Umhverfis- og samgöngunefnd

65. fundur 02. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1502588 - Sæbólsbraut, bílastæði

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 22. apríl, lagt fram erindi frá lóðarhöfum að Sæbólsbraut vegna umferðarmála í götunni og lagt til að fjölga bílastæðum á umræddu svæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að fjölgun bílastæða í skipulagsferli fyrir sitt leyti og felur umhverfissviði að auka nýtingu bílastæðis við enda Sæbólsbrautar 1-29. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á 2774 fundi bæjarráðs 7. maí 2015 var erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Á 1116 fundi bæjarstjórnar þann 12. maí staðfesti Bæjarstjórn afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

2.1409104 - Skemmuvegur 4, BYKO Öryggi gangandi vegfarenda

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 4. maí, lagt fram erindi frá Smáragarði ehf. um gangbraut við Skemmuveg 2 og 4. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu og vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á 2774 fundi bæjarráðs 7. maí 2015 var erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Á 1116 fundi bæjarstjórnar þann 12. maí staðfesti Bæjarstjórn afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

3.1503669 - Höfuðborgarstofa - Visit Reykjavik

Davíð Samúlesson deildarstjóri hjá Höfuðborgarstofu(Visit Reykjavík) kynnir verkefnið Reykjavík loves cycling.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Davíð Samúelssyni deildarstjóra hjá Höfuðborgarstofu fyrir kynninguna.

4.1503805 - Birkihvammur 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hjartar Smára V. Garðarssonar varðandi Birkihvamm 21 dags. 31. mars 2015.
Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.9.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 45m2 bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar ásamt 90 cm háum stoðvegg á lóðamörkum til austurs. Bílskúrinn verður um 3,2 m á hæð sbr. uppdráttum dags. 25.9.2014.
Á 1257 fundi skipulagsnefndar 20. mars 2015 var erindinu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar með tilliti til umferðaröryggis í götunni.
Lögð fram umsögn dags 18.5.2015.
Frestað.

5.1505277 - Kópavogsleira. Fossvogsleira. Umferðarmál á Sæbólsbraut

Lagt fram erindi Birgis Ómars Haraldssonar varðandi Kópavogsleiru, Fossvogsleiru og umferðarmál á Sæbólsbraut dags. 15. mars 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að setja upp viðeigandi merkingar við Kópavogsleiru og Fossvogsleiru og vísar síðar hluta erindisins til yfirstandandi vinnu við umferðarskipulag á Kársnesi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að hafa samráð við Náttúrufræðistofu Kópavogs með að skoða árstímabundið bann við umferð gæludýra um svæðin og skila til nefndarinnar.

6.1505243 - Umhverfisviðurkenningar 2015

Lagt fram minnisblað varðandi umhverfisviðurkenningar 2015 dags. 12. maí 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu.

7.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Lagt fram minnisblað varðandi afhendingu Bláfána 2015 dags. 12. maí 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu.

8.1505244 - Evrópsk samgönguvika 2015

Lagt fram kynningarefni varðandi evrópska samgönguviku 2015 ásamt minnisblaði dags. 12. maí 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu.

9.1208332 - Þríhnúkur.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

10.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

11.1502714 - Tillaga um að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.

Lagt fram minnisblað varðandi vistvæna þætti Glaðheimasvæðis dags. 12. maí 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu.

12.1405569 - Dalsmári 1 - Smáraskóli - Umferðamál

Kynnt teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 22. janúar 2015.
Lagt fram og kynnt.

13.1408478 - Brú yfir Fífuhvammsveg - Lýsing

Kynnt teikning af lýsingu í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 5. janúar 2015.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.