Skipulagsráð

161. fundur 18. mars 2024 kl. 15:30 - 17:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2402020F - Bæjarstjórn - 1295. fundur frá 12.03.2024

2402014F - Skipulagsráð - 160. fundur frá 04.03.2024.



2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.



2312697 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Bæjarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.



2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með 8 atkvæðum gegn atkvæði Andra Steins Hilmarssonar og hjásetu Orra V. Hlöðverssonar, Sigrúnar H. Jónsdóttur.



23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Þórarins H. Ævarssonar og Kolbeins Reginssonar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2402021F - Bæjarráð - 3166. fundur frá 07.03.2024

2402014F - Skipulagsráð - 160. fundur frá 04.03.2024



2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2312697 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 12. mars 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulag sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Tillagan er unnin af VA arkitektum fyrir umhverfissvið. Afmörkun deiliskipulagsbreytingarinnar er lóð Vallakórs 12-16 en þar er íþróttaaðstaða HK ásamt Kóraskóla. Lóðin er um 6.89 hektarar að stærð. Í breytingunni felst að breyta núverandi knattvelli norðan við Kórinn þannig að hann uppfylli kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild en þar er kveðið á um lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku, tengibyggingu á milli stúku og núverandi fjölnota íþróttahúss. Í kringum keppnisvöllinn er öryggissvæði samkvæmt stöðlum KSÍ sem heimilt er að girða af. Í tengibyggingunni er gert ráð fyrir skrifstofum og starfsemi tengdri íþróttasvæðinu s.s. veislusal, hóparými, félagsrými o.fl. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni er samtals 6.400 m², þar af 2.120 m² fyrir tengibyggingu. Heildarbyggingarmagn á lóðinni verður samtals 40.500 m² og nýtingarhlutfall 0,59. Lóðin er stækkuð á þann hátt að norðausturhorn hennar færist til að rýmka fyrir nýjum byggingarreit fyrir yfirbyggða áhorfendastúku og til þess að snúa sjálfum vellinum þannig að áhorfendastúkan verði fyrir miðju vallarins. Lóðin er stækkuð til norðurs og austurs um 1200 m² eða 0,12 ha.

Karl Magnús Karlsson, arkitekt frá VA arkitektum gerir grein fyrir tillögunni.
Afgreiðslu frestað. Vísað til bæjarráðs.

Gestir

  • Karl Magnús Karlsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga umhverfissviðs dags. 14. mars 2024 að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda.

Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf, gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð vinnslutillaga verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 16:15

Almenn erindi

5.23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram breytt umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 14. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var umsókn dags. 29. nóvember 2023 lögð fram að lokinni kynningu ásamt umsögn skipulagsdeildar um innsendar athugasemdir á kynningartíma dags. 29. febrúar 2024. Skipulagsráð samþykkti umsóknina. Ofangreind breytt umsókn gerir ráð fyrir minni viðbyggingu en áður var ráðgert. Byggingarreitur á lóðinni stækkar um alls 12 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,37 í 0,38 við breytinguna. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 274,5 í 286,5 m². Heimilt hámark byggingarmagns samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 300 m².

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 14. mars 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 14. mars 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.24032188 - Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 13. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir á lóðinni tveimur færanlegum skrifstofueiningum á tveimur hæðum alls 115 m² að flatarmáli, suðvestan við núverandi tengibyggingu íþróttahúss. Hámark byggingarmagns verður 10.315 m² eftir breytingu.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. mars 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1 og 7 við Dalsmára.

Almenn erindi

7.24031370 - Ennishvarf 29. Umsókn um stækkun lóðar.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Ennishvarf dags. 7. mars 2024 um stækkun lóðarinnar um 100 m² til vesturs vegna tveggja smáhýsa á lóðinni.

Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 14. mars 2024, uppfært 18. mars 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn þar sem fyrirhuguð stækkun er á opnu svæði (OP-5.14) með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.24031201 - Kársnesbraut 110. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 110 við Kársnesbraut dags. 6. mars 2024 um hækkun á þaki vörugeymslu á lóðinni og breytingu á notkun hennar í vinnustofu. Einnig er gert ráð fyrir nýrri klæðningu og nýjum gluggum til suðurs. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni um 43 m².

Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags 14. mars 2024.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn þar sem hún samræmist hvorki gildandi deiliskipulagi né útgefnu mæliblaði.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.24031230 - Jórsalir 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ellert Hreinssonar arkitekts dags. 7. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Jórsali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst 48 m² garðhýsi á norðvestur horni lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að garðhýsið verði að miklu leiti niðurgrafið. Fyrirhuguð hæð er 1,3 m við lóðarmörk að gönguleið á bæjarlandi. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,45.

Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 14. mars 2024.
Þar sem fyrirhugað garðhýsi er að miklu leyti niðurgrafið lítur skipulagsráð jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við leiðbeiningar um breytingar á húsnæði og lóð, með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Almenn erindi

10.2403251 - Vatnsendablettur 1B. Minnisblað um breytingar á skipulagi.

Lagt fram minnisblað skipulagdeildar dags. 13. mars 2024 í samræmi við bókun bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur við afgreiðslu umsóknar um breytta landnotkun Vatnsendabletts 1B. Óskað var eftir yfirliti yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagi og deiliskipulagi m.t.t. jafnræðis milli lóðarhafa á skipulagssvæðinu.
Lagt fram.

Almenn erindi

11.23112022 - Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 28. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 10 og 12 við Arnarsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild fyrir fjarskiptaloftneti á vesturgafli húss.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 7. mars 2024 og engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:55.