Skólanefnd

88. fundur 08. júní 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar

Svar við fyrirspurn skólanefndar um hvernig hinsegin fræðslu sé háttað í grunnskólum Kópavogs.
Málið kynnt og vísað til áframhaldandi vinnu menntasviðs í samráði við skólastjóra.

2.1505040 - Grunnskóladeild - danskennsla í grunnskólum Kópavogs.

Greinargerð um framkvæmd danskennslu í grunnskólum Kópavogs lagt fram.
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynnti minnisblað varðandi úttekt á danskennslu í grunnskólum Kópavogs. Starfsmönnum grunnskóladeildar falið að vinna áfram í málinu í samráði við skólastjóra.

3.1505276 - Grunnskóladeild-Staða náms-og starfsráðgjafa í grunnskólum Kópavogs.

Greinargerð um stöðu náms- og starfsráðgjafa lögð fram.
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynnti minnisblað varðandi stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Kópavogs.

4.1405332 - Vinnuhópur um starfsemi dægradvala 2014

Svar við tillögu um að dægradvalir verði í boði árið um kring, lagt fram til umræðu.
Málið kynnt og rætt. Menntasviði falið að halda áfram vinnu við málið í samræmi við minnisblað.

5.1004381 - Frístundadeild-Rannsóknir og greining - ýmis gögn.

Hagir og líðan ungs fólks í Kópavogi. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 5. -10. bekk
Lagt fram.

6.1506447 - Sótt um námsstyrk-kennsluaflátt

Styrkbeiðni frá Unni Helgu Óttarsdóttur kennara lögð fram.
Skólanefnd samþykkir styrkbeiðni.

7.1506128 - Sótt um námsstyrk-kennsluafslátt

Styrkbeiðni frá Aðalheiði Ævarsdóttur kennara lögð fram.
Skólanefnd samþykkir styrkbeiðni.

8.1506134 - sótt um námsstyrk-kennsluafslátt

Styrkbeiðni frá Helgu Maríu Hallgrímsdóttur kennara lögð fram.
Skólanefnd samþykkir styrkbeiðni.

9.1506827 - Kópavogsskóli-óskar eftir heimild til að stofna deild f.5 ára.

Erindi frá Kópavogsskóla lagt fram til umræðu.
Málið rætt og samþykkt að fá Guðmund Ásmundsson skólastjóra á fund nefndarinnar til nánari kynningar í haust.

10.1408250 - Fundaráætlun skólanefndar 2014-2018

Fyrsti fundur hausts ákveðinn.
Fyrsti fundur haustmisseris verður 24. ágúst 2015.

Fundi slitið.