Skólanefnd

107. fundur 19. september 2016 kl. 17:15 - 17:15 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Kárnesskóla fyrir að taka á móti nefndarmönnum og fyrir góðar veitingar.

1.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Kynning frá Menntamálastofnun á niðurstöðum ytra mats í Kárnessskóla.
Þóra Björk Jónsdóttir frá Menntamálstofnun kom og kynnti ytra mat á Kársnesskóla. Skólanefnd þakkar kynninguna.

2.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.

Drög að stefnu lögð fram til afgreiðslu.
Skólnefnd samþykkkir stefnu um Skóla fyrir alla.

3.1410588 - Menntasvið-stefna um málþroska og læsi

Drög að stefnu lög fram til afgreiðslu.
Ólafur Örn Karlsson vék af fundi kl. 18:55.

Skólanefnd samþykkir stefnu um mál og læsi.

4.1404567 - Skóladagatal-starfsáætlun Smáraskóli

Ósk Smáraskóla um breytingar á skóladagatali sem frestað var á síðasta fundi lögð aftur fram.
Helga María Hallgrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Skólnefnd veitir Smáraskóla leyfi til að breyta skóladagatali með fimm greiddum atkvæðum. Nefndin leggur jafnfram áherslu á að slík beiðnir berist á sama tíma og skóladagatöl eru samþykkt.

5.1609775 - Grunnskóladeild-dægradvöl. Fyrirspurn frá Gísla Baldvinssyni og Bergljótu Kristinsdóttur í skólanefn

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Skólanefnd þakkar svarið og fagnar því að vel gangi að ráða í stöður í dægradvölum. Fulltrúi skólastjóra Sigrún Bjarnadóttir lýsir ánægju með jákvæð áhrif af innleiðingu nýrrar stefnu um dægradvalir. Skólanefnd tekur undir þau ummæli.

6.1310107 - Menntasvið-Skólaþing Kópavogs

Skólaþing 2016 kynnt.
Skólanefnd boðið að taka þátt í skólaþingi.

7.1609853 - Minnkum sóun og nýtum betur óskilamuni

Sverrir Óskarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar lagði fram eftirfaraandi erindi: "Óskað er eftir að starfsmenn menntasviðs meti og hlutist til um að minnka sóun og styðja betur við Kópavogsbúa með því að nýta betur þá óskilamuni sem falla til hjá stofnunum og félagasamtökum innan bæjarfélagsins. Í sundlaugum er til dæmis talsvert af óskilamunum sem vel gætu nýst til endurnýtingar og betri nota fyrir krakka og fullorðna sem koma í sund (t.d. sundgleraugu og fleira), hjá íþróttafélögum fellur til fatnaður og skór sem mögulega væri hægt að nýta betur og hjá skólum bæjarins gæti verið ýmislegt sem mæti nota betur í kuldanum í vetur. M.a. annars væri unnt að bjóða fólki að nýta þá óskilamuni sem ekki er sóttir innan einhverja mánaða og fleiri slíkar leiðir".

Helga María Hallgrímsdóttir vék af fundi kl. 19:35.

Skólanefnd vísar erindinu til menntsviðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.