Umhverfis- og samgöngunefnd

89. fundur 04. júlí 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Í fjarveru Hjördísar Ýr Johnson formanns stýrði Hreiðar Oddsson varaformaður fundi.

Almenn erindi

1.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Kynning á rafrænum teljurum og fyrirhuguð uppbygging talninga hjólandi og gangandi á höfuðborgarsvæðinu.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur umhverfisfulltrúa að afla frekari gagna.

Almenn erindi

2.17051654 - Kársnesbraut 123 - Umferðarmál - Hraðahindrun

Lagt fram erindi Helga Hjörleifssonar varðandi ósk um bráðabirgða hraðahindrun við Kársnesbraut 123 dags. 19.6.2017.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins á meðan vinna við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar stendur yfir.

Almenn erindi

3.1704450 - Heimild til uppsetningar upplýsinga- og fræðsluskiltis

Lagt fram erindi Árna B. Stefánssonar varðandi heimild til uppsetningar á upplýsinga- og fræðsluskilti dags. 21.4.2017.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins á meðan vinna við skipulag svæðsins stendur yfir.

Almenn erindi

4.1706391 - Umferðaröryggi niður Arnarsmára.

Lagt fram erindi Kent Lauridsen lóðarhafa við Arnarsmára 14 varðandi umferðaröryggi niður Arnarsmára dags. 20. febrúar 2017.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari upplýsingum mögulegar útfærslur og rökstuðning framlagrar umferðarlausnar.

Almenn erindi

5.1701690 - Frá fostöðumanni Sundlaugar Kópavogs - Bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs

Frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs er lagt fram erindi varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða lausnir með upplýsingarskiltum um fjölda lausra bílastæði við sundlaugina, Vallargerðivöll, Rútstún og Borgarholt og skoða hugsanlega gjaldskyldu við bílastæði næst sundlauginni.
Bílastæði við Vallargerðisvöll, Rútstún og Borgarholt væru hins vegar ekki gjaldskyld.

Almenn erindi

6.1706410 - Hælið og gamli Kópavogsbærinn. Frágangur lóða / umhverfi.

Lögð fram tillaga að nærumhverfi Kópavogsbæsins og Hressingarhælisins verði útfært í frágangi í samræmi við tíðaranda byggingarára húsanna og efnisvali.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að útfærslu á umræddu svæði.

Almenn erindi

7.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Lögð fram tillaga að staðsetningum vegglistaverkja sumarið 2017.
Kynnt jákvæð viðbrögð almennings og umfjöllun í fjölmiðla.
Samþykkt að veggur á hálsatorgi verði skreyttur með vegglistaverki.

Almenn erindi

8.17051656 - Umhverfisviðurkenningar 2017

Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum 2017.

Fundi slitið - kl. 18:30.