Skipulagsráð

157. fundur 29. janúar 2024 kl. 15:30 - 17:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2401007F - Bæjarstjórn - 1292. fundur frá 23.01.2024

22031695 - Smiðjuvegur 64-66. Umsókn um stækkun lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23031267 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23092312 - Dalvegur 20. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2310613 - Hagasmári 9. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2311812 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2401006F - Bæjarráð - 3159. fundur frá 18.01.2024

22031695 - Smiðjuvegur 64-66. Umsókn um stækkun lóðar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23031267 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23092312 - Dalvegur 20. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2310613 - Hagasmári 9. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2311812 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2112009 - Byggðakönnun á Kársnesi

Lögð fram að nýju byggðakönnun fyrir Kársnes ásamt varðveislumati dags. í desember 2023. Húsa- og byggðakönnunin er liður í vinnu við hverfisáætlun bæjarhlutans. Í hverfisáætluninni verður fjallað um stöðu hverfisins, ástand og varðveislugildi byggðarinnar.

Árið 2022 fékk umhverfissvið úthlutað styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna byggðakönnun fyrir Kársnes. Tilgangur verkefnisins er að veita yfirsýn yfir elstu byggð Kópavogs og varðveislugildi hennar. Í verkefninu er m.a stuðst við sögulegar heimildir, fyrirliggjandi gögn og greiningar úr vinnu við hverfisáætlanir.

Í byggðakönnuninni er leitast við að leggja mat á varðveislugildi samstæðra heilda, húsa, götumynda og byggðamynsturs. Byggðakönnunin er unnin af Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt hjá Úrbanistan í samstarfi við skipulagsdeild.
Lagt fram og kynnt sem liður í vinnu við hverfisáætlun fyrir Kársnes. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi Birkis Rútssonar, deildarstjóra gatnadeildar, þar sem tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar er vísað til samþykktar skipulagsráðs.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. desember 2023 var lögð fram áframhaldandi umræða um hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar frá síðasta fundi nefndarinnar þann 21. nóvember síðastliðinn.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti áætlunina og vísaði henni áfram til skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykkis.

Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerir grein fyrir erindinu.

Lagt fram minnisblað um hámarkshraðaáætlun dags. 26. janúar 2024, samantekt um tillögur að breytingum á hámarkshraða í Kópavogi dags. 15. janúar 2024, Minnisblað VSÓ um hámarkshraða í Kópavogi dags. 8. mars 2023 og kortamynd af hámarkshraðaáætlun, ódags.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.23071264 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Á fundi skipulagsráðs þann 15. janúar 2024 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Sunnubraut var vísað til skipulagsráðs. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna en áður en grenndarkynning hófst voru teikningarnar uppfærðar og er uppfærð tillaga dags. 18. janúar 2024.

Á lóðinni er 218,6 m² einbýlishús í byggingu skv. samþykktum teikningu byggingarfulltrúa og framkvæmdin er nú komin á byggingarstig 4 skv. vef HMS. Í breytingunni felst að inntök verði færð yfir í nýtt tæknirými undir útidyratröppum og svölum og að svefnherbergi verði stækkað ásamt innan- og utanhússbreytingum. Heildarfjöldi fermetra A rýma fer úr 218,6 m² í 222,6 m², samtals 4 m² stækkun. Nýtingarhlutfall A rýma verður 0.31 og helst óbreytt frá samþykktum teikningum. Nýtingarhlutfall A og B rýma verður 0.35.

Uppdrættir, uppfærð tillaga B, í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 18. janúar 2024.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 18. janúar 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.23111586 - Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.

Lögð fram að nýju umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 510 við Vatnsendablett um stofnun nýrrar lóðar fyrir einbýlishús vestan núverandi lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 7. september 2023 fylgir umsókninni.

Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024 með fjórum atkvæðum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins D. Gissurarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.2312697 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Lögð fram uppfærð umsókn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar fh lóðarhafa Vatnsendabletts nr. 1B dags. 8. desember 2023 um breytingu á aðalskipulagi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 skilgreind landnotkun opið svæði en óskað er eftir að landnotkun verði breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði sjö lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð með aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti.

Uppdrættir og fylgiskjöl, ódagsett.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.23092020 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Eitt bílastæði eru á lóðinni en fjölgar um eitt og verða því tvö. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti grunnmyndar 1. hæðar sem sýnir útfærslu bílastæðamála dags. 16. janúar 2024 og svo umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.

Á fundi skipulagsráðs þann 2.október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 12. desember 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var afgreiðslu frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu þar sem hún er ekki í fullu samræmi við rammaákvæði Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 hvað nýtingarhlutfall varðar með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð beinir því til byggingarfulltrúa að brugðist verði við ábendingum í innsendum athugasemdum um núverandi nýtingu húsnæðis á lóðinni.

Almenn erindi

9.24011343 - Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 23. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Jörfalind um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 190,8 m² endaraðhús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að byggja 18 m² staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl hússins, neðri hæð með þaksvölum til suðurs. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,43 í 0,47.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. nóvember 2023 og kynningaruppdráttur í mkv. 1:1000, 1:500 og 1:200 ódags.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytt deiliskipulag verð grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 11, 13, 15, 17, 23, 21, 24, 26 og 28 við Jörfalind og nr. 6, 13 og 15 við Geislalind.

Almenn erindi

10.23091454 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu uppfærð umsókn Former arkitekta dags. 11. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m² ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli. Í umsókninni er einnig sótt um heimild fyrir veitingastað í flokki 2 í núverandi húsnæði á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 12. október 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 16. október 2023 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 22. janúar 2024, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 31 við Landsenda. Í gildi er deiliskipulagið Kópavogur- Garðabær. Kjóavellir samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 24. júní 2008 og í bæjarráði Garðabæjar 8. júlí 2008. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit um 38m að þvermáli fyrir nýjan 4.000 m³ miðlunargeymi norðan megin við núverandi vatnstank. Fyrirhugaður miðlunargeymir mun vera að sömu stærð og hæð og núverandi vatnstankur. Lóð stækkar til norðvesturs um 2.125 m², fer úr 2.134 m² í 4.258 m², og verður girt af með 2m hárri mannheldri girðingu á lóðarmörkum. Núverandi aðkoma helst óbreytt frá Landsenda en fyrirkomulag bílastæða breytist. Fallið er frá lóð fyrir fjarskiptamastur en gert verður ráð fyrir lóð fyrir fjarskiptamastur í deiliskipulagi Vatnsendahlíðar. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 23. janúar 2024, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

12.24011874 - Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 25. janúar 2024 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjóavelli, hesthúsabyggð og keppnisleikvang. Tillagan gerir ráð fyrir breikkun byggingarreita og breytingu á ákvæðum um þakform í Andvarahverfi til samræmis við ríkjandi þakform í byggðinni.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 21. ágúst 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

13.24011872 - Hnoðraholt norður. Endurskoðun deiliskipulags. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 25. janúar 2024 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hnoðraholt norður af hólmi. Tillagan gerir ráð fyrir endurskoðun á uppdrætti og greinargerð deiliskipulags Hnoðraholts norður með tilliti til áður samþykktra breytinga. Endurskoðunin felur í sér uppfærslur og lagfæringar á uppdrætti og texta greinargerðar sem er ætlað að skýra markmið og áherslur deiliskipulagsins. Sú breyting sem gerð er frá gildandi tillögu gerir ráð fyrir því að bílakjallarar verða heimilaðir undir fjölbýlishúsum norðan Vorbrautar og að hámarksfjöldi íbúða í þeim húsum eykst úr 83 í 96. Gert verður ráð fyrir að þau bílastæði sem bætast við umfram þau sem fram koma á uppdrætti verði innan byggingarreits eða í kjallara.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 17:01.