Umhverfis- og samgöngunefnd

88. fundur 06. júní 2017 kl. 16:30 - 18:50 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Valgerður Þ E Guðjónsdóttir varamaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Valgerður Þ E. Guðjónsdóttir mætti sem varamaður Sigurðar M. Grétarssonar af S-lista.

Almenn erindi

1.17051654 - Kársnesbraut 123 - Umferðarmál - Hraðahindrun

Lagt fram erindi Helga Hjörleifssonar varðandi ósk um upphækun á hraðahindrun við Kársnesbraut dags. 23.5.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins á meðan vinna við heildar endurskoðun á skipulagi umferðarmála á Kársnesi stendur yfir.

Almenn erindi

2.1408478 - Umhverfisverkefni

Lögð fram tillaga að umhverfisverkefnum sumarið 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt tillögur að umhverfisverkefnum sumarið 2017. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði úrvinnslu verkefnisins.

Almenn erindi

3.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1706018 - Hraðahindrun á Elliðahvammsvegi

Lagt fram erindi Björns Flygenring varðandi hraðahindranir á Elliðahvammsvegi dags. 31.5.2017.
Tillaga að bókun:

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði úrvinnuslu erindisins og undirstrikar mikilvægi umferðaröryggis á umræddu svæði.

Almenn erindi

5.17051801 - Beiðni um leyfi um notkun á Kópavogtúni

Lagt fram erindi Hildar Guðjónsdóttur varðandi ósk um leyfi til að nota Kópavogstún dags. 29.5.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa úrvinnslu erindisins til reynslu.

Almenn erindi

6.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Greint frá stöðu mála.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar voru lagðar fram upplýsingar sem sýna aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Lækjarbotnum 2015 og fyrstu þrjá mánuði ársins 2016. Fram kom að Ventusmenn séu hættir störfum og að ekki fáist ný gögn varðandi mælingar frá OR.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum frá Umhverfisstofnun í samræmi við 514/2014 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti verði tryggð og á hvern hátt Umhverfisstofnun hyggt framfylgja eftirfylgni með styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Almenn erindi

7.17051656 - Umhverfisviðurkenningar 2017

Lögð fram tillaga að auglýsingum Umhverfisviðurkenninga og fyrirkomulagi fyrir árið 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að auglýsingu og fyrirkomulagi Umhverfisviðurkenninga 2017.

Almenn erindi

8.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðalskipulagslýsing.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1611456 - EU Green Capital/Leaf

Greint frá stöðu mála.
EU Green Leaf verkefnið verði hluti af vinnu við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

11.1509899 - Hjólað óháð aldri - Cykling uden alder

Greint frá stöðu mála og lagt fram tillaga að fyrirkomulagi sumarið 2017.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

Almenn erindi

12.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Lagt fram erindi Landverndar varðandi úthlutun Bláfána 2017 og bláfánaafhendingu.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

13.1310510 - Gámar í Kópavogi

Hreiðar Oddsson óskar eftir að byggingarfulltrúi Kópavogsbæjar mæti á næsta fund nefndarinnar og farið verði yfir aðgerðir varðandi gáma í Kópavogi.
Hjördís Ýr Johnson tekur undir erindið.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:50.