302560 - Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 10. febrúar 2023 þar sem umsókn THG arkitekta dags. 6. febrúar 2023 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 43 m² vinnustofu á lóðamörkum Skólagerðis 19 og Borgarholtbrautar 48. Nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0,43 í 0,48.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 13 þann 29. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 11. maí 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2023 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2022.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. júní 2023.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 16. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.23032126 - Lyngbrekka 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2023 þar sem umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 13. febrúar 2023 fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Lyngbrekku er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir hækkun núverandi einbýlishúss á lóðinni um eina hæð, samtals 66,2 m². Jafnframt er gert ráð fyrir 39 m2 þaksvölum á efri hæð sem snúa til austurs. Hámarkshæð verður eftir breytingu 6,2 m með þakhalla til suðurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m² við breytinguna. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,33.

Uppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 13. febrúar 2023.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 21. júní 2023, eitt erindi barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulagsdeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendavarf/Vatnsendahæð. Afgreiðslu málsins var frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 26. júní 2023 sem barst að loknum kynningartíma.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

14.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var lögð fram að lokinni kynningu skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Afgreiðslu málsins var frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 26. júní 2023 sem barst að loknum kynningartíma.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst. Á fundi skipulagsráðs 20. mars 2023 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023. Var tillagan samþykkt og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 20. mars 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Í bréfi frá ISAVIA dags. 15. maí 2023 var vakin athygli á að þeim hafi ekki borist umsagnarbeiðni á kynningartíma tillögunnar. Þá er nú lögð fram umsögn ISAVIA, dags. 19. júní 2023, ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 23. júní 2023 og uppfærðri umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 23. júní 2023 með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.23061086 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040. Kynning á tillögu á vinnslustigi. Endurskoðun aðalskipulags.

Lagt fram erindi Kristins Pálssonar, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 12. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. júní 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð tekur undir umsögn skipulagsdeildar dags. 29. júní 2023.

Fundi slitið - kl. 18:30.