Skipulagsráð

156. fundur 15. janúar 2024 kl. 15:30 - 17:28 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2312008F - Bæjarstjórn - 1291. fundur frá 09.01.2024

23071265 - Auðbrekka 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.



2205056 - Vatnsendablettur 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2311491 - Holtagerði 26. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 10 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur.



23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



2312250 - Vatnsendahvarf. Götuheiti.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2312010F - Bæjarráð - 3156. fundur frá 21.12.2023

23071265 - Auðbrekka 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2205056 - Vatnsendablettur 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2311491 - Holtagerði 26. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2312250 - Vatnsendahvarf. Götuheiti.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2311023F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 170. fundur frá 19.12.2023

2110264 - Samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandinu. Sækja þarf um leyfi fyrir staðsetningar utan þeirra svæða sem tilgreind eru.



1911316 - Fyrirspurn frá nefndarfulltrúa. Hálsatorg að mathöll.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í tillöguna og vísar til umhverfissviðs um að leita leiða til að útfæra tillöguna.



23052120 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Skráning leiksvæða á vef bæjarins.

Lagt fram svar frá gatnadeild þar sem vísað er í skýrslu um leik- og afþreyingarsvæði í Kópavogi.



23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir hámarkshraðaáætlun fyrir Kópavog og vísar henni áfram skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykkis.



23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að umhverfissvið vinni áfram að málinu í samræmi við það sem fram kom á fundinum.



23082945 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Hraðahindranir og reiðhjól.

Lagt fram.



2308005 - Ónæði vegna þyrluflugs í Kópavogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að samtal verði hafið við Isavia um tillögur að úrbótum vegna hávaða frá útsýnisflug með vísan til núgildandi reglugerðar og fyrirliggjandi hávaðamælinga.

Almenn erindi

4.2210248 - Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli.

Lögð fram til kynningar tillaga að leiðbeiningum um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Verkefnið sem er samstarfsverkefni Skipulagsstofnunar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er hluti af útfærslu stefnumörkunar um byggð og bæjarrými og samgöngur sem sett er fram í landsskipulagsstefnu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Leiðbeiningarnar eru unnar í samstarfi við Teiknistofuna STIKU, að verkefninu komu einnig EFLA og Landmótun landslagsarkitektar.

Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Ferli við endurmat málefnastefna og tímalína aðgerðaáætlunar fyrir fagráð.

Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs og Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.23071013 - Geirland 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar arkitekts ódags. f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Geirland. Á lóðinni eru ásamt íbúðarhúsi, hesthús byggð árið 1928, stærð er óskráð í fasteignaskrá en skv. uppmælingu húsanna um 520 m2. Sótt er um að rífa núverandi hesthús og byggja skemmu í þeirra stað. Fyrirhuguð skemma yrði um 518 m².

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ódags.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.22031695 - Smiðjuvegur 64-66. Umsókn um stækkun lóðar.

Lögð fram umsókn Gunnars Bergmann Stefánssonar arkitekts dags. 10. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 64-66 við Smiðjuveg um stækkun lóðanna. Í breytingunni felst að lóð nr. 64 stækki um 32,2 m², úr 476 m² í 508,2 m² og að lóð nr. 66 stækki um 72,9 m², úr 939 m² í 1.011,9 m².

Uppdrættir í mvk. 1:500 dags. 6. desember 2023.

Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um stækkun lóðar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.23031267 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Helga Indriðasonar arkitekts dags. 1. mars 2023 um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um stækkun bílskúrs um 33cm til suðurs og 26cm til austurs, samtals 4,1 m² ásamt færslu bílskúrs rúmum metra nær lóðarmörkum bæjarlands eða 2,87 metra frá lóðarmörkum.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk kl. 12:00 þann 12. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.23092312 - Dalvegur 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 20. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Dalveg um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit 3m x 8m að stærð eða samtals 24 m² að flatarmáli fyrir spennistöð og tæknirými verði komið fyrir á norðvestur hluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 3. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, ein umsögn barst.

Þá lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 10. janúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn með áorðnum breytingum dags. 10. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2310613 - Hagasmári 9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 6. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hagasmára um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur 2,5m x 4m að stærð eða samtals 10 m² að flatarmáli fyrir spennustöð og tæknitými á núverandi bílastæði á suðurhluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt fylgiskjali dags. 1. nóvember 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2311812 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Emils Þórs Guðmundssonar byggingarverkfræðings dags. 17. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Bollasmára um breytingu á deiliskipulagi.

Í gildandi deiliskipulagi er ein íbúð á tveimur hæðum heimiluð á lóðinni og heildarbyggingarmagn 308,6 m². Í breytingunni felst að neðri hæð hússins verði stækkuð til vesturs um 11 m² undir nýja útbyggingu efri hæðar, sem samþykkt var 2020. Byggingarmagn eykst úr 308.6 m² í 320m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0.45 í 0.46. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 17. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 20. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.23071264 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Sunnubraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 218,6 m² einbýlishús í byggingu skv. samþykktum teikningu byggingarfulltrúa og framkvæmdin er nú komin á byggingarstig 4 skv. vef HMS. Í breytingunni felst að inntök verði færð yfir í nýtt tæknirými undir útidyratröppum og svölum og að aðal anddyri og svefnherbergi verði stækkað ásamt innan- og utanhússbreytingum. Heildarfjöldi fermetra fer úr 218,6 m² í 246 m², samtals 27,4 m² stækkun. Nýtingarhlutfall A rýma fer úr 0,31 í 0.35. Nýtingarhlutfall A og B rýma verður 0.44.

Uppdrættir, tillaga B, í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. mars 2023.
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 4 og 8 við Sunnubraut og nr. 5 og 7 við Mánabraut.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:28.