Skipulagsráð

162. fundur 15. apríl 2024 kl. 15:30 - 18:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2403008F - Bæjarráð - 3168. fundur frá 21.03.2024

23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar málinu til frekari undirbúnings hjá bæjarstjóra.



23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24031370 - Ennishvarf 29. Umsókn um stækkun lóðar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23112022 - Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2403003F - Bæjarstjórn - 1296. fundur frá 26.03.2024

23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.



24031370 - Ennishvarf 29. Umsókn um stækkun lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá.



23112022 - Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.23012499 - Bakkabraut 9-23, svæði 8. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála fyrir Bakkabraut 1-23, Nesvör 1, Vesturvör 29, 31 og 33 eru lögð fram f.h. lóðarhafa breytt byggingaráform Atelier arkitekta dags. 16. janúar 2023 ásamt hluta aðaluppdrátta varðandi verslunar- og þjónusturými og skráningartöflu dags. 22. júní 2023. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. október 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2017 með síðari breytingum dags. 13. desember 2022 og birt í B-deild Stjórnartíðinda dags. 9. október 2023.

Björn Skaptason arkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Björn Skaptason - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.24041197 - Silfursmári 12. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar dags. 24. nóvember 2015 er lögð fram f.h. lóðarhafa byggingaráform Batterísins arkitekta dags. 11. apríl 2024 fyrir lóðina nr. 12 við Silfursmára, svæði A07. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2015 og birt í B-deild stjórnartíðinda 9. júní 2016 m.s.br.

Sigurður Einarsson og Hákon Ingi Sveinbjörnsson arkitektar gera grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform dags. 11. apríl 2024.

Gestir

  • Hákon Ingi Sveinbjörnsson - mæting: 16:00
  • Sigurður Einarsson - mæting: 16:00

Almenn erindi

5.24041444 - Vatnsendi. Eignarhald.

Kynning á sögu eignarhaldi lands í Vatnsenda í Kópavogi. Á fundi skipulagsráðs þann 18. mars 2024 var lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. mars 2024 í samræmi við bókun bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur við afgreiðslu umsóknar um breytta landnotkun Vatnsendabletts 1B. Á fundinum óskaði skipulagsráð jafnframt eftir samsvarandi greinargerð og skýringarmyndum frá lögfræðideild þar sem skýrt er frá eignarnámi, sáttum og dómum sem falla hafið á svæðinu.

Guðjón Ármannsson lögmaður gerir grein fyrir málinu.
Kynning.

Gestir

  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 16:25
  • Guðjón Ármannsson - mæting: 16:25

Almenn erindi

6.24041399 - Kársneshöfn. Bakkabraut norðan Vesturvarar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga umhverfissviðs dags. 9. apríl 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kópavogshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Tillagan nær aðeins til skipulagsmarka, lóðarmarka og umferðarmannvirkja. Engar byggingar eru innan þess svæðis sem breytt er. Skipulagsbreytingin myndi ná eingöngu til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir breyttum lóðarmörkum Vesturvarar 30, 34 og Hafnarbrautar 27.

Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Greint frá stöðu mála. Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákonar Gunnarssonar að hafið verði samtal við lóðarhafa lóðanna nr. 30 og 34 við Vesturvör og nr. 27 við Hafnarbraut um breytt lóðamörk.
Kristinn D. Gissurarson og Thelma Bergmann Árnadóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 17:15

Almenn erindi

7.24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Gatnamót Fífuhvammsvegar við Dalveg og Reykjanesbraut.

Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5.mgr. 13.gr. og 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og beggja vegna við Reykjanesbraut.

Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis.

Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Ármann Halldórsson - mæting: 18:05

Almenn erindi

8.24032770 - Reynihvammur 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Reynihvamm dags. 15. mars 2024 um stækkun á bílskúr. Á lóðinni stendur 173,1 m² einbýlishús og þar af er bílskúrinn 31,2 m². Fyrirhuguð stækkun er 6m til suðurs. Heildarbyggingarmagn á lóðinni verður 191 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,35 í 0,39.

Minnisblað skipulagsdeildar dags. 22. mars 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við leiðbeiningar um breytingar á húsnæði og lóð og grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 5, 6, 8 og 9 við Reynihvamm og nr. 20 og 22 við Hlíðarveg.

Almenn erindi

9.24041296 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags 5. apríl 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar arkitekts dags 3. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja nýja kvisti í stað eldri og innrétta aukaíbúð í kjallara á sama fasteignarnúmeri.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 og skráningartafla dags 3. apríl 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 11, 16, 18a og 20 við Hófgerði og nr. 30, 32 og 34 við Borgarholtsbraut.

Almenn erindi

10.2402464 - Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Veitna um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 12. apríl 2024.

Í breytingunni felst tilfærsla og breyting á staðsetningu og fjölda dreifistöðva rafmagns á skipulagssvæðinu. Auk breyttrar staðsetningar verður stöðvum fækkað úr sex í fjórar.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 12. apríl 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.24011343 - Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 23. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Jörfalind um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 190,8 m² endaraðhús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að byggja 18 m² staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl hússins, neðri hæð með þaksvölum til suðurs. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,43 í 0,47.

Á 157. fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 16. mars 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.24011874 - Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram svarbréf skipulagsnefndar Garðabæjar dags. 20. mars 2024 þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki til afgreiðslu tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla. Deiliskipulagsbreytingin felst í breikkun byggingarreita úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandi hesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar. Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2A-8A, haldast óbreyttir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og var tillagan því samþykkt í skipulagsnefnd Garðabæjar sem breyting á deiliskipulagi Kjóavalla.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 21. ágúst 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:19.