Skipulagsráð

154. fundur 04. desember 2023 kl. 15:30 - 18:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari skipulagsdeildar.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2311014F - Bæjarstjórn - 1288. fundur frá 28.11.2023

23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.



23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2311015F - Bæjarráð - 3152. fundur frá 23.11.2023

23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2310013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 169. fundur frá 21.11.2023

2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal.

Lagt fram og kynnt.



2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Umhverfis og samgönguefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Umhverfis og samgönguefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.



23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar.

Kynningu og umræðum haldið áfram á næsta fundi.



23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið hefji samtal við rafhlaupahjólaleigur í samræmi við tillögur ræddar á fundinum.



23091400 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Ráðstöfun fjármuna til gang- og hjólastíga.



Bókun frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar, Vinum Kópavogs og Viðreisnar.

Það er mjög óheppilegt að stór hluti af því fé sem bærinn ráðstafar árum saman síðan 2019 til hjólastíga sé ekki nýtt til framkvæmda og hverfi úr málaflokknum þegar ekki er framkvæmt. Sérstaklega með tilliti til öryggis hjólandi vegfarenda og til að hvetja fólk til þátttöku í orkuskiptum í samræmi við samgöngustefnu bæjarins. Nú virðist miðað við fjárhagsáætlun verði engum fjármunum varið til stígagerðar utan samgöngusáttmála.



Bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Meirihluti Umhverfis og samgöngunefndar tekur ekki undir bókun minnihlutans og bendir á þá uppbyggingu sem þegar hefur verið lokið við og fyrirhugaðar eru á næstu árum.

Almenn erindi

4.23082802 - Hafnarbraut 4-8. Breytt byggingaráform.

Lagt fram að nýju erindi Hans-Olavs Andersens arkitekts dags. 28. ágúst 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 4-8 við Hafnarbraut um breytt byggingaráform. Í breytingunni felst breytt þakform, flatt þak í stað mænisþaks ásamt breyttum frágangi svalahandriða og breytingu á klæðningu hússins. Á lóðunum er í gildi deiliskipulag Hafnarbrautar 2-10 og Kársnesbrautar 108-114 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Áður samþykkt byggingaráform dags. 28. febrúar 2018 voru lögð fram í skipulagsráði þann 19. mars 2018. Erindið var áður lagt fram á fundi skipulagsráðs 18. september 2023, afgreiðslu var frestað.

Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 18. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform dags. 18. nóvember 2023 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Kristinn D. Gissurarson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Þrátt fyrir að breytt byggingaráform séu samþykkt á þessum fundi lýsa undirrituð yfir mikilli vanþóknun á vinnubrögðunum þar sem breytingar á byggingaráformum koma fyrir skipulagsráð eftir að byggingin sem sótt er um breytingar á er risin. Tryggja þarf að þessi vinnubrögð endurtaki sig ekki.“

Hjördís Ýr Johnson
Kristinn Dagur Gissurarson
Andri Steinn Hilmarsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson

Bókun:
„Undirritaðar telja óásættanlegt að byggingaráform þau sem samþykkt voru í mars 2018 séu vanvirt með öllu. Húsið er þegar risið. Því er of seint að leggja málið fyrir skipulagsráð þegar framkvæmdum er lokið í óleyfi.“

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Gestir

  • Hans-Olav Andersen - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.23111611 - Göngu- og hjólastígar um botn Kópavogs. Deiliskipulag

Lagt fram erindi umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 24. nóvember 2023 þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags í botni Kópavogs þar sem fyrirhugað er að gera breytingar á núverandi stíg til að aðgreina umferð ganganda og hjólandi vegfarenda. Mörk svæðis í suðri eru við sveitarfélagsmörk Garðabæjar og Kópavogs og í norðri við undirgöng undir Hafnarfjarðarveg.

Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerði grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir göngu- og hjólastíg á ofangreindu svæði með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð árétta að Kópavogsbær á hvorki samgöngustefnu né hjólreiðaáætlun, og umferðaröryggisáætlun hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012. Mikilvægt er að úr þessu verði bætt sem fyrst, enda ætti með réttu að horfa til slíkra áætlana í vinnu við gerð göngu- og hjólastíga í bænum.“
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson

Almenn erindi

6.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 24. nóvember 2023 þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags um Kópavogsháls þar sem fyrirhugað er að gera breytingar á núverandi stíg til að aðgreina umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Mörk svæðis í suðri eru við undirgöng undir Hafnarfjarðarveg og í norðri við undirgöng undir Borgarholtsbraut.

