Skipulagsráð

153. fundur 20. nóvember 2023 kl. 15:30 - 18:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinn Gíslason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2310020F - Bæjarstjórn - 1287. fundur frá 14.11.2023

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2206018 - Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.



23051641 - Víðigrund 23, 25 og 29. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23062059 - Vesturvör 38A og 38B. Breytt deiliskipulag

Kolbeinn Reginsson óskar eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins:



Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með eftirfarandi hætti:



Elísabet B. Sveinsdóttir segir já

Orri V. Hlöðversson segir já

Ásdís Kristjánsdóttir segir ja

Hjördís Ýr Johnson segir já

Hanna Carla Jóhannsdóttir segir já

Sigrún Hulda Jónsdóttir segir já

Theódóra S. Þorsteinsdótitr segir já

Sigurbjörg E. Egilsdóttir situr hjá

Helga Jónsdóttir segir nei

Kolbeinn Reginsson segir nei

Bergljót Kristinsdóttir situr hjá



23091637 - Kjóavellir, Landsendi 31. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2311003F - Bæjarráð - 3150. fundur frá 09.11.2023

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2206018 - Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23051641 - Víðigrund 23, 25 og 29. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar



23062059 - Vesturvör 38A og 38B. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23091637 - Kjóavellir, Landsendi 31. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.23052181 - Nýbýlavegur 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn frá Klasa ehf. dags. 15. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar lóðarinnar nr. 1 við Nýbýlaveg þar sem óskað er eftir samtali um þróun lóðarinnar.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð óskar eftir minnisblaði um forsögu málsins og stöðu.

Gestir

  • Sólveig Jóhannsdóttir - mæting: 15:30
  • Ingvi Jónasson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30b og 30c í einn reit, 30a. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og byggingarmangn eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heimdarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Heiti húsa breytast úr 30a, 30b og 30c í 30 og 30a.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 13. október 2023 ásamt skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Sveins Gíslasonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé kl. 16.47, fundi framhaldið kl. 17:02.

Bókun:
„Það vekur athygli að hér er verið að auka byggingarmagn neðanjarðar um rúma 10.000 fermetra án þess að nokkur umferðargreining fylgi. Undirrituð árétta afstöðu sína frá fundi skipulagsráðs þann 18. september 2023 þar sem fyrirspurn lóðarhafa Dalvegar 30 var til afgreiðslu. Ekki á að taka ákvarðanir í einstökum málum fyrr en lögbundið samráð hefur átt sér stað í samræmi við samhljóða samþykkt skipulagsráðs frá 5. desember 2022. Þar var lofað að efna til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi og fara yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.frv.“
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundarhlé kl. 17:03, fundi framhaldið kl. 17:13.

Bókun:
„Heildarfjöldi stæða var 470 fyrir breytingu og verður áfram 470 eftir breytingu. Fleiri stæði verða neðanjarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og stæðum ofanjarðar fækkar. Aukning byggingarmagns neðanjarðar stafar aðallega af auknu geymslurými sem er ekki umferðarskapandi. Undirrituð telja ekki þörf á framkvæmd sérstakrar umferðargreiningar í þessu ljósi. Meirihlutinn tekur undir þörfina á að halda kynningarfund samhliða samþykkt skipulagsráðs og telur eðlilegt að slíkur fundur verði haldinn á kynningartíma.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Sveinn Gíslason.

Almenn erindi

5.2311819 - Áætlun um fundi skipulagsráðs 2024

Lögð fram áætlun um fundi skipulagsráðs árið 2024 dags. 17. nóvember 2023.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

6.2311812 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Emils Þórs Guðmundssonar byggingarverkfræðings dags. 17. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Bollasmára um breytingu á deiliskipulagi.

Í gildandi deiliskipulagi er ein íbúð á tveimur hæðum heimiluð á lóðinni og heildarbyggingarmagn 308,6 m². Í breytingunni felst að neðri hæð hússins verði stækkuð til vesturs um 11 m² undir nýja útbyggingu efri hæðar, sem samþykkt var 2020. Byggingarmagn eykst úr 308.6 m² í 320m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0.45 í 0.46.

Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 17. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðarnna nr. 1-9 við Bollasmára og 1, 3, 5, 7 og 9 við Brekkusmára.

Almenn erindi

7.23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B.

Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. október 2023 var tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu ásamt umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn um framkomnar athugasemdir dags. 14. nóvember 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 11. maí 2023, uppfærður dags. 31. október 2023. Á uppfærðum uppdrætti hefur verið bætt við skýringarmyndum til að gera betur grein fyrir breytingum og texti uppfærður m.t.t. málsmeðferðar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 31. október 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35. Á fundi skipulagsráðs 5. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina, kynningartíma lauk 11. ágúst 2023. Athugasemdir bárust. Á 147. fundi skipulagsráðs var erindið lagt fram ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma og erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram breytt tillaga dags. 13. nóvember 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.23101419 - Álfhólsvegur 27. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Rafael Cao Romero Millan arkitekts dags. 16. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 27 við Álfhólsveg. Á lóðinni er bílskúr og geymsla, samtals 68,8 m² sem hefur verið breytt í tvær íbúðir. Önnur íbúðin er 52,7 m² og 16,1 m². Óska eigendur eftir því að fá viðhorf skipulagsráðs um að heimila íbúðirnar á sér fasteignanúmer. Undirritað samþykki allra eigenda í húsinu liggur fyrir.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags 17. nóvember 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Sveins Gíslasonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.23061093 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Ný kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar skipulagsráðs Kópavogs um höfnun á breyttu deiliskipulagi

Á fundi bæjarráðs 2. nóvember 2023 var lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 71/2023. Bæjarráð vísaði úrskurðinum til skipulagsráðs.
Lagt fram. Umræður.

Almenn erindi

11.23111092 - Hverfisskipulag í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðahverfi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 16. nóvember 2023 vegna tillögu að nýju hverfisskipulagi.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindi.

Fundi slitið - kl. 18:21.