Umhverfis- og samgöngunefnd

76. fundur 05. júlí 2016 kl. 16:30 - 19:10 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hjörtur Sveinsson varamaður
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Hjörtur Sveinsson mætti sem varamaður Einars Baldurssonar af B-lista.

1.1604020 - Bæjarráð - 2819 - Fundur haldinn 28. apríl 2016.

1604483 - Aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lögð fram tillaga um aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti á fundi þann 19.04.2016 og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.

2.1604020 - Bæjarráð - 2819 - Fundur haldinn 28. apríl 2016.

1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um losun gróðurhúsalofttegunda og minnkun kolefnisspors í Kópavogi.

Lagt fram.

3.1604020 - Bæjarráð - 2819 - Fundur haldinn 28. apríl 2016.

1510012 - Tillaga varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Einari Baldurssyni.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um losun góðarhúsalofttegunda.

Lagt fram.

4.1604020 - Bæjarráð - 2819 - Fundur haldinn 28. apríl 2016.

1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um losun gróðurhúsalofttegunda og minnkun kolefnisspors í Kópavogi.

Lagt fram.

5.1604020 - Bæjarráð - 2819 - Fundur haldinn 28. apríl 2016.

1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um heimsmarkmiðin 17 og Agenda 2030. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti á fundi sínum þann 19.04.2016 að fela umhverfissviði að stofna til starfshóps og hefja vinnu við aðgerðaráætlun um verkefnið og leita samráðs við viðeigandi svið, deildir og hagsmunaaðila varðandi úrvinnslu verkefnsins.

Lagt fram.

6.1506033 - Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis

Lagt fram erindi vegna Menningarminjadaga í september dags. 30.6.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu.

7.1603633 - Okkar Kópavogur

Frá verkefnastjóra Okkar Kópavogur lagt fram erindi dags. 23.6.2016.
Lagt fram og kynnt.

8.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Lagðar fram fyrirhugaðar teikningar að endurbótum á götustæði við Engihjalla 1-25.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að teikningum að endurbótum á götustæði við Engihjalla 1-25.

9.1605115 - Málþing um hjólreiðar.

Kynnt málþing um hjóla- og göngustíga sem haldið var í Salnum í Kópavogi 31. maí 2016.
Lagt fram og kynnt.

10.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Lögð fram niðurstaða frá Blue Flag International vegan Bláfánaumsóknar Fossvogshafnar dags. 10.5.2016.
Lagt fram og kynnt.

11.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá umhverfissviði lögð fram tillaga að hringtorgi við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir frekari upplýsingum um útfærslur og samanburð á framlögðum tillögum frá deildarstjóra gatnadeildar umhverfissviðs. Nefndin óskaði eftir svari á næsta fund nefndarinnar.

12.1412561 - Hlíðarhjalli Dalvegur gatnamót, athugasemdir.

Frá umhverfissviði lögð fram tillaga að hringtorgi við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir frekari upplýsingum um útfærslur og samanburð á framlögðum tillögum frá deildarstjóra gatnadeildar umhverfissviðs. Nefndin óskaði eftir svari á næsta fund nefndarinnar.

13.16031415 - Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg

Frá umhverfissviði lögð fram tillaga að útfærslu á Digranesvegi aðkomu umferðar inn á Digranesveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti vinnu að hönnun á framlagðri útfærslu. Vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

14.1605920 - Menningarhúsin í Kópavogi - Merkingar

Frá forstöðumanni listhúss Kópavogsbæjar lögð fram tillaga að merkingum við menningarstofnanir við Hamraborg dags. 23.5.2016.
Lagt fram og kynnt.

15.1605922 - Gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku

Lagt fram erindi frá Sigurði M. Grétarssyni varðandi gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og þverbrekku dags. 12.2.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísaði erindinu til umsagnar umhverfissviðs fyrir næsta fund nefndarinnar.

16.1605923 - Hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla við bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar

Greint frá stöðu mála.

17.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Bæjarráð 2825 dags. 9.6.2016. Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní, lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi. Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og samgöngunefnd til umsagnar. Deildarstjóri gatnadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti fyrir sitt leiti samþykkt um meðhöndlun úrgangs án athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Kynnt fyrirliggjandi verkefni umhverfis- og samgöngunefndar dags. 1.7.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti áframhaldandi vinnu og úrvinnslu umhverfissviðs á fyrirliggjandi verkefnum.

19.16061211 - Umhverfisviðurkenningar 2016

Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2016 og lagði til við bæjarráð tillögu að götu ársins 2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.16061212 - Auðbrekka 6, skemmdir á bæjarlandi

Lagt fram erindi Norm X ehf. varðandi götukannt í Auðbrekku 6 dags. 29.6.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti niðurtekt við Auðbrekku 6 á kostnað erindishafa með fyrirvara um framtíðarskipulag Auðbrekkusvæðis.

21.1607027 - Umferðarmál í Funahvarfi, umferðarflæði

Frá deildarstjóra Gatnadeildar lagt fram erindi varðandi umferðarflæði í Funahvarfi dags. 1.7.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögur.

Fundi slitið - kl. 19:10.