Skólanefnd

22. fundur 13. desember 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri Grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1010326 - Könnun á ferðavenjum sex ára barna

Samstarfsverkefni Skipulags- og umhverfissviðs, Fræðslusviðs og Framkvæmda- og tæknisviðs. Könnunin var gerð á haustmánuðum 2010.

Könnun lögð fram til kynningar.

2.1011161 - Styrkumsókn vegna BETT 2011

Umsókn um ferðastyrk frá bókasafns- og upplýsingafræðingi við grunnskóla Kópavogs á alþjóðlega sýningu um kennslu- og upplýsingatækni í skólastarfi.

Skólanefnd veitir umsækjanda 35.000 kr. styrk.

3.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Skólanefnd vísaði erindi kennara um fjölda tölva í grunnskólum til Atvinnu- og upplýsinganefndar og sendi frá sér eftirfarandi bókun: Skólanefnd mun taka að sér að skoða fjölda tölva.
Skólanefnd biður atvinnu- og upplýsinganefnd að leita leiða til að fjölga tölvum í grunnskólum Kópavogs.


Atvinnu- og upplýsinganefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skólanefnd óskar liðsinnis Atvinnu- og upplýsinganefndar um að fjölga tölvum í grunnskólum þannig að 3 nemendur verði um hverja tölvu í stað 5 nú. Nefndin treystir sér ekki til að taka undir erindi skólanefndar.

Fram kemur í fundargerð Atvinnu- og upplýsinganefndar, frá 18. nóvember 2010, þar sem fjallað er um fjárhagsáætlun, að nefndin er að skoða hvort fækka megi enn frekar tölvum í skólum og spara hugbúnaðarkerfi sem notuð eru þar.

Áheyrnarfulltrúar kennara spyrja því skólanefnd hver sé aðkoma Atvinnu- og upplýsinganefndar að tölvumálum í grunnskólum.

Skólanefnd ítrekar bókun sína, frá 11.nóvember 2010, þar sem hún biður atvinnu- og upplýsinganefndar að leita leiða til að fjölga tölvum í grunnskólum.

 

Skólanefnd felur grunnskóladeild að svara erindi kennara.

 

Með vísum í fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar, frá 18. nóvember 2010, bendir skólanefnd á að tölvur og hugbúnaður sem notaður er í skólum er hluti grunnbúnaðar sem nýtt er til kennslu. Það er á verksviði skólanefndar að fjalla um hvaða búnaður sé nauðsynlegur, enda sé með honum verið að uppfylla lög og reglugerðir í skólastarfi. 

4.1012106 - Ályktun Barnaheilla 2010

Barnaheill - Save the Children á Íslandi beina því til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði umfram allt ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

Ályktun lögð fram til kynningar.

5.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 9/12: Bæjarráð samþykkir drög að umhverfisstefnu fyrir sitt leyti en óskar umsagnar nefnda og ráða bæjarins áður en stefnan fer til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skólanefnd fagnar nýrri umhverfisstefnu. Hún mun hafa stefnuna að leiðarljósi við endurskoðun skólastefnu grunnskóla Kópavogs.

6.1011135 - Loftnet á grunnskóla

Fyrirspurn frá föður barns í Kársnessskóla varðandi loftnet á þaki skólans var lagt fyrir skólanefnd 11. nóvember 2010.
Málinu var vísað til bæjarritara og hann beðinn að skoða dreifingu loftneta á skólabyggingum og greiðslur vegna þeirra.

Svar bæjarritara verður lagt fram.

Skólnefnd beinir því til bæjarráðs að samningar vegna dreifikerfa farsíma séu endurskoðaðir sem og loftnet á stofnunum bæjarins og taki tillit til heilsuverndarsjónarmiða, ekki síst barna, í ákvörðun sinni. Slíkt væri til samræmis við markmið umhverfisstefnu Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:15.