Stígarnir eru hluti af skilgreindu stofnstíganeti á höfuðborgarsvæðinu og fjármagnaðir af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga.

Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerði grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir göngu- og hjólastíg á ofangreindu svæði með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð árétta að Kópavogsbær á hvorki samgöngustefnu né hjólreiðaáætlun, og umferðaröryggisáætlun hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012. Mikilvægt er að úr þessu verði bætt sem fyrst, enda ætti með réttu að horfa til slíkra áætlana í vinnu við gerð göngu- og hjólastíga í bænum.“
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson

Almenn erindi

7.23111613 - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut, Hábraut og Hamraborg. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 24. nóvember 2023 þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Ásbraut, Hábraut og Hamraborg þar sem fyrirhugað er að gera breytingar á núverandi stíg til að aðgreina umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Mörk svæðis í suðri eru við Gerðarsafn og í norðri við botn Ásbrautar.

Stígarnir eru hluti af skilgreindu stofnstíganeti á höfuðborgarsvæðinu og fjármagnaðir af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga.

Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerði grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir göngu- og hjólastíg á ofangreindu svæði með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Undirrituð árétta að Kópavogsbær á hvorki samgöngustefnu né hjólreiðaáætlun, og umferðaröryggisáætlun hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012. Mikilvægt er að úr þessu verði bætt sem fyrst, enda ætti með réttu að horfa til slíkra áætlana í vinnu við gerð göngu- og hjólastíga í bænum.“
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson

Almenn erindi

8.23112022 - Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Lögð fram umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 28. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 10 og 12 við Arnarsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild fyrir fjarskiptaloftneti á vesturgafli húss.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 5. september 2023 ásamt undirrituðu umboði lóðarhafa úr báðum húsfélögum hússins dags. 25. ágúst 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 4-18 við Arnarsmára.

Almenn erindi

9.23081198 - Kársnesbraut 102, 102A og 104. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi Helga Steinars Helgasonar arkitekts dags. 12. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 102, 102A og 104 við Kársnesbraut þar sem óskað er eftir heimild skipulagsráðs til að hefja deiliskipulagsvinnu á lóðunum. Áform lóðarhafa eru að lóðirnar verði sameinaðar í tvær fjölbýlishúsalóðir og að nýtingarhlutfall hvorrar lóðar verði 2,0. Hæðir húsa að Kársnesbraut verði 3 hæðir og 5 hæðir við Vesturvör. Efsta hæð verði inndregin. Jafnframt er gert ráð fyrir niðurgröfnum bílageymslum á lóðunum. Fyrirhugaður fjöldi íbúða verði um 120-140 samtals á báðum lóðunum og að meðalstærð íbúða verði 80 m². Erindið var lagt fyrir skipulagsráð 6. nóvember 2023. afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023.
Skipulagsráð hafnar erindinu með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.23082655 - Aflakór 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jens Arnars Árnasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Aflakór um breytt deiliskipulag. Í gildi er deiliskipulagið Rjúpnahæð- austurhluti samþykkt í bæjarráði 7. september 2006. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit að hluta, breyting á stærð og afstöðu sorpskýlis og yfirbyggðu hjólaskýli komið fyrir. Nýtingarhlutfall er 0.42 en verður 0.44 með tillögu að breytingu. Byggingarmagn eykst um 19.94m², það fer úr 380m² í 399.94m². Á fundi skipulagsráðs 16. október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 1. desember 2023, engar athugasemdir bárust.

Uppdráttur í mkv. 1:100, 1:200, 1:500 og 1: 1000 dags. 12. október 2023. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. október 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 12 m² til að koma fyrir glerskála á einni hæð við suðurhlið byggingar. Byggingarmagn eykst úr 274,5 m² í 300,9 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,4.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 23. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 5, 7, 9 og 12 við Logasali.

Almenn erindi

12.23031267 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Helga Indriðasonar arkitekts dags. 1. mars 2023 um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um stækkun bílskúrs um 33cm til suðurs og 26cm til austurs, samtals 4,1 m² ásamt færslu bílskúrs rúmum metra nær lóðarmörkum bæjarlands eða 2,87 metra frá lóðarmörkum.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. ágúst 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 121 og 125 við Kársnesbraut og nr. 68 og 70 við Holtagerði með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Um leið og skipulagsráð samþykkir að vísa málinu til grenndarkynningar lýsir það yfir vanþóknun á vinnubrögðum lóðarhafa.“
Hjördís Ýr Johnson
Kristinn D. Gissurarson
Andri Steinn Hilmarsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson

Almenn erindi

13.23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35. Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 6, 8, 10, 14, 16, 18, 20 og 22 við Kópavogsbraut og nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut. Tillagan var grenndarkynnt og frestur til að gera athugasemd var til kl. 12:00 föstudaginn 11. ágúst 2023. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Skipulagsráð frestaði erindinu og vísaði til umsagnar skipulagsdeildar.

Á fundi skipulagsráðs 20. nóvember sl. var lögð fram breytt tillaga lóðarhafa dags. 13. nóvember 2023 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Í breytingunni fólst að fyrirhuguð nýbygging á lóðinni er minnkuð um 30 m2 á vesturhluta lóðarinnar og fyrirhugað nýtt nýtingarhlutfall lækkað úr 0,35 í 0,33.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023. Jafnframt er lögð fram greinargerð lóðarhafa dags. 12. ágúst 2022.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með vísan til umsagnar skipulagsdeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun skipulagsráðs:
„Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndir um þéttingu byggðar á svæðinu sem afmarkast af Skjólbraut í vestri, Kópavogsbraut í suðri og Meðalbraut í norðri. Eðlilegt væri að horfa til bæjarlands við Kópavogsbraut við slík áform. Að því leyti er tekið undir umsögn skipulagssviðs um að svo viðamiklar breytingar sem hér er sótt um kalli á að stærra svæði sé undir við deiliskipulagsgerð. Tækifæri eru til þéttingar á svæðinu til bæði norðurs og suðurs."

Almenn erindi

14.23112021 - Jörfalind 19. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Jörfalind um viðbyggingu. Á lóðinni stendur 190,8 m² endaraðhús á tveimur hæðum. Fyrirhuguð staðsteypt viðbygging er 18 m² á stærð og myndi bætast við suðurgafl húss nr. 19, á neðri hæð. Efri hæð viðbyggingar myndi þá nýtast sem þaksvalir til suðurs. Nýtingarhlutfall lóðar færi úr 0,4 í 0,5. Á lóðinni er í gildi deiliskipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 15. ágúst 1995.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. nóvember 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við verkfærakistu fyrir þróun byggðar í Kópavogi.

Almenn erindi

15.2311751 - Skipulag hafnarsvæðis

Lagt fram erindi hafnarstjórnar dags. 9. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á skipulagi hafnarinnar á Kársnesi.

Erindið var lagt fyrir hafnarstjórn þann 14. nóvember 2023. Hafnarstjórn vísaði tillögunni til skipulagsráðs.
Lagt fram. Tillögum hafnarstjórnar dags. 9. nóvember 2023 er vísað til yfirstandandi vinnu við mótun heildarsýnar fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi.

Almenn erindi

16.2311819 - Áætlun um fundi skipulagsráðs 2024

Lögð fram áætlun um fundi skipulagsráðs árið 2024 dags. 21. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun.

Bókun:
„Undirritaður gerir tillögu um að haldinn verði að vori sameiginlegur vinnufundur starfsmanna umhverfissviðs og ráðsmeðlima.
Tekinn verði frá einn vinnudagur og niðurstöður teknar saman. 
Dagskrá verði ákveðin með góðum fyrirvara og unnin í samvinnu aðilanna
Viðfangsefni geta verið margskonar en markmiðið er að efla vinnubrögð Skipulagsráðs, skilgreina verkaskiptingu og gera starfsemi ráðsins skilvirkari.“
Hákon Gunnarsson

Fundi slitið - kl. 18:16.