Umhverfis- og samgöngunefnd

94. fundur 19. desember 2017 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1712626 - Bláfáni 2018

Lögð fram umsóknargögn Bláfána 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sækja um Bláfána fyrir hafnir Kópavogsbæjar fyrir árið 2018.
Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að vinnu við umhverfisstjórnunarverkefni og umgengnisreglur hafna og strandsvæða verði flýtt og innleidd sem fyrst.

Almenn erindi

2.1711664 - Glósalir 7 - Fækkun á hraðahindrunum

Lagt fram erindi Önnu Sigurbjargar Finnsdóttur varðandi beiðni á fækkun á hraðahindrunum á leið frá Glósölum að Salavegi dags. 27.11.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að gera úttekt á umræddum kafla og skila minnisblaði.

Almenn erindi

3.1712920 - Kársnes - Umferðaröryggi - Ábendingar af íbúafundi

Lögð fram samantekt af ábendingum íbúa varðandi umferðaröryggi af samráðsfundi útaf Samgöngustefnu Kópavogsbæjar, Nýju línunni sem haldinn var 5. desember í Safnaðarheimilinu Borgum. Þar voru kynntar áherslur nýrrar Samgöngustefnu Kópavogsbæjar og tekið á móti ábendingum varðandi umferðaröryggi, uppbyggingu stígakerfis fyrir gangandi og hjólandi og almenningssamgöngur.
Umhverfisfulltrúi kynnti ábendingar varðandi umferðaröryggi og gönguleiðir skólabarna sem bárust á íbúafundi um mótun Samgöngustefnu Kópavogsbæjar á Kársnesi 5.12.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að fara strax í þær aðgerðir að bæta umferðaröryggi með því að bæta lýsingu og hálkuvarnir á göngustígum á gönguleiðum skólabarna á Kársnesi.

Almenn erindi

4.1712911 - Banna bifreiðarstöður báðum endum Þrymsala.

Lagt fram erindi varðandi umferðarstöður í báðum endum Þrymsala.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bann við bifreiðastöðum í báðum snúningshausum Þrymsala.

Önnur mál

5.1711369 - Bílastæðamál við Hlíðasmára 1

Lagt fram erindi varðandi bílastæðamál við Hlíðarsmára 1.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bann við bifreiðastöðum í götunni í samræmi við framlögð gögn. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða langtíma lausn á bílastæðavanda svæðisins í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu út frá umferðaröryggi og skila tillögum til nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.