Skipulagsráð

155. fundur 18. desember 2023 kl. 15:30 - 18:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2311022F - Bæjarstjórn - 1289. fundur frá 12.12.2023

23081198 - Kársnesbraut 102, 102A og 104. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.



23082655 - Aflakór 20. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2311025F - Bæjarráð - 3154. fundur frá 07.12.2023

23081198 - Kársnesbraut 102, 102A og 104. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23082655 - Aflakór 20. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2312648 - Vistvæn uppbygging.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt flytur erindi um vistvæna uppbyggingu.
Kynning. Umræður.

Gestir

  • Arnhildur Pálmadóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2112009 - Húsa- og byggðakönnun fyrir Kársnes.

Lögð fram húsa- og byggðakönnun fyrir Kársnes ásamt varðveislumati dags. í desember 2023. Húsa- og byggðakönnunin er liður í vinnu við hverfisáætlun bæjarhlutans. Í hverfisáætluninni verður fjallað um stöðu hverfisins, ástand og varðveislugildi byggðarinnar.

Árið 2022 fékk umhverfissvið úthlutað styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna byggðakönnun fyrir Kársnes. Tilgangur verkefnisins er að veita yfirsýn yfir elstu byggð Kópavogs og varðveislugildi hennar. Í verkefninu er m.a stuðst við sögulegar heimildir, fyrirliggjandi gögn og greiningar úr vinnu við hverfisáætlanir.

Í byggðakönnuninni er leitast við að leggja mat á varðveislugildi samstæðra heilda, húsa, götumynda og byggðamynsturs. Byggðakönnunin er unnin af Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt hjá Úrbanistan í samstarfi við skipulagsdeild.

Anna María Bogadóttir gerði grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Anna María Bogadóttir - mæting: 16:00

Almenn erindi

5.23071265 - Auðbrekka 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 27. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Auðbrekku er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 2. og 3. hæð núverandi atvinnuhúsnæðis á lóðinni verði innréttaðar sem gistiheimili. Aðkoma að gistiheimilinu verður frá Hamrabrekku. Núverandi innaksturshurð verður skipt út fyrir glugga og inngangshurð og lokað verður fyrir núverandi glugga og hurð til hliðar við innganginn. Samtals eru 26 gistiherbergi á tveimur hæðum með að hámarki 40 rúmum. Sameiginleg baðherbergi með salernum og sturtum eru á hvorri hæð. Á fundi skipulagsráðs 6. nóvember 2023 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2023, uppf. 3. nóvember 2023 og umsögn skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Afgreiðslu var frestað.

Þá er lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 14. desember 2023.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 14. desember 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2205056 - Vatnsendablettur 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vatnsendablett dags. 22. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum, breytingu og stækkun á byggingarreit og tilfærslu á innkeyrslu. Byggingarreitur á lóð nr. 4A yrði færður um 4 m til norðurs, lengdur um 6 m til norðurs og 4 m til vesturs. Stækkaður úr 20x15 m í 24x21 m. Einnig er lagt til að færa innkeyrslu á lóðinni til austurs nær Elliðahvammsvegi og breyta lögun lóðar svo að sameiginleg innkeyrsla sé utan minni lóðar. Lóðarmörkum 4A er breytt á uppdrætti en stærð lóðarinnar 1500 m² helst óbreytt. Hámarksbyggingarmagn 275m² og hámarkshæð 7.5 metrar haldast óbreyttir. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 30. nóvember 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2311491 - Holtagerði 26. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 26 við Holtagerði dags. 6. nóvember 2023 um að fjölga innkeyrslum og bílastæðum á lóðinni. Samkvæmt útgefnu mæliblaði dags. 6. apríl 2016 er gert ráð fyrir innkeyrslu og tveimur bílastæðum á suðausturhluta lóðarinnar.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2311023 - Dimmuhvarf 29. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Óskars Unnarssonar byggingarverkfræðings dags. 25. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Dimmuhvarf um fjölgun íbúða á lóðinni. Lóðin er 1553 m² að stærð, á henni er 193,6 m² einbýlishús ásamt stakstæðri 59 m² bílageymslu og 87 m² hesthúsi. Bílageymsla og hesthús eru sambyggð. Óskað er eftir heimild til að breyta hesthúsinu í séríbúð. Byggingarmagn á lóðinni helst óbreytt. Fyrirspurnin var lögð fyrir skipulagsráð þann 6. nóvember 2023. Afgreiðslu var frestað og fyrirspurninni vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 30. nóvember 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Bókun:
Undirritaðar telja að líta eigi jákvætt á erindið.
Theodóra S Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Almenn erindi

9.23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17A við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni, hugsað sem vinnurými. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25.

Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 2. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Á fundi skipulagsráðs þann 16. október 2023 var erindið lagt fram ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2023, uppfærð 14. júní og 11. október 2023, afgreiðslu var frestað.

Lagt fram að nýju.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.23101224 - Nýbýlavegur 92-94. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 12. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 92-94 við Nýbýlaveg. Óskað er eftir því að hækka þak íbúðarhússins á lóðinni. Núverandi húsnæði á lóð er skv. fasteignaskrá 1125 m² að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,38. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni um 60m² og nýtingarhlutfall hækkar í 0,43.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 11. október 2023.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 7. desember 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Almenn erindi

11.23111586 - Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.

Lögð fram umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 510 við Vatnsendablett um stofnun nýrrar lóðar fyrir einbýlishús vestan núverandi lóðar.

Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 7. september 2023.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

12.23092020 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Tvö bílastæði eru á lóðinni, sem helst óbreytt. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,425. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt minnisblað skipulagsdeildar 27. september 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 2. október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 12. desember 2023, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

13.23052181 - Nýbýlavegur 1. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Klasa ehf. dags. 15. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Nýbýlaveg þar sem óskað er eftir samtali við skipulagsráð um þróun lóðarinnar. Fyrirspurnin var áður lögð fram á fundi skipulagsráðs 20. nóvember s.l. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu og óskaði eftir minnisblaði um forsögu málsins og stöðu.

Þá er lagt fram minnisblað dags. 28. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að hafið verði samtal um framtíðarþróun lóðarinnar með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Lögð er áhersla á að ríkt samráð verði haft við íbúa í Lundi.

Bókun:
Undirrituð telur að sömu forsendur eigi við og komu fram í erindi frá Vegagerðinni 2017 um ómögulegt aðgengi frá Nýbýlavegi. Áður en samtal um framtíðarþróun lóðarinnar á sér stað þyrfti að fá staðfestingu á aðgengi inn á lóðina.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Almenn erindi

14.2312250 - Vatnsendahvarf. Götuheiti.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 14. desember 2023 að götuheitum fyrir tólf nýjar húsagötur í nýju íbúðahverfi í Vatnsendahvarfi. Eftirfarandi götuheiti eru lögð til: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf. Aðkoma að hverfinu er eftir núverandi Kambavegi og þar sem um er að ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið er gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að götuheitum í Vatnsendahvarfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:36